Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 1

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 1
&jsrs> a/essTFiftzwfiH S3ítGFS3ms»sfrf0ifm XXXII. árgangur. Isafjörður, 8. janúar 1955. 1.—2. tölublað. Sigurður Bjarnason: Fáein orð nm nntið og framtfð við Isafjarðardjúp Hugleiðing um áramót Þegar litið er yfir atburði ársins 1954 mun naumast ríkja ágrein- ingur um það meðal Vestfirðinga, að sú ákvörðun, sem mikilvægust hafi verið tekin á árinu í hags- munamálum þeirra, hafi verið á- kvörðunin um stórframkvæmdir í vatnsvirkjunarmálum á næstu tveimur og hálfu ári. En hinn 17. desember s.l. tilkynnti ríkisstjórn- in, að ákveðið hefði verið að þeim framkvæmdum skyldi hagað þannig, að reist skuli 3600 hest- afla orkuver við Mjólkár í Arn- arfirði og 600 hestafla orkuver við Fossá í Bolungavík. Þessi tvö orkuver, ásamt rúmlega 1300 hestafla vatnsaflsvirkjunum ísa- fjarðarkaupstaðar, er síðan á- formað að tengja saman. Er gert ráð fyrir að öll kauptún á Vest- fjörðum og nálægar sveitir fái raforku frá þessum orkuverum. Samtals munu um 7000 manns búa á fyrirhuguðu orkuveitu- svæði. Mörgum mun hafa fundist sem ákvörðun um virkjanir á Vest- fjörðum hafi dregist alllengi hjá ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar. Er það ef til vill að vonum, þar sem meginhluti Vest- fjarða býr nú við hið erfiöasta ástand í raforkumálum, rándýra og ónóga orku frá dieselstöðvum. Þess ber þó að gæta, að þegar núverandi ríkisstjórn hófst handa um framkvæmdaáætlun sína á sviði raforkumála, skorti mikið á að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir um þær leiðir, sem til greina komu hér vestra, þrátt fyrir áratuga undirbúning heima fyrir. Er óþarft að gera það frekar að umtalsefni hér. Niðurstaða Finnboga Rúts. • Vegna þess að einstakar raddir hafa heyrst um það, að með virkjun Mjólkár og Fossár í Bol- ungavík sé um að ræða einhvers- konar brigðmæli í raforkumálum Vestfirðinga af hálfu ríkisstjóm- arinnar, vil ég aðeins minna á það, að þegar Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræðingur, hafði um nokkurt skeið unnið að rann- sóknum á virkjunarskilyrðum við Dynjanda, og fjárhagslegum grundvelli heildarvirkjunar þar fyrir alla Vestfirði, varð niður- staðan sú, að ekki var talið ráð- legt að leggja í virkjun þar að svo komnu máli. Að þessari niður- stöðu var komizt fyrir um það bil áratug síðan. En öll bæjar- og sveitarfélög frá Patreksfirði til Súðavíkur höfðu þá staðið fyrir sameiginlegum rannsóknum virkjunarmálanna, ásamt þing- mönnum þessara héraða. Enn er þess að geta, að sam- kvæmt áætlun, sem raforku- málastjórnin gerði á s.l. sumri, hefði orkuver af þeirri stærð, sem byggt hefði verið við Dynjanda, orðið rekið með halla, sem nam samtals nokk- uð á annan tug milljóna króna fyrstu tíu árin. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að þau orkuver, sem ákveðið hefir verið að reisa, verði rekin svo að segja hallalaust frá upphafi. Stórkostleg framfaraspor. Um það getur ekki ríkt á- greiningur, að hin nýju orkuver, sem rísa á næstunni í Arnar- firði og í Bolungavík, muni marka stærstu framfaraspor, sem stigin hafa verið í þessum landshluta. Með 4200 hestafla orkuframleiðslu þessara aflstöðva munu öll kaup- túnin, ísafjarðarkaupstaður og nálægar sveitir fá næga orku til hverskonar heimilisnotkunar og Á þessum uppdrætti sézt orkuveitusvæð: fyrirhugaðra virkj- ana í Arnarfirði og Bolungavík. Dökku ferhyrningarnir sýna vatnsaflstöðvarnar en þríhyrningarnir aðalspennistöðvar. Dökku línurnar tákna 33 kw. raflínur en punktalínurnar 11 kw. rafiínur. Sigurður Bjarnason stóraukins iðnaðar. Um hve langt árabil þessi orka verður fullnægj- andi, skal ég ekki spá um. En að sjálfsögðu verður að hafa það í huga nú þegar, að notaðir verði síðar, e.t.v. mjög fljótlega, þeir orkuvarasjóðir, sem hér eru vissu- lega fyrir hendi. Aðstaðan til þess að hagnýta þá mun verða allt önnur og betri er tímar líða, iðnaður hefir vaxið upp og fólki fjölgað í þessum héruðum. 1 bili er ekki fyrir hendi fjárhags- legur grundvöllur fyrir stærri orkuver en þau, sem ákveðið hefir verið að reisa. Af þeim aflgjöfum, sem síðar kemur til álita að virkja eru Dynjandi, Þverá á Langadals- strönd, árnar í Mjóafirði og fleiri vatnsföll við sunnanvert ísafjarð- ardjúp sennilega nærtækust. Að sinni mun ég ekki gera að umtalsefni, hvernig leyst skuli raforkumál sveitahreppanna við innanvert ísafjarðardjúp. En sam- kvæmt raforkulögunum frá 1946 veitir raforkusjóður einstökum bændum eða samtökum þeirra mikinn stuðning við byggingu heimilisrafstöðva, hvort heldur sem um er að ræða dieselstöðvar eða vatnsaflsstöðvar. Hafa nokkr- ir bændur við Djúp þegar hagnýtt sér þennan stuðning, en aðrir undirbúa framkvæmdir. Allir vilja eðlilega verða þeirra fjölþættu þæginda aðnjótandi, sem raforkan skapar, bæði á heimilum fólksins

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.