Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 4

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 20,00. Auknir skatíar. - Aukinn fóiksfiótti. Bæjarstjórn hefir nýlega lokið afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1955. Sú afgreiðsla hefir vakið furðu og gremju fólks úr öllum flokkum. Útsvarsæðið held- ur áfram fullum krafti. Útsvörin hækka nú um 82 þús- und krónur og fasteignaskattur er hækkaður um 196 þúsund eða um 400% frá því í fyrra og fasteignagjöld (lóðaleigur) um kr. 96.000.00. Samtals hafa því útsvör og skattar á hús- eigendur hækkað um 374 þús- und krónur á einu ári. í fyrra hækkuðu útsvör um 531 þús- und krónur, svo útsvör og aðr- ir skattar til bæjarsjóðs hafa þannig hækkað um 905 þúsund- ir króna á þessu kjörtímabili, þó ekki sé liðið nema tæpt ár frá síðustu kosningum. Það er eðlilegt að útsvör hækki í bæjarfélögum, þar sem fólkinu fjölgar og mikið er lagt til at- vinnumála. En hitt er annað mál og geigvænlegra, að í bæjarfélagi eins og okkar, þar sem fólksfækk- un hefir átt sér stað á undan- förnum árum, að þar skuli vera ætlað að leggja 905 þús. kr. skattahækkun, sem tekin er af tekjum fólks á aðeins tveimur árum, þegar það er athugað að útsvarsbyrði hér var meiri en víðast hvar annarsstaðar á land- inu. Það er skylda þeirra sem með völdin fara að búa ekki lakar að bæjarbúum hér en aðrir bæir, og gera allt sem hugsan- legt er til þess að sporna gegn flótta fólksins úr bænum. En meðan sú stefna ríkir hjá krötum og aðstoðarmanni þeirra að leggja hér á miklu hærri skatta en annarsstaðar þekkist þá. er það fyrst og fremst til þess að auka fólksflóttann, en ekki til að stöðva hann. Þetta er hættu- leg stefna, sem Sjálfstæðismenn hafa hvað eftir annað varað við, og hafa lagt sig fram við að benda meirihluta bæjarstjórnar á, að hugsa verður vandlega fyrir því að leita úrræða um spamað og lækkun útgjalda. öllum ábendingum Sjálfstæðis- manna í þessum efnum er illa tekið. Hrokinn og heimskan skip- ar æðsta virðingarsætið á kær- leiksheimili krata og framsóknar. Öllum lækkunartillögum Sjálf- stæðismanna við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar er vísað á bug. Hrokinn og heimskan hafa gersigrað meirihlutann í fyrstu lotu. I umræðunum um fjárhagsáætlunina bentu Sjálf- stæðismenn á með skýrum rökum að þessar álögur gætu lækkað verulega, rekstri bæjar- ins að skaðlausu. Meirihlutinn dró sig út úr um- ræðum eftir að forseti bæjar- stjómar hafði flutt sundurlausa og órökstudda ræðu um áætlun- ina, og framsóknarfulltrúinn hafði malað sig saddann um dá- semd og fjármálasnilli skatta- hækkunarpostulanna. Á ræður og skýr rök bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins var ekki hlustað, því að klíkufundur hafði fyrirfram á- kveðið að fella allar tillögur minnihlutans við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar, og þar við sat. Það vekur athygli að með til- komu milliflokksins i bæjarstjórn, sem lofaði kjósehdum sínum því fyrir kosningar að sýna sanngirni og bræða saman ólík sjónarmið, og skapa á þann hátt meira sam- starf í bæjarstjórn en verið hef- ir, Þá er sú stefna tekin upp að samþykkja enga tillögu minni- hlutans. Einmitt þessi postuli friðar og kærleika hefir trúlega staðið vörð um að skapa enn meiri deilur en voru, og á flest- um sviðum sýnt meiri rangsleitni en nokkur annar bæjarfulltrúi. Isfirðingar hafa sannarlega verið óheppnir með úrslit síðustu bæjarstjórnarkosninga. Samvinna hins deyjandi krataflokks og framsóknar, sem með blekkingum tókst að pota manni í bæjar- stjórn, virðist ætla að verða bæj- « arbúum dýr, þó aðeins sé búinn fjórði hluti þess tímabils, sem þessu liði er ætlað að stjórna bænum. En við Isfirðingar verðum að taka þessu óláni og hugsa um framtíðina með það efst í huga, að það er hægt að losa bæinn við völd þessara manna strax í næstu kosningum. Meirihlutavald þeirra í bæjarstjórn er byggt á miklum minnihluta meðal bæjar- búa, og þeir sem kusu framsókn og trúðu loforðum framámanna Heimildarlaus málshöfðun Bæjarsjóður tapar í undirrétti. Ætluðu að áfrýja málinu án samráðs við lögfræðing bæjarins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var nokkuð rætt um málaferli bæjarstjórans á ísafirði gegn ís- firðingi h.f., vegna gengismunar á Boston Deep Sea Fishing & Ice láninu. 1 því máli er nýlega fall- inn dómur í undirrétti og urðu úrslit málsins þau, að bæjarsjóður tapaði málinu, en málskostnaður var látinn niður falla. Á bæjarráðsfundi 30. f.m. var lagt fram endurrit úr dómabók bæjarfógetaembættisins á Isafirði varðandi þetta mál. Bæjarráðs- mennirnir Birgir Finnsson og Guttormur Sigurbjörnsson lögðu fram tillögu um, að málinu skyldi áfrýjað til Hæstaréttar, án þess að gefa nánari skýringu á því, hvaða rök þeir teldu liggja til þess, að úrslit málsins yrðu önn- ur í Hæstarétti en fyrir undir- rétti. Matthías Bjarnason, bæjar- ráðsmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þá fyrirspurn til bæjarstjóra um það, hvort lögfræðingur bæjarsjóðs, Jón P. Emils, hefði ráðlagt að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Upplýsti bæjarstjóri að ekki hefði verið leitað álits hans um það atriði. hennar, þeir fengu margir nóg af blekkingunum strax þremur til fjórum dögum eftir kosningar. Fylgið hrynur af fpamsókn. Svikin og blekkingarnar fá ill- an endi. Eftir stendur þessi staurblinda embættismanna- klíka atvinnuframsóknarmanna. Hugsjónir eiga þeir engar, áhuga- mál engin, aðeins að þjóna kröt- unum, flokki eymdarinnar, og fá góða bita fyrir atvinnugæðinga sína. Sjálfstæðismenn halda áfram baráttu sinni fyrir atvinnuum- bótum í bænum. Þeim er ljós sú staðreynd, sem við blasir, að hér þarf aukna framleiðslu, aukinn fiskiðnað og fleiri tog- ara. Fólkið hér stendur trú- lega við hlið Sjálfstæðismanna í umbótabaráttu þeirra. Þrátt fyrir kúgun og skattrán ráða- manna bæjarfélagsins, megum við ekki flýja bæ okkar. Við skulum vona og trúa að hér eigi eftir að verða gott að búa og þegar ár líða verði lsafjörð- ur bær blómlegra athafna. — ★ — Vesturland vonar að hið nýbyrj- aða ár færi Vestfirðingum góða afkomu cg óskar öllum lesendum sínum til lands og sjávar heil- brigði og ánægju á hinu nýbyrj- aða ári. . / Matthías Bjarnason benti þá meirihluta bæjarráðs á, að ekki væri úr vegi að leita umsagnar lögfræðingsins, sem flutt hefði málið fyrir bæjarsjóð, hvort á- frýjun málsins væri skynsamleg. Sá meirihluti bæjarráðs sig þá um hönd og breytti tillögu sinni í það horf, að umsagnar Jóns P. Emils yrði leitað um áfrýjun málsins. Má víst telja, að hvorugur bæjarráðsmannanna, Birgir eða Guttormur, hafi lagt ])að á sig að kynna sér forsendur og niðurstöðu undirréttardómsins, áður en þeir söindu tillögu sína um, að málinu skyldi áfrýjað, hvað þá að þeir teldu ástæðu til að leita umsagnar Iögfræð- ings til þess að byggja afstöðu sína á. Svo virðist sem þeim standi gjör- samlega á sama, þó að bæjarsjóð- ur verði fyrir óþarfa útgjöldum vegna tilefnislausra og þýðingar- lausra málaferla. Hitt meta þeir meira að standa í illdeilum og erjum við pólitíska andstæðinga og fyrirtæki er þeir stjórna. En það er fleira fljótfærnislegt við málaferlin gegn ísfirðingi h.f., en fimbulfambið við áfrýjun máls- ins til Hæstaréttar. Matthías Bjarnason spurði bæjarstjóra og meirihluta bæjarráðs, hvenær bæjarstjórn hefði samþykkt að höfða mál gegn Isfirðingi h.f. vegna gengismunarins á áður- nefndu láni. Það var leitað í bók- um bæjarráðs og bæjarstjórnar með logandi ljósi en hvergi var þar heimild til handa bæjarstjóra að finna til málshöfðunarinnar. Það er því upplýst, að málið er höfðað í algeru heimildarleysi og upp á eindæmi bæjarstjóra. Það er að sjálfsögðu á valdi bæjarstjórnar einnar að ákveða hvort bæjarsjóður höfði mál eða ekki. f lögum eða valdsviði bæjarstjóra er engin heimild til málshöfðunar fyrir hönd bæjarstjórnar í almennum einkamálum. Bæjarstjóra og meirihluta bæjar- ráðs varð illt við, er þeir höfðu staðið sjálfa sig að löglausum málaferlum og komu fram með fáránlegar afsakanir. Létu þeir bóka í bæjarráði, „að forsvarsmenn ísfirðings h.f. — tiltekið framkvæmda- stjóri félagsins, Ásberg Sig- urðsson — hafa óskað eftir að dómur gengi í málinu. Hafa bæjarfulltrúar meirihlutans tal- ið rétt að verða við þeirri ósk ... “

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.