Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 4

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 4
Ur bæ og byggð. Afmæli. Guðmundur Einarsson, fyrrv. fiskimatsmaður í Hnífsdal átti átt- ræðisafmæli 13. apríl s.l. Guð- mundur var í mörg ár verkstjóri hjá Guðmundi Sveinssyni. Hann hefur ávallt verið verkhygginn maður, skyldurækinn og duglegur. Guðmundur átti í mörg ár sæti í hreppsnefnd. Kona hans er Bjarn- veig Magnúsdóttir. Hjúskapur. Þann 1. apríl s.l. voru gefin sam- an í hjónaband í Reykjavík Petrína Þorvarðardóttir, hjúkrun- arkona og Daniel Sigmundsson, húsasmíðameistari, ísafirði. Þann 4. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra, Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Guð- ríður Matthíasdóttir og Jóhannes Jónsson, bílstjóri, ísafirði. Samþykkt að loka áfengisútsölunni. S.l. sunnudag fór fram atkvæða- greiðsla um það hvort loka skuli áfengisútsölunni hér í bænum. I gær voru atkvæði talin og féllu þau þannig: Já sögðu 562, nei sögðu 357, auðir voru 16 og ógildir 3. Skíðaskáli Skiðafélagsins eyði- leggst í snjóflóði. Á Pálmasunnudag urðu skíða- menn þess varir að skíðaskáli Skíðafélags ísafjarðar á Seljalands dal hafði brotnað af grunni, og eyðilagðist áð mestu, af völdum snjóflóðs, sem hafði fallið á skál- ann, sennilega kvöldið áður. Skálinn var byggður 1939, en stækkaður nokkru síðar og var hin myndarlegasta bygging. Hefur Skíðafélagið orðið fyrir miklu tjóni sem vafalaust er a.m.k. 200 króna. Afmæli. Frú Bjamey Guðmundsdóttir átti 60 ára afmæli 25. marz s.l. Bjarney er kona Líkafróns Sigur- garðssonar, verkamanns hér í bæ. Þau hjón hafa eignast 14 börn. Bjamey er fædd á Höfða í Gmnna- víkurhreppi, en lengst hefur hún og maður hennar átt heima á Hrafnfjarðareyri, eða í 24 ár ó- slitið. Hingað til Isafjarðar fluttu þau hjón fyrir 10 árum. Söfnun fyrir Krabbameinsfélag lslands. Ekkert Krabbameinsfélag er hér starfandi en viðkomandi skátafé- lög og frú Ingibjörg Guðmunds- dóttir buðust til þess að annast söfnunina, sem bar mjög góðan ár- angur, og sýnir skilning almenn- ings á þessu mikla nauðsynjamáli. Alls safnaðist kr. 22.500,00, sem skiptist þannig: Suðureyri kr. 1.900,00, Bolungarvík kr. 3.750,00, ísafjörður kr. 12.850,00 og frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hnífs- dal, sem safnaði kr. 3.500,00. Mikil staríræksla Vinnulaun hjá ísfirðing og Harð- fiskstöðinni í landi hafa verið sem segir að undanförnu: Frá 1.—7. marz kr. 19.197,00. Frá 8.—14. marz kr. 36.931,00. Frá 15.—21. marz kr. 32.134,00. Frá 22. marz til 4. apríl 81.727,00 kr. Frá 5.—11. apríl kr. 64.320,00. Samtals em greidd vinnulaun þennan tíma kr. 234,309,00. Oft á þessum tíma hafa unnið um 100 verkamenn samtímis. um leið ósvífið hnefahögg í andlit verkafólks sem trúir og vonar að með framkvæmdum ísfirðings h.f. verði því tryggð ömggari lífskjör. Nokkrar topphúfur krataflokks- ins hata ísfirðing h.f. og óska fé- lagið feigt. Þessvegna hafa þeir á- kveðið að ráðast gegn því og gera því allt til bölvunar, sem hægt er. Þessum mönnum varðar ekkert um hagsmuni ísafjarðar, þeim er fyrir öllu að þjóna lymskulegu og illu innræti. Eru slíkir menn til þess fallnir að hafa forystu mála? Nei, slíkir menn eru alls staðar til skaða og skammar. Hafnarnefndarmennirnir sem samþykktu þessa pólitízku árásar- tillögu reyna vafalaust að koma sér á bak við hina fáheyrðu grein- argerð bæjarstjórans sem nú verð- ur vikið að. Hvernig er Ióðarleigan fengin? Lóðarleiga þessi er fenginn með ósvífinni og blygðunarlausri fölsun og blekkingum bæjarstjórans Jóns Guðjónssonar. Hann slær því föstu, að kostnaðarverð hafnarmannvirkj anna sé 4 milj. kr. að frádregnu ríkisframlagi. Þetta er hin herfi- legasta blekking. Til þess að fá þessar 4 miljónir verður hann að áætla kostnað við að fullgera hafn- arbakkann sé 1 millj. kr., sem er allt of hátt og óvíst nema ríkis- sjóður kosti það að verulegu leyti, vegna mistaka við staðsetningu bakkans, sem er á ábyrgð vitamála- stjórnarinnar. Það má hiklaust fullyrða að bæj- arstjórnin áætli kostnaðarverð hafnarmannvirkisins a.m.k. einni miljón of hátt. Að kostnaðarverð þess sé ca. 3 miljónir en ekki 4 milj. kr., sem er strax ágæt byrj- un, en endirinn er þó sízt lakari. Til að finna kostnaðarverð á land- ið pr. fermeter þarf hann að finna út stærð landsins, sem skapazt hef- ur með byggingu hafnarbakkans hjá ísíirðing h.í. Isborg landaði hér 4. þ.m. 108 tonnum af saltfiski, 22 tonnum af ísfiski og 19 tonnum af ýsu í Rvík. Sólborg landaði hér 11. þ.m. 108 tonnum af saltfiski, 22 tonnum ís- fiski, og 10 tonnum fiskimjöl. Nýlega tók danskt skip s/s Lorna um 4300 pakka af söltuðum upsa hjá ísfirðing. Selfoss kom með efni í 30 fisk- hjalla fyrir rúmri viku og er langt komin uppsetning á þeim. af 1. síðu. og bátahafnarinnar. Þetta er auð- velt reikningsdæmi, sem bæjar- stjórinn flaskar þó viljandi á. Herfilegur reikningsfeill bæjarstjórans. Bæjarstjóranum reiknast lands- stærðin 16 700m- en sanni nær mun hún vera 20 0003 . Ef þessir 20 0002 kosta 3 milj. króna kostar hver fermeter um 150 kr., þ.e. að segja, ef hver fer- meter væri jafn dýr. Svo er þó ekki. Dýrasti hluti hafnarmann- virkisins er að sjálfsögðu stálþilið sjálft og bygging þess. Steypta platan og uppfyllingin næst þilinu er líka mörgum sinnum dýrari en malarfyllingin þar sem fyllingin er grynnst. Framhjá þessum staðreyndum sneyðir bæjarstjóri viljandi að mestu leyti. Honum þóknast þó af vísdómi sínum að áætla fermeter- inn í viðleguplássinu næst þilinu tvöfalt hærri en annars staðar á uppfyllingunni. Á móti þeirri rausn þóknast honum hinsvegar að telja viðlegu- plássið við hafnarbakkan 2600 m2 í stað 4840 m2' eða 2240 m2' minna en það raunverulega er á- kveðið með götubreidd 22 metra. Sömu sögu er að segja um viðlegu- plássið við bátahöfnina. Kostnað við uppfyllingu lands undir þver- götu frá hafnarbakkanum á hins- vegar að jafna algerlega á lóðirn- ar, sem leigja á út. Bæjarstjórinn fær hvergi fótað sig í blekkingarútreikningum sín- um. Hann hefur líka leitað langt yfir skammt til þess að finna út, hvað fermeterinn í uppfyllingunni á hafnarbakkanum kostar. Um það þarf engum blöðum að fletta, að mat Marzellíusar Bernharðssonar á kostnaðarverði lóðanna er rétt, en hann metur fermeterinn á kr. 54,00 þegar framlag ríkissjóðs 2/5 hefur verið dregið frá. Það skal að lokum SKEMMDARVERK KRATA OG KOMMA. Framhald Elínu S. Jónsdóttur ljóðmóður færðar heiðursgjafir. Fyrir skömmu síðan færðu ís- firzkar konur frú Elínu S. Jóns- dóttur, ljósmóður, vandað gullúr að gjöf, sem vott þakklætis og virðingar fyrir langa og dygga þjónustu sem ljósmóðir hér í bæn- um. Ennfremur færði Bæjarráð ísafjarðar henni heiðursgjöf, vand- aðan standlampa, frá Bæjarsjóði Isafjarðar og flutti henni þakkir bæjarstjórnar fyrir störf hennar sem Ijósmóður í um þrjá áratugi. Þau ár sem Elín starfaði hér sem ljósmóðir mun hún 'hafa tekið á móti um 2000 börnum. Hún sagði, eins og kunnugt er, starfi sínu lausu frá síðustu áramótum. Heiðursgjafir þessar sýna það, að hið langa og giftudrjúga starf sem þessi mæta kona hefur hér unnið er vissulega metið eins og vera ber. --------O-------- Skíðainót íslands 1953. Frá Skíðaráði ísafjarðar fóru 13 keppendur á Skíðamót íslands, sem haldið var á Akureyri 1.—6. þ.m. Frammistaða ísfirzku skíða- mannanna var með ágætum eins og vænta mátti. Sé viðhafður stiga útreikningur, sem venja er um stórmót verður útkoman þessi: ísafjörður 69 stig, Siglufjörður 41, Reykjavík 33, Þingeyingar 32, Ak- ureyri 15 og Strandamenn 5. Far- arstjóri ísfirðinganna var Albert K. Sanders. 1 ...* Átti að afgreiða lóðamál ísfirðings á lokuðum fundi. Bæjarstjórnarfundur verður í kvöld kl. 8. Kemur þá til af- greiðslu hin íurðulega tillaga meirihluta hafnarnefndar um kr. 12,00 lóðaleigu á fermeter á hafnaruppfyllingunni. Kratarn- ir boðuðu til þessa íundar á skrifstofu bæjarstjóra kl. 4 í dag, en Sjálfstæðismenn mót- mæltu því, að mál þetta sé af- greitt fyrir lokuðum dyrum. Lét bæjarstjóri þá undan, og boð- aði til fundar í Alþýðuhúsinu kl. 8 í kvöld. ______________________________ TIL SÖLU. — 8” vélhefill (afrétt- ari). óli J. Siginuudsson. fullyrt, að hafnarsjóður hefði ver- ið fullsæmdur af þeirri lóðarleigu, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hafnarnefnd lögðu til, en það var kr. 3,24 fyrir fermeterinn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.