Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 1

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 1
m mm sr§> a/essrFmzjunn ssm ?Fss7£$»smxm XXX. árgangur. ísafjörður, 21. apríl 1953. 7. tölublað. Kratar og kommúnistar reyna að eyðileggja byggingu fiskverkunarstöðvar ísfirðings. Jón Guðjónsson og þrír dátar hans í hafnarnefnd sam- þykkja að ísfirðingur h.f. verði að greiða 42 þúsund krón- ur í lóðarleigu, en það gerir félaginu ókleift að byggja. Kratarnir hafa frá upphafi verið staðráðnir í því að gera allt til þess að koma í veg fyrir þessa byggingu, sem myndi bæta stórum aðstöðu togaraútgerðarinnar og auka atvinnuverkafólks. Ákvörðun hafnarnefndar um kr. 12,00 lóðarleigu á fermeter á heildarlóð 50X70 metra eða 3500 fermetra þýðir kr. 42.000,00 ársleiga eða áttahundruð og f j örutíu þúsund krónur í lóðarleigu á 20 árum. Slík ákvörð- un er ósvífni og bein skemmdarstarfsemi við atvinnulífið í bænum. Það hefur þegar tekið átta mán- uði að fá afgreiðslu á lóðarbeiðni til handa ísfirðing h.f. til bygg- ingar fiskverkunarstöðvar á hafn- aruppfyllingunni. Þeirri afgreiðslu er ekki lokið ennþá. ísfirðingur h. f. óskaði eftir því fyrir rúmum tveimur mánuðum að fá að vita hvað hafnarnefnd og bæjarstjórn hyggðist taka í lóðarleigu. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði gekk mjög illa áð fá svar. En nú hefur það gerst að meirihluti liafnar- nefndar hefur samþykkt að lóðar- leigur á hafnaruppfyllingunni verði kr. 12,00 fyrir hvern fermet- er, en það þýðir að Isfirðingur h.f. ætti að greiða kr. 42.000,00 — fjörutíu og tvö þúsund krónur — fyrir lóðina á ári. Lóðarleiga þessi er því um kr. 800,00 á viku. Á lóðasagan að endurtaka sig. Það er áreiðanlegt að engum manni með heilbrigða dómgreind hefur komið til hugar, að bæjar- félag sem á við atvinnuörðugleika að stríða, bregðist þannig við þeg- ar fyrirtæki ætlar að ráðast út í stórframkvæmdir, við erfið efni, sem skipta afkomu vinnandi fólks jafn mikið og bygging þessarar fiskverkunarstöðvar, að þá skuli ráðamenn bæjarfélagsins gerast svo óskammfeilnir að setja fyrir- tækinu stólinn fyrir dyrnar og segja: Við heimtum kr. 12,00 fyrir fermeterinn. Eina vörn Jóns Guðjónssonar í þessu ósvífna lóðarmáli er sú, að hann vilji efla og auka tekjur hafn- arsjóðs og með því stuðla að bættri rekstursafkomu. En gerir Jón Guðjónsson það á þennan hátt ? Batnar rekstursaf koma hafnarsjóðs við það, að hafnar- nefndin ákveði lóðaleigu það háa, að þeir fáu sem hafa hug og vilja til þess að byggja, neyðist til þess að hætta við sín byggingaráform. Hvaða tekjur hefur hafnarsjóður af lóðunum þá? Engar, bókstaf- lega engar. Sagan myndi endur- taka sig. Bátahafnaruppfyllingin gamla hefur sáralítin arð gefið í þau 17 ár sem liðin eru síðan hún varð til. Þar hafa kratarnir neitað um byggingar, þegar um hefur verið beðið. Svipað á nú að gerast, lóðarleiguna á að ákveða það háa að ekki verði byggt. Forstjóri og formaður félags- stjómar lsfirðings h.f. tilkynntu bæjarstjóra það í gær, að meiri- hluti félagsstjórnar lsfirðings, gæti ekki gengið að tiliögu meiri- hluta hafnarnefndar um lóðarleigu. Samþykkt bæjarstjómar á tillögu hafnarnefndar væri því bein neit- un á lóð fyrir félagið. ósvífin árás pólitízkra óliappamanna. Engum getur dulist, að þessi lóðarsamþykkt hafnamefndar er árás á ísfirðing. Pólitízk árás og Framhald á 4. síðu. -------O-------- VFramboð Sjálfstæðis- flokksins, Að undanförnu hafa þessi fram- boð Sjálfstæðisflokksins verið á- kveðin í alþingiskosningunum á komandi sumri: Suður-Þingeyjar- sýsla: Gunnar Bjarnason, búfræði- kennari á Hvanneyri, Rangár- vallasýsla: 1. Ingólfur Jónsson, kaupfélagsstjóri, Hellu, 2. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti, 3. Guðmundur Erlendsson, hrepps- stjóri á Núpi, 4. séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ákveðið framboð í 20 af 28 kjör- dæmum. -------O-------- Landsfundur Sjálfstæðisílokksins. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að fresta Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti 17. þ.m., til 29. apríl og mun fundurinn standa yfir til 2. maí n.k. Síðasti landsfundur flokksins var haldinn 31. okt. til 4. nóv. 1951 og sátu þann fund nokkuð á fimmta hundrað fulltrúa úr öll- um kjördæmum landsins. Furðuleg árás landlæknis á Bjarna Sigurðsson sjúkrahússlækni. Úr heilbrigðisskýrslum ársms 1949. Viðtal við Bjarna Sigurðsson. í nýútkomnum heilbrigðisskýrslum ársins 1949 veittist landlæknirinn Vilmundur Jónsson á mjög lúalegan hátt á starf Bjarna Sigurðssonar, sjúkrahúslæknis á Isafirði, með því að bera honum á brýn að hann geri botnlanga- skurði á fólki að óþörfu, jafnframt vitnar landlæknir, í því sambandi í lög nr. 47/1932,15. gr., 4. tölul. um skottulækn- ingar. argerðar réttra hlutaðeiganda um aðgerðir þessar og tilefni þeirra, og síðan að þér leggið greinargerð- ina fyrir mig ásamt umsögn yðar“. Lögin sem landlæknir vitnar í 15. gr., 4. tölul. er þannig: I þessum heilbrigðisskýrslum segir orðrétt: ,,Hinn 6. desember 1949 ritaði landlæknir héraðslækninum á ísa- firði svolátandi bréf: „Fjöldi botn- langaskurða íslenzkra lækna, ekki sízt á ýmsum sjúkrahúsum utan Reykjavíkur, hefur vakið eftir- tekt og furðu. Mun þetta engan samanburð þola við það, sem ger- ist erlendis, og verður ekki varist grunsemd um, að hér sé meira eða minna ólæknislega á haldið. Sjúkra hús ísafjarðar hefur alllengi verið hér framarlega í flokki og fer þess- um aðgerðum þar sífellt fjölgandi" .. .„enda ekki færri en 146 botn- langaskurðir gerðir á árinu“. Síð- ar í bréfinu segir: „Með tilliti til þess sem kveðið er á í lögum um óréttmætar læknisaðgerðir (sbr. lög nr. 47/1932, 15. gr., 4. tölul.), hlýt ég að fara fram á, að þér, herra héraðslæknir, kref jist grein- „Það eru skottulækningar, ef læknir, eða sá sem lækningaleyfi hefir ráðleggur eða ávísar eða sel- ur mönnum lyf í þýðingarlausu ó- hófi eða aðeins til þess að auðga sjálfan sig, eða ef hann ráöleggur mönnum eða framkvæmir að á- stæðulausu nema þá sjálfum sér til ávinninga, læknisaðgerð, annað- hvort við sjúkdómi, sem aðgeröin getur bersýnilega ekki átt við eða við sjúkdómi, sem engin ástæða er til að gera ráð fyrir að viðkom- andi sé haldinn af“. Með öðrum orðum: Það er látið að því liggja að hér Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.