Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 4

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 4
a/essrFMZxmi ssmpssrmmmJúíR XXX. árgangur. 27. febrúar 1953. 4. tölublað Loginn helgi eftir W. Somerset Maugham. — Leikstjóri: Haraldur Á. Sigurðsson. Ur bæ og byggð. CTGERÐIN I NAGRENNINU. Þingeyri. Frá Þingeyri er aðeins gerður út einn bátur, Gullfaxi, og hefur hann fengið mestan afla í sjóferð um 5,3 tonn. Togarinn Guðmundur Júní er nú aftur byrjaður veiðar, og mun leggja afla sinn upp á Þingeyri. Flateyri. Togarinn Gyllir hefur legið að undanfömu en er nú fyrir nokkr- um dögum farinn á veiðar og mun hann leggja upp í frystihúsið. Þrír bátar eru gerðir út á línu og hefur Egill Skallagrímsson fengið hæst- an afla í sjóferð í þessum mánuði, 8 tonn. Suðureyri. Frá Suðureyri eru gerðir út fimm vélbátar á línu. Mestan afla í þesum mánuði hefur Súgfirðing- ur, 67 tonn (23/2), en hæstur afli í sjóferð er um 6 tonn. Súðavík. Frá Súðavík eru gerðir út þrír bátar og hefur mestur afli í róðri í þessum mánuði verið um eða yf- ir 5 tonn. Valur leggur sinn afla upp hjá Frosta en Sæfari á Lang- eyri og Andvari leggur upp að helmingi hjá báðum frystihúsun- um. Hnífsdalur. Frá Hnífsdal eru gerðir út þrír bátar, Páll Pálsson, Smári og Mím- ir. Mestur afli í sjóferð í þessum mánuði er um 5,5 tonn. Bolungarvík. Frá Bolungarvík eru gerðir út með línu 5 bátar og er mestur afli í sjóferð hjá þeim um 6 tonn. Heiðrún stundar veiðar undan Jökli og kom hún fyrir nokkrum dögum til Bolungarvíkur með um 48 tonn af fiski eftir sex lagnir. Áformað er að Heiðrún komi heim með afla sinn þó langt sé sótt. Skipstjóri á Heiðrúnu er Halldór G. Halldórsson. Isafjörður. Héðan eru gerðir út á línu 4 bát- ar Samvinnufélagsins, Pólstjarnan og Jódís. Afli er fremur tregur og mun hæstur afli í róðri í þessum mánuði vera hjá Pólstjörnunni 6 tonn. ísborg kom hingað á miðvikudag og landaði 108 tonnum af saltfiski og 57 tonnum af ísuðum fiski, sem fór í hraðfrystihúsin hér og til herzlu. Isborg fór aftur á veiðar í gær. Sólborg var í viðgerð í Rvík en fór á veiðar 21. þ.m. íbúum lsafjarðarbæjar fækkar. Við síðasta manntal á s.l. hausti voru 2735 íbúar í ísafjarðarkaup- stað, en við manntalið 1951 voru hér 2779 íbúar. BAZAR. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Isafirði heldur bazar 8. marz Leikfélag ísafjarðar hefur að undanfömu sýnt sjónleik W. Somerset Maugham „Loginn helgi“ við ágæta aðsókn og mjög góðar undirtektir áhorfenda. Sjónleikur þessi hefur verið sýndur víða um heim allt frá því að hann kom fyrst út árið 1929. Hér á landi hefur hann aðeins ver- ið sýndur í Reykjavík, að því sem bezt er vitað, og svo nú hér á ísa- firði. Meðferð ísfirzku leikaranna á leiknum var yfirleitt góð. Frú Laufey Maríasdóttir lék frú Tab- ret. Leikur hennar var öruggur og hélt hún vel í gegnum leikinn þeim virðuleik og einstöku rósemi, sem höfundur leggur þessu hlutverki á herðar. Frú Laufey er leikhúsgest- um að góðu kunn og hefur hún í meðferð þessa hlutverks auk- ið vinsældir sínar á leiksviði. Frú Ragnhildur Helgadóttir fer með hlutverk hjúkrunarkonunnar, frk. Wayland. Leikur hennar er ákveð- inn, röddin skýr, látbragð hennar á sviðinu sæmir sér vel og tekst henni með prýði að túlka þetta erf- iða hlutverk. Frú Ebba Dahlmann leikur Stellu, eiginkonu Maurice. Hún er nýliði á leiksviði og vakti leikur hennar mikla athygli og hrifningu. Látbragð hennar á svið- inu var eðlilegt og var sjáanlegt að hún hafði lagt mikla rækt við að gera hlutverkinu góð skil. Von- andi á þessi leikkona eftir að sjást oft á leiksviði. Mann hennar leikur Jónas Magnússon (Maurice) og bróðir hans Colin leikur Haukur Ingason. Leikur þeirra er yfirleitt góður, en þó hefði hlutverk Hauks mátt gera betri skil. Haukur hefur oft áður sýnt góðan leik en í þessu n.k. Þessar konur veita munum móttöku: Una Magnúsdóttir, Þorbjörg Sveinbjömsdóttir, María Jónsdótt- ir, Alberta Albertsdóttir, Guðný Sveinsdóttir, Jóna ísaksdóttir, Hrefna Maríasdóttir, Halldóra Knauf, Guðrún Kristjánsdóttir, Elínmunda Helgadóttir, Freyja Rósantsdóttir, Sigríður Pálmadótt- ir. Andlát. Elísabet K. Sveinsdóttir, móðir Jens Steindórssonar, bílstjóra, and- aðist 18. febr. Elísabet var ekkja Steindórs heitins Halldórssonar bónda á Melum í Árnessýslu. hlutverki leið honum ekki vel, eft- ir því sem bezt var séð. Samúel Jónsson lék Liconda Major og Óskar Aðalsteinn Harvester lækni og fóm þeir báðir vel með sín hlut- verk. Rósa Frímannsdóttir lék Alice, þjónustustúlku. Haraldur Á. Sigurðsson setti leikinn á svið og annaðist leik- stjórn. Hann er ánægjulegur gest- ur hjá Isfirðingum, sem vonandi kemur fljótt aftur. Honum eru af öllum leikhúsgestum færðar miklar og góðar þakkir. Leiksviðsbúnaður var mjög smekklegur en hann gerði SigurÖ- ur Guðjónsson. Milli þátta lék frk. Elísabet Kristjánsdóttir á píanó. Leikhúsgestir þakka Leikfélagi Isafjarðar þróttmikla starfsemi og vona að félagið megi vaxa og dafna. öllum leikumm ber að þakka fyrir góðan leik og fórnfúst starf í leiklistar- og skemmtanalífi bæjarins. Formaður leikfélagsins er Sam- úel Jónsson, sem sýnt hefur lofs- verðan áhuga og dugnað í leik- starfseminni í mörg ár, sem aldrei verður nægilega þakkað. HRAÐFRYSTIHUSIN. Á árinu 1952 var framleiðsla hraðfrystihúsanna á ísafirði og í Isafjarðarsýslum, sem hér segir: Norðurtangi h.f., Isaf. 24071 Ishúsfél. ísf., h.f., Isaf. 15163 Kaupfél. Isf., Langeyri 10155 H.f. Frosti, Súðavík 3518 Isver h.f., Suðureyri 19876 Isfell h.f., Flateyri 37025 Hraðfr.hús Dýrf., Þingeyri 23644 íshúsfél. Bolungarvíkur h.f. 30000 Hraðfrystih. h.f., Hnífsdal 23000 Samtals nemur framleiðsla þessara húsa 186 452 kössum. Á árinu 1951 nam heildarframleiðsla þessara sömu frystihúsa 121000 kössum, og nemur því framleiðslu- aukning þeirra á árinu um 54%. Svigkeppni um Ármannsbikarana fór fram s.Í.*sunnudag. Orslit í eldri flokki urðu þessi: 1. Sveit-Harðar 5:08,2 2. Sveit-Ármanns 6:19,0 3. Sveit-Skíðafél. Isaf. 7:04,0 Beztum tíma í brautinni náðu: 1. Einar V. Kristjánsson H 1:35,8 2. Haukur Ó. Sigurðsson H 1:38,4 3. Björn Helgason, Sí 1:49,8 Úrslit í yngri flokki: 1. Sveit-Þróttar 4:36,8 2. Sveit-Harðar 5:17,8 3. Sveit-Ármanns 5:53,3 Beztum brautai'tíma náði Krist- inn Benediktsson, Þrótti, 1:09,6. SKEMMTILEG stofa til leigu. Jens Steindórsson. VESTFIRÐINGAR. Tek að mér köfun hvar sem er á Vestfjörðum. öll nauðsynleg tæki því viðkomandi fyrir hendi. Guðm. MarzeUíusson, Isafirði, — Sími 128. Jörð. Jörð í ísafjarðardjúpi er tii Söiu. — Upplýsingar gefur: Matthías Bjarnason, Isafirði. iuiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiigiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiaiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiii|((iiiiiiitiiiiiiiiiiii | Innilegt þakklæti votta ég öllum f jær og nær, sem glöddu mig | | á sextugsafmæli mínu með heimsóknum, skeytum og gjöfum, og | | gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. | Sætúni, 16. janúar 1953 | Rannveig Guðmundsdóttir. | Innilegar hjartans þakkir til starfsliðs Sjúkrahúss ísafjaröar og ykkar allra, fjær og nær, sem veittuð aðstoð við slysför litla drengsins okkar. Biðjum við guð að gefa ykkur góða heilsu til að vinna við störf ykkar, því sælt er að vinna, þegar þörfin kall- ar, en þreyttum er hvíldin góð þegar degi hallar. Jóna Lilja Þórðardóttir ,Helgi Kr. Helgason. Þökkum innilega auðsýnda safnúð við andlát og jarðarför hjartkærrar móður okkar og tengdamóður ELÍSABETAR MARIU IIERMANNSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við ögurhjónum og öðrum sveitungum hennar, sem á einn eða annan hátt heiðruðu minningu hennar. Börn og tengdabörn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.