Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.11.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.11.1951, Blaðsíða 4
Úr foæ og foyggð. Treg aflabrögð. Nokkrir trillubátar stunda nú sjóróðra héðan. Afli hefir verið mjög tregur að undanförnu. Er þar orðið áhyggjuefni manna, sem þessa atvinnu stunda, hversu afli hefir brugðizt undanfarin ár. Þó að aflahrotur komi einstaka sinn- um, þá standa þær mjög stutt yfir. Aflaleysiö vilja þeir kenna hinum mikla togaraflota, sem er á veið- um skammt undan og hirðir hverja nýja fiskigöngu sem kem- ur. Þó eru menn bjartsýnni en áð- ur á, að úr muni rætast í þessum efnum, aðallega fyrir það, að öll dragnótaveiði hefir verið bönnuð í Djúpinu. Ef um afla væri að ræða hér inndjúps, væri það til mikilla hagsbóta fyrir kaupstaðinn, því að allmargir trillubátar eru til hér á staðnum, sem mundu verða gerðir út í góðu árferði. Gæti það kom- ið sér vel fyrir atvinnulausa Is- firðinga, sem því miður eru alltof margir. — Aðeins einn bátur er gerður út héðan á dragnótaveiðar, en það er m.b. Ver. Afli hefur ver- ið mjög tregur. Knattspyrnufélagið Vestri 25 ára. Þann 5. ágúst s.l. átti knatt- spyrnufélagið Vest.ri 25 ára af- mæli. S.l. laugardag efndi félagið til glæsilegs fagnaðar í tilefni af þessu afmæli. Við það tækifæri til- kynnti bæjarstjóri, að bæjarstjóm hefði ákveðið að færa félaginu 10 þús. kr. að gjöf í viðurkenningar- Marshallfé til Vestfirðinga. Framhald af 1. síðu. iðnaður, ef ekki úr innlendum hrá- efnum, þá úr aðfluttum. ísland verður þar engin undantekning. Fossaflið er varanlegast allra orkulinda. Virkjun þess í ríkum mæli er því bezta og varanlegasta atvinnutryggingin, sem hægt er að veita almenningi. Stórfelldar virkj- anir fyrir suma hluta landsins, en rafmagnsleysi í hinum er því sama og eyðing byggða þeirra lands- hluta, sem rafmagnslausír eru. Þess vegna verður aldrei hægt að verja það, ef ekki verður undinn bráður bugur að heildarvirkjun fyrir þá landshluta, sem enn mega heita rafmagnslausir, og slíkar virkjanir látnar ganga fyrir um Marshallfé, ef framhald verður á slíkum fjárveitingum. Þingsályktunartillaga þessi mið- ar að því að undirbúa slíka virkj- un eða virkjanir fyrir þann hluta landsins, sem hún fjallar um. Það skal sérstaklega tekið fram, að á s.l. sumri voru fyrir frum- kvæði þm. Barðstrendinga athug- uð virkjunarskilyrði í nokkrum vatnsföllum í Barðastrandarsýslu. Sýnir sú athugun, að þar er fyrir hendi nægileg vatnsorka fyrir það hérað. XXVIII. árgangur. 15. nóvember 1951. 16. tölublað. Staksteinar. Það var uppi fótur og fit í her- búðum kratanna á ísafirði. Þeim hafði borizt í hendur skeyti frá foringjanum, þar sem hann til- kynnti komu sína þann sama dag. Nú voru góð ráð dýr. Það var eng- inn í vafa um hvert erindi foringj- ans væri. Og það mátti svo sem gera ráð fyrir, að svona færi. Kom- ið fram í miðjan nóvember og öll októberlaun hans ógreidd. En eitthvað varð að gera og það tafarlaust. Boðað var skyni fyrir vel unnin störf í þágu íþróttanna og skal fénu varið til eflingar íþróttalífinu á ísafirði. Einnig barzt félaginu fagur silfur- bikar frá k.s.f. Herði og formaður Skíðafélagsins tilkynnti að Vestra yrði einnig færður bikar að gjöf. Upphaflega var það aðeins knatt- spyrna, sem félagið lagði stund á, en á síðari árum hefir félagið einnig haft aðrar íþróttir á stefnu- skrá sinni. Fyrsti formaður félags- ins var Kjartan Ólafsson, kaup- maður hér í bæ. Núverandi for- maður Vestra er Friðrik Bjarna- son. — Vesturland óskar félaginu gæfu og gengis í framtíðinni. Frá Þingeyri. Mikil atvinna hefir verið á Þing- eyri í sumar. Hefir verið unnið kappsamlega að undirbúningi í sambandi við komu togarans, sem hreppurinn hefir fest kaup á, og væntanlegur er til kauptúnsins um áramót. Hefir verið unnið að bygg- ingu mjölskemmu og þróa, en fiskimjölsverksmiðja er þar fyrir. Ennfremur hefir lýsispressu verið komið fyrir. Togarinn, sem Þing- eyringar hafa fest kaup á, er Júpíter, hinn aflasæli togari Tryggva Ófeigssonar. Kaupverð togarans er 1100 þús. kr. Togarinn er nú í slipp, þar sem gagnger við- 'gerð fer fram á honum, m.a. verð- ur sett í hann olíukynding. Þing- eyringar binda miklar vonir við, að togarinn muni verða lyftistöng fyrir atvinnu- og efnahag þorps- ins. Hafa þeir og sýnt, að þeir gera sér vel Ijóst, að um verulega atvinnubót af slíku atvinnutæki er ekki að ræða, nema auðið sé að vinna úr sem mest af aflanum í landi. Hafa þeir sýnt góðan skiln- ing á því, með því að reisa at- vinnutæki með það fyrir augum og gætu hvað það snertir orðið öðrum til fyrirmyndar. — í sumar hafa Þingeyringar ennfremur. ráð- ist í lagningu vatnsveitu. Er það mikið mannvirki. Er vatnið leitt skyndi til leynilegs fundar á skrif- stofu bæjarstjóra. Og nú stóðu sjö hnípnir kratar yfir peningakass- anum, og horfðu tómlátum augurn á krónur 21,75 í .smáu, sem hann hafði að geyma. Og þetta var svo sem ekki skuldlaus eign, það var öðru nær. Þessum fjármunum hafði þegar verið ráðstafað. Með þeim skyldi bæta úr brýnustu þörf- um fimm fjölskyldna, sem bærinn hefði á framfæri sínu. Einn fund- armanna fór í örvæntingu sinni að um fimm kílómetra leið til þorps- ins. Standa vonir til, að þeim framkvæmdum verði að mestu lokið í haust. Frá Leikfélagi fsafjarðar. Gamanleikurinn „Stundum og stundum ekki“, verður væntan- lega sýndur á vegum félagsins í byrjun desember. Hin nýkjörna stjórn félagsins er: Samúel Jóns- son, foiTnaður, óskar Aðalsteinn, ritari, Páll Guðmundsson, gjald- keri. Meðstjórnendur: Arngr. Fr. Bjarnason og Jón Halldórsson. Varaformaður: Haukur Ingason. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Halldóra Sigurjóns- dóttir frá Hafnarfirði og Óli J. Sigmundsson, skipasmiður, Isaf. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf Ólafs- dóttir, Kirkjubæ, og Guðmundur Ólason, sjómaður, Isafirði. Ennfremur voru gefin saman í hjónaband ungfr. Ágústa Magnús- dóttir og Ólafur Halldórsson, bif- reiðarstjóri, Isafirði. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Jóns- dóttir, Súðavík, og Oddur örnólfs- son, Isafirði. Togararnir. ísborg kom frá Þýzkalandi 4. þ. m. og fór á veiðar þriðjudagskvöld ið þann 6. þ.m. Tafðist skipið hér á annan sólarhring vegna bilunar á katli. Hefir hún verið á veiðum á Halanum fyrir Bretlandsmarkað, en afli hefir verið fremur tregur. Sólborg landaði saltfiski og mjöli úr Grænlandsferðinni í Es- bjerg í síðustu viku. Landaði hún um 226 tonnum af saltfiski og 20 tonnum af fiskimjöli, en áður hafði hún losað 19,5 tonn af lýsi í Reykjavík. Er aflaverðmætið því alls um 830 þús. kr. Sólborg kom til Reykjavíkur á mánudagskvöld- ið og fór í slipp þar. Er hún vænt- anleg til Isafjarðar á morgun. blaða í gömlum skýrslum frá dög- um G. G. Hagalín. — Skósmiður- inn þurrkaði móðuna af gleraug- unum og sagði: „E-e-er e-ekkert til, sem mætti se-e-e-selja?“ í svipinn glaðnaði yfir mönnum, en svo syrti að aítur. Nei, það var víst ekkert. Einn stakk þó upp á að selja öskubílinn, sem eitt sinn hafði verið rætt um að kaupa. Sú tillaga var felld. Flugvélagnýr heyrðist og ógur- legu flemtri sló á fundarmenn. En skyndilega þaut sá á fætur, sem í skýrslunum blaðaði, og hrópaði: „Við seljum nokkrar Dísir!“ og allir urðu ofsakátir, nema skósmið- urinn. Hann þagði, en auðséð var á honum, að hann hefði eitthvað viljað sagt hafa, ef honum hefði verið liprara um tungutakið. Var nú þegar farið að semja auglýs- ingu, þar sem auglýstar voru til sölu, þegar í stað, tíu Dísir. En brátt dró ský fyrir sólu. Skósmið- urinn, sem fylgist betur með hlut- unum en flestir aðrir, sagði: „Hva-hva-hvaða Dísir?“ „Nú, tíu af þessum fjörutíu, sem hann Hagalín ætlaði að kaupa fyrir and- virði togarans Skutuls". „Æ-æ-ætl- aði“, sagði skósmiðurinn. Þetta orð kom sem þjófur úr heiðskíru lofti, og eyðilagði allt. Við þau könnuðust þeir allir svo vel. Nú heyrðist hratt fótatak í ganginum og allt í einu byrtist foringinn í dyrunum, hnarrreistur að vanda, eins og glerhani í búð- arglugga. Hvessti hann augum á viðstadda og síðan á opinn pen- ingakassann á borðinu. Án þess að mæla orð frá munni rétti hann fram höndina. Hinn kjarkmesti af fundarmönnum taldi skjálfandi fram tuttugu krónur í reiðu fé, sem hann lagði í lófa foringjans, með þeim huggunar- og afsökun- arorðum, að þetta dyggði a.m.k. fyrir góðum hárskurði. Foringinn snerist á hæli og yfirgaf fundar- menn, sem eftir stóðu með kr. 1,75 í kassanum og með fimm fjöl- skyldur á framfæri, fyrir utan sín- ar eigin. Hjónaef ni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigríður Halldórsdótt- ir, verzlunarmær og Þorvarður Guðjónsson, bifvélavirki, Rvik. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Hólmfríður Pálsdótt- ir, Skála við Kaplaskjólsveg, Rvík og Páll Sigurðsson, Nauteyri. Höfnin. Allvel miðar nú áfram hafnar- gerðinni nýju. Fyrir nokkru var lokið við að fylla upp ofan við stálþilið, svo nú er hægt að ganga frá akkerisstólpum og því sem steypa þarf á kantinum. Undan- farna daga hafa allmargir verka- menn úr atvinnubótavinnu bæjar- ins unnið við að grafa fyrir akk- erisstólpum, en að staðaldri vinna þar aðeins fimm menn. ’

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.