Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 2

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND ..--..........-.. .......... ■ Li&j Fossá í Bolungavík, er rennur í Syðridalsvatn. Þar verða vikjuð 600 hestöfl. og við hverskonar atvinnurekstur. En í okkar stóra og strjálbýla landi er aðstaðan til þess að koma raforkunni til fólksins því miður mjög misjöfn. Stærsta vandamálið. Það er margrakin saga, sem öllum er kunn, að síðan flóum og fjörðum umhverfis landið var lokað fyrir botnvörpuveiðum, hef- ur ásókn togara á fiskimio vest- firzka vélbátaflotans aukizt að miklum mun. En hér vestra munaði sáralítið um útfærzlu fisk- veiðitakmarkanna. Kröfur hafa eðlilega komið fram um það, að færa fiskveiði- takmörkin hér mikið út, helzt að friða allt landgrunnið út af Vest- fjörðum fyrir botnvörpuveiðum. Engum blandast heldur hugur um, að það hlýtur að vera framtíðar- takmarkið, ekki aðeins hér, held- ur umhverfis landið allt. En það verður að segjast í hreinskilni, að ekki eru miklar horfur á að þetta takist í bili. Þessi litla þjóð hefur í þau tvö ár, sem liðin eru síðan reglugerð- in um hinar nýju friðunarráð- stafanir tóku gildi átt í mikilli baráttu fyrir viðurkenningu þeirra. Hún hefir orðið að mæta óbilgjörnu viðskiptabanni af hálfu góðrar og gamallar vinaþjóðar sinnar, og á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða hafa verið uppi tillögur, sem gengið hafa mjög gegn hagsmunum okkar á sviði friðunarmála. Með festu og lægni af hálfu fulltrúa okkar þar, hef- ir ennþá tekizt að koma í veg fyrir beina samþykkt slíkra til- lagna. Að sjálfsögðu ber okkur að slaka í engu á kröfunni um rétt okkar til þess að friða landgrunnið. En meðan okkur tekst ekki að fá þennan rétt okkar viðurkenndan, verðum við að freista allra hugsanlegra úrræða til þess að létta því fólki baráttuna, sem harðast verður fyrir barði rányrkjunn- ar. En það eru vestfirzkir sjó- menn og útvegsmenn. Bætt veiðarfæraeftirlit — Stærri skip. Þær leiðir, sem að mínu viti eru raunhæfastar til úrbóta í þessum efnum, eru fyrst og fremst tvær. 1 fyrsta lagi sem fullkomnust landhelgisgæzla og eftirlit með veiðarfærum vestfirzka vélbáta- flotans. Höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, Gísli Jónsson þingmaður Barðstrendinga, Kjartan J Jó- hannsson þingmaður ísafjarðar- kaupstaðar og ég fyrir nokkru tekið það mál upp við dómsmála- ráðherra og yfirmann landhelgis- gæzlunnar. Hefur forstjóri land- helgisgæzlunnar gert sér ferð hingað vestur og rætt við ýmsa skipstjóra og útgerðarmenn um nýjar leiðir í þessum efnum. Verður lögð áherzla á það á komandi vetrarvertíð, að koma á sem beztri samvinnu milli land- helgisgæzlunnar og sjómanna um framkvæmd veiðarfæragæslu og vernd vélbátaflotans. Á þessu stigi málsins væri ó- viturlegt að fullyrða nokkuð um árangur þessarar viðleitni. Reynslan verður að leiða hann í ljós. En eðlilegt virðist að gera slíka tilraun meðan ekki hefir tekizt að fá sjálf fiskveiðitak- mörkin færð verulega út. önnur leið til þess að bæta at- vinnulífi sjávarsíðunnar á Vestf jörðum það tjón, sem hún hefur orðið fyrir með auknum ágangi togaranna, er að minni hyggju sú, að afla Vestfirð- ingum stærri og fullkomnari veiðiskipa og þá fyrst og fremst togara. Það er stað- reynd, sem ekki verður snið- gengin, að hinir tveir togarar, sem gerðir hafa verið út frá ísafirði undanfarin ár, hafa bjargað atvinnulífi kaupstað- arins frá hruni. Þ'eir hafa skapað mikla atvinnu í bænum og veitt fjölda fólks lífvænleg atvinnuskilyrði. En rekstur þeirra hefur jafnframt haft í för með sér mikla atvinnu- aukningu í sjávarþorpunum við Djúp, Bolungavík, Hnífs- dal og Súðavík. Atvinnulífið við fsafjarðar- djúp þarfnast fleiri slíkra skipa til þess að tryggð verði sæmilega varanleg atvinna hjá því fólki, sem lifir á fiskiðn- aðinum. Til þess að skaplega verði séð fyrir þörfum byggð- arlaganna að þessu leyti þyrfti Bolungavík að fá eitt togskip af heppilegri stærð, sem mið- aðist við hafnarskilyrði á staðnum, og ísafjörður tvö. En úr þörf Hhífsdælinga og Súðvíkinga ætti, a.m.k. fyrst í stað, að vera hægt að bæta með aukningu togaraflotans á ísafirði, En jafnhliða þyrfti þó að bæia aðstöðu til fiskiðnaðar á fsaf : ði að mildum mnn. Hagsmunir atvinnulífsins í ísa- firði og í sjávarþorpunum við Djúp, eru að langsamlega mestu leyti sameiginlegir í þessum mál- um. Það hefur reynslan sýnt á síðustu árum. Það sýnir því furðulega skammsýni þegar meiri- hluti Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn ísa- fjarðarkaupstaðar gera samþykkt um það í bæjarstjórn, að bann skuli lagt við flutningum á hrá- efni, er togarar ísfirðinga afla, til hraðfrystihúsa í nálægum byggðarlögum. Ég ræði þá sam- þykkt ekki nánar að sinni. En öllum hugsandi mönnum er það ljóst, að fólkið hér við Djúp, hvort sem það býr á Isafirði, í sjávarþorpunum eða sveitum hér- aðsins, verður að starfa saman að uppbyggingu bjargræðisvega sinna. Nauðsyn þess hefur ekki hvað sízt orðið augljós eftir að akvegasamband skapaðist milli ísafjarðar og hinna þriggja kaup- túna. En það hefir orðið atvinnu- lífi byggðarlaganna til stórkost- legs framdráttar. 1 þessu sambandi vil ég minn- ast á það, að á komandi sumri mun verða unnið fyrir meira fé að þjóðvegagerðinni út með vest- anverðu Djúpinu en nokkru sinni fyrr. Mun verða varið til þeirrar vegagerðar einnar á fjórða hundr- að þúsund krónum, auk þess sem byggð mun verða brú á Isafjarð- ará fyrir rúmlega hálfa milljón króna. Til vegagerðarinnar kring um Álftafjörð, sem einnig miðar að því að skapa akvegasamband við Isafjarðarkaupstað, mun einn- ig verða varið rúmum hundrað þúsundum króna á þessu ári. Þá eru veittar 200 þús. kr. til brúar- gerðar á Seljalandsós í Álftafirði. Samtals mun þannig verða var- ið um 1,1 millj. kr. til þjóðveg- arins meðfram sunnanverðu ísa- fjarðardjúpi og brúargerða á þeirri leið á komandi sumri. Hér er því um stórfelldar fram- kvæmdir að ræða, enda ber brýna nauðsyn til þess að hraða þessari vegagerð. Með henni skapast í senn akvegasamband við höfuð- stað Vestfjarða og mjög bætt að- staða fyrir þær sveitir, sem veg- urinn liggur um. Trúin á framtíðina. Allir, sem til þekkja, vita að Vestfirðingar hafa átt við marg- víslega erfiðleika að etja undan- farin ár. Er þar fyrst og fremst um að ræða vaxandi rányrkju fiskimiðanna, skort á atvinnu- tækjum, lélegar samgöngur og fólksflutninga úr ýmsum sveitum og sjávarbyggðum. En því verður heldur ekki neitað, að aðstaðan hefur þó verið að batna á ýmsa lund. Atvinnutækin hafa víðast hvar orðið fullkomnari, fram- leiðsla aukizt með batnandi hag- nýtingu aflans, samgöngur orðið betri með ýmsum vegum og af- koma almennings tryggari. Sem betur fer er þetta staðreynd, sem Mjólkár í Arnarfirði, þar sem virkjuð verða 3600 hestöfl.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.