Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 2

Vesturland - 21.04.1953, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjamason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. _______—--------------——--------------—--------> Nú hafa allir fengið nóg. Ákvörðun kratanna í hafnar- nefnd og leiguliða þeirra, komm- únistanna, að ætla að leigja ís- firðlng h.f. lóð til byggingar fisk- verkunarstöðvar fyrir kr. 12,00 fermeterinn á ári, hefur vakið reiði og fyrirlitningu hvers einasta manns í bænum, sem lætur sig varða framfarir og bætta afkomu þess fólks sem þennan bæ byggir. Hver heiðarlegur maður finnur og skilur að þetta er árás á stærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Þessa árás hefur Jón Guðjónsson, bæjar- stjóranefna, undirbúið í marga mánuði. Drátturinn ,sem orðið hefur á þessu stafar af því að kommúnistum hraus hugur við þessu fólskuverki. En Jón Guð- jónsson var rólegur. Hann kunni lagið á kommúnistaaumingjunum: Við skulum taka þá með lægni og í rólegheitum. Hann samdi langa loðna greinargerð, sem varð kommum ofraun að skilja. Þeir létu undan og samþykktu þessa ó- svífni. Vegna seinni tíma er rétt að nefna nöfn þeirra manna í hafnar- nefnd sem létu hafa sig til þessa þokka verknaðar, en þeir eru sjálf- ur forseti bæjarstjómar, Birgir Finnsson, forstjóri Samvinnufél- ags ísfirðinga, sem fyrir mörgum árum er hátt yfir það hafinn að standa hafnarsjóði skil á nokkrum þeim skuldum sem félag hans skuldar hafnarsjóði, hinir eru Ingi- mundur Guðmundsson, vélsmiður og Steinar Steinsson, skipasmiður. Um þá verður það eitt sagt, að þeir eru í þessu máli lítilgildir aftaniossar þeirrar manntegundar, sem ræður í bænum og virðist stjórna eftir því eina boðorði, að hér verði komið í veg fyrir allar atvinnuframkvæmdir og að fátækt og eymd skipi hér jafnan æðsta og virðulegasta sætið í atvinnusögu þessa bæjar. ísfirðingar! Hafa nú ekki allir fengið nóg? Er ekki tími til kom- inn að losa bæinn við yfirráð þess- ara manna? FURÐULEG ÁRÁS LANDLÆKNIS. Framhald af 1. síðu. geti verið um skottulækningar að ræða hjá Sjúkrahússlækninum til sjálfsauðgunar. Hefur nokkur maður getað í- myndað sér að æðsti maður lækn- anna geti borið slíkar svívirðingar á lækni sem þessar? Um sjálfsauðgun Bjama Sig- urðssonar er það að segja, að hann er fastráðinn læknir hjá Sjúkra- húsinu og fær nákvæmlega sömu laun hvort hann framkvæmir eng- an upskurð eða 200 uppskurði á ári. Upplýsingar Bjarna SigurSssonar. 1 tilefni af lestri þessa furðulega plaggs landlæknis fór ritstjóri Vesturlands þess á leit við Bjama Sigurðsson, að fá hjá honum upp- lýsingar í þessu máli og varð Bjarni fúslega við þeirri beiðni. — Var þér fyrir löngu kunnugt um þessa ásökun landlæknis í þinn garð? — Já, þegar í ársbyrjun 1950 sýndi þáverandi héraðslæknir, Baldur Johnsen, mér bréf frá land- lækni dags. 6. des. 1949 og óskaði umsagnar minnar. Gaf ég héraðs- lækni ítarlega greinargerð með bréfi dags. 4. júní 1950, sem hann sendi með bréfi sínu til landlækn- is. Á þessa greinargerð mína minn- ist landlæknir ekki á í heilbrigðis- skýrslunum. Ég taldi mig með greinargerð minni fyllilega hafa svarað þeim áburði sem landlækn- ir bar á mig í bréfi sínu 6. des. og hefi ekkert frekar um það mál heyri og taldi því að landlæknir hafi fallist á þær röksemdir sem ég bar fram. Það kom mér því mjög á óvart að sjá þessa dæma- fáu aðdróttanir í nýútkomnum heilbrigðisskýrslum. — Hvað vilt þú segja um þessa aðdróttun landlæknis um ástæðu- lausa botnlangauppskurði hér? — Fyrst og fremst verð ég að mótmæla þeirri fullyrðingu land- læknisins, að botnlangaskurðum á Sjúkrahúsi ísafjarðar fari sífellt vaxandi. Sem sönnun fyrir þess- ari fullyrðingu sinni gefur hann eftirfarandi yfirlit: Botnlangaskurðir á Sjúkrahúsi Isafjarðar: 1921—1925: 35, þ.e. á ári 7,0 1926—1930: 99, þ.e. á ári 19,8 1931—1935: 175, þ.e. á ári 35,0 1936—1940: 275, þ.e. á ári 55,0 1941—1945: 449, þ.e. á ári 89,8 1946: á ári 79 1947: á ári 146 Ég vil geta þess að árin 1946— 1950 eru gerðir 459 botnlangaupp- skurðir eða 91,8. Eru það aðeins 10 uppskurðum fleiri en tímabil næstu fimm ára á undan. Þetta yfirlit er villandi og ó- hagstætt í minn garð. Það er ekki að leggja til grundvallar í fimm skipti, fimm ára tímabil, og byrja svo á því, að taka árin sér. Þegar landlæknir samdi hið umtalda bréf í desember 1949, hafði hann í hendi sjúkrahússskýrslur einnig fyrir árin 1946 og 1948 með 79 og 83 botnlangaupskurðum, og hefði hann átt að gefa meðaltalifr þess- ara þrigja ára, þannig: 1946—1948: 314, þ.e. á ári 104,6 Því verður ekki neitað að 146 botnlangaskurðir á einu ári er há tala. Þykir mér óskiljanlegt, að landlækninum skyldi fyrst og fremst hafa dottið í hug, „að hér sé (ekki) nema að litlu leyti um raunverulega botnlangabólgu að ræða“. Landlæknirinn hlýtur að vita, að ég gat ekki gert þessa uppskurði í hagnaðarskyni, þar sem ég fæ enga aukagreiðslu fyrir uppskurði, hvort sem þeir eru nú gerðir í vinnutímanum, að nóttu til eða á helgidögum. Og ekki má landlæknirinn halda, að ég sé að gera botnlangaskurði að gamni mínu. — Skurðaðgerðir geri ég þegar þess þarf. Þessir 146 sjúklingar, sem skorn- ir voru upp hér árið 1947, voru ekki „taldir hafa haft botnlanga- bólgu“, þeir höfðu botnlangabólgu, og ég varð að skera þá upp, hvern- ig sem það leit nú út á ársskýrsl- unni. Ég hef hreina samvizku gagnvart þeim uppskurðum, sem ég hef gert á Sjúkrahúsi ísafjarð- ar. Ég hefi aldrei og mun aldrei operera nokkurn sjúkling, án þess að hafa hann fyrst athugað vand- lega og lagt nákvæmlega niður fyrir mér, hvort þörf sé uppskurð- ar eða ekki, og það vakir alltaf í huga mínum, að eftir hvern upp- skurð geta einhver eftirköst átt sér stað, jafnvel þó að ekki sé ástæða til að búast við slíku, en ég mun alltaf skera upp, þegar læknissamvizka mín býður mér, hvernig sem uppskurðartalan lítur út á ársskýrslunni. Læknirinn verður að hafa frjálsar hendur og fullt traust, bæði fólksins og yfir- valdsins, en það getur hann ekki unnið nema að hann sé staðfastur og algerlega óháður utanaðkom- andi áhrifum eins og hræðslu við útlit skýrsla sinna. Skipting uppskurðarsjúklinga. — Hvað voru margir utanbæjar- sjúklingar af þessum 146? — Frá þeim 146 botnlangaskurð um ársins 1947 voru 98 gerðir á utanbæjarfólki: Eyrarhreppur 22, Súðavík 9, ögurlæknishérað 23, Hesteyrar- læknishérað 5, Strandasýsla 7, Bol- ungarvík 16, Flateyri 15, Þingeyri 1. Að lokum segir Bjarni Sigurðs- son: „Allir 146 sjúklingar lifðu, einn- ig þeir sjö, sem botnlanginn var sprunginn I. Enginn hafði nein eft- irköst svo teljandi sé. Allir út- skrifuðust þeir albata frá sjúkra- húsinu“. Allir hljóta að fordæma þessa árás. Þessi fruntalega árás og svi- virðulegu aðdróttanir landlæknis, Vilmundar Jónssonar, á Bjama Sigurösson, sjúkrahúslækni, er fordæmd af öllum þeim, sem þekkja Bjama Sigurðsson. Þeir vita allir, að samvizkusemi og skyldurækni hans í starfi er ein- stök í sinni röð. Enginn maður leyfir sér að bera brygður á lækn- issamvizku hans, nema yfirmaður íslenzkra lækna, sjálfur landlækn- irinn. ísfirðingar eru oft sundurþykkir og greinir mjög á í skoðunum, en í þessu máli munu þeir vafalaust standa með Bjarna Sigurðssyni. En engin regla er án undantekninga. Um einn mann er vitað, sem á nokkrum stöðum hefur verið að flemtra með hina tíðu botnlanga- uppskurði á Sjúkrahúsi Isafjarðar og látið í Ijós undrun sína yfir þeim af svipaðri háttvísi og Vil- mundur Jónsson. Þessi maður er Hannibal Valdimarsson. Nú kemur mönnum sú spuming í huga. Er það Hannibal sem spilar á Vilmund eða spilar Vilmundur á Hannibal? Sennilegra er þó að Vilmundur spili á Hannibal. Leyndir þræðir virðast liggja á milli þessara tveggja persóna. Var tilgangur þessara tveggja manna að reyna að koma óhróðri á hendur Kjartani J. Jóhannssyni, lækni, vegna þess að hann er frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins hér á ísafirði og nýtur traustra vinsælda sem lækn- ir og góður drengur? En ekki gætt þess að þeir beindu spjóti sínu gegn Bjarna Sigurðssyni, sem ekkert hefur skipt sér af stjórn- málum? Allir vita að Hannibal er lítt vandur á meðölin. Þessi árás landlæknis á Bjarna Sigurðsson er óþolandi og þess verðnr að kref jast, að forsætisráð- herra, Steingrímur Steinþórsson, sem fer með æðstu stjórn heilbrigð ismálanna, að hann fyrirskipi rann sókn á hendur Vilmundi Jónssyni fyrir þessar ákærur. Það er lág- markskrafa að æðsti maður ís- lenzku læknastéttarinnar temji sér háttvísi. Keynist það útilokað að núverandi landlæknir gæti hátt- vísi í skrifum sínum og starfi, er þá ekki þegar kominn tími til þess að skipta um mann í landlæknis- embættinu á lslandi?

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.