Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.06.1956, Blaðsíða 2

Vesturland - 09.06.1956, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjamason og Sigurður Bjamason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 20,00. íslendingar eiga ótvíræðan eignarrétt á ðlln landgrunninu. Kommúnistar og mánudagsblað þeirra, Útsýn, hafa haldið uppi þeim þrotlausu ósannindum að ríkisstjórnin sé að slaka til í land- helgismálinu, og ætli að semja við Breta um afnám löndunarbanns- ins í Bretlandi með því að skuld. binda íslendinga til þess að færa ekki út landhelgislínuna, frá því sem nú er um langan tíma. Jafn- framt þessu er því óspart haldið á lofti, að ef löndunarbanninu verði aflétt þá ætli togaraeigendur að láta skip sín sigla á erlendan markað með allan sinn afla óverk- aðan. Það er ekki við öðm að búast af kommúnistum en ósannindum og fúkyrðavaðli og ærumeiðandi aðdróttunum í garð þeirra manna, sem mest og bezt hafa unnið í landhelgismálinu. En út yfir allt velsæmi tekur, þegar menn sem þó þykast tilheyra lýðræðisflokkunum í þjóðfélaginu eru famir að taka undir róg og illmælgi kommúnista í þessu stórmáli, sem á að vera hafið yfir allar pólitískar erjur og flokkadrætti. Á meðan hræðslubandalags- flokkarnir réðu stjórn landsins var ekkert gert til þess að færa út landhlegina, en það er ekki fyrr en áhrifa Sjálfstæðis- flokksins fer að gæta að skrið- ur kemst á þetta mál. Ráðherr- ar flokksins hafa haft alla for- ystu í baráttu íslendinga fyrir friðun fiskimiðanna og að þeirra tilstilli var árið 1948 samþykkt lög á Alþingi um vísindalega verndun fiskimið- anna. Allar aðgerðir í Iandhelg- ismálinu hafa síðan byggst á grundvelli þessara laga. Friðun síldarmiðanna fyrir Norðurlandi 1950 var þýðingar- mikil ákvörðun og útfærsla fisk- veiðitakmarkanna 1952 er þýðing- armesta skrefið sem stigið hefur verið til þessa í landhelgismálinu. Þeirri ákvörðun var fagnað af öllum sönnum fslendingum og kvöldið 14. maí 1952 urðu er- lendir sjómenn að innbyrða veiðarfæri sín á flóunum syðra og þungir á brún héldu þeir á dýpri mið. Á sama tíma fögnuðu íslenzkir sjómenn þessum ráð- stöfunum með því að draga þjóðfána sinn að hún á skipum sínum til þess að minnast þess að á miðnætti þetta sama kvöld var gengin í gildi hin nýju fisk- veiðitakmörk. Síðan þetta varð hefur margt gerst. Erlendar þjóðir sem í ára- tugi hafa stundað botnvörpuveiðar inn á íslenzkum flóum og fjörð- um hafa snúist öndverðar gegn okkur. Og Bretar, sem töldu sig vinaþjóð okkar, hafa beitt okkur hefndarráðstöfunum með því að setja á löndunarbann á ísfisk úr íslenzkum skipum sem ætla að selja afla sinn í Bretlandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt á það höfuð áherzlu að vinna raálstað okkar í þessum málum fylgis á alþjóðavett- vangi og fá aðrar þjóðir til að skilja gjörðir okkar og viður- kenna rétt okkar Sjálfstæðis- flokkurinn mun hér eftir, sem hingað til, aldrei hvika frá þeim fasta ásetningi að Islendingar eiga ótvíræðan eignarrétt að öllu landgrunninu, og það er nú vonandi skammt undan að stíg- ið verði nýtt skref í landhelgis- málinu og bíða Vestfirðingar þessa með óþreyju, því afkoma þeirra og framtíðarlífsbjörg byggist að verulegu leyti á því að það verði gert hið allra fyrsta. Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna að því að fá löndunarbanninu af- létt í Bretlandi en hefur aldrei komið til hugar að selja rétt þjóð- arinnar til framhaldsaðgerða í landhelgismálinu til þess að fá því Iétt af. Víðtækir markaðir fyrir útflutningsframleiðslu okkar eru nauðsynlegir því margt getur kom- ið fyrir og þá gott og skylt að hafa sem flestar leiðir opnar. Enginn maður með óbrjálaða dómgreind getur haldið því fram, að á sama tíma og flest- ar togaraútgerðir eru að koma sér upp eigin frystihúsum, sem kosta tugi milljóna króna, ætli að láta iðjuver sín standa ónot- uð, og senda togara sína með fiskinn óverkaðan á erlendán markað, ef löndunarbanninu verður aflétt í Bretlandi. Það er sæmra fyrir kommúnista og fylgisveina þeirra að þegja og Martinus Simson sjotugnr í dag Martinus Simson, ljósmyndari. Einn þeirra manna sem ég kynntist fljótlega eft- ir að ég kom hingað til bæjarins var M. Simson og hefir okkur síðan verið vel til vina. Hann er einn af þessum skemmtilegu fjölhæfu mönnum, sem eru sístarfandi, og hafa áhuga á mörgu, en er auk þess úthaldsgóður, með þau áhugamál sín er hann metur mest. Atvinna hans eftir að ég kynntist honum hefir lengstum verið Ijósmynd- un, en mér liggur við að segja að æfistarf hans sé annað, nefnilega að fegra og klæða landið. Hann er fæddur úti í hinni gróðursælu Dan- mörku og batt þar í æsku þá ást við gróðurinn sem enn end- ist. Það leið því ekki á löngu eft- ir að hann fluttist hingað þar til hann fór að fást við skrúðgarða- rækt. Hann byggði sér sumarhús hér inni í skógi og hóf þar rækt- un. Þar hefir um langt skeið verið hinn fegursti og fjölbreyttasti skrúðgarður, enda jafnan sýndur er góða gesti ber hér að garði, sem einstætt afrek landnámsmannsins Simson. Fyrir nokkrum árum var Sim- son búinn að fullrækta og marg- rækta garðinn sinn á Komustöð- um. Ýmsa hafði hann og stutt og leiðbeint við ræktun, einkum nut- um við góðs af leiðbeiningum hans nágrannarnir í skóginum. En þá fór hann að gerast óþol- inmóður yfir því hvg,ð seint gekk, reif þá í burtu gróðurhúsið sitt og hætta með öllu að æpa og rógbera þá menn sem haft hafa forystu í öllum aðgerðum í landhelgismálun- um og aldrei hafa látið sér til hug- ar koma að hvika um þumlung á rétti þjóðarinnar í þessu stórmáli. Islenzk sjómannastétt og allt annað andlega heilbrigt fólk, sem fylgst hefur með þessu máli fyrirlítur skrípaleik og róg kommúnista og aftaníossa þeirra í þessu máli og allt þetta fólk metur að verðleikum happasæla forystu Sjálfstæðis- flokksins í landhelgismálinu, sem hefur sannfært flestar þjóðir, sem vilja hlýða á mál- stað okltar Islendinga í þessu máli, að þessar aðgerðir eru nauðvörn lítillar þjóðar til þess að geta lifað inann- sæmandi lífi í sínu landi og notið þeirra gæða, sem hún á ein og þarf á að halda til þess að fæða og klæða öll landsins börn og tryggja tilverurétt sinn og sjálfstæði í framtíðinni. bylti um garðinum og breytti hon- um í plöntuuppeldisstöð og gaf síðan Skógræktarfélagi Isafjarð- ar. Eru nú í stöðinni um 40 þús. trjáplöntur. Af öðrum áhugamál- um Simson má geta þess, að um nokkurra ára skeið hefir hann fengist mikið við heimspeki m. a. þýtt bækur danska heimspekings- ins Martinusar. Um leið og við óskum afmælis- barninu, konu hans frú Gerdu Sim- son og öðru skylduliði hans hjart- anlega til hamingju vonum við að hann megi lengi enn dveljast með okkur fullur af áhuga, léttur í spori og léttur í lund. Kjartan J. Jóhannsson. Sporln hræða. Fyrir þingkosningarnar 1934 var atvinnuleysið orðið svo alvar- legt eftir margra ára stjórn Fram- sóknarflokksins, að öllum var orð- ið ljóst, að úr þyrfti að bæta. Þess vegna tók Alþýðuflokkurinn upp kjörorðið „vinna handa öllum“. Undir þessu kjörorði var síðan samið við Framsóknarflokkinn, „stjórn hinna vinnandi stétta“ sett á laggirnar og allt í þessu himna lagi fyrir verkamenn. Haraldur Guðmundsson orðinn atvinnumála- ráðherra og allt í blóma. En svo komu „bölvaðar stað- reyndirnar". . öllum hafði verið lofað vinnu, sem vinna vildu. En vinnan fór ekki vaxandi heldur minnkandi. Hópur þeirra, sem stóð og norpaði dag eftir dag í kringum vinnustöðvarnar varð æ fjölmenn- ari. Að sama skapi óx framfærslu- byrgðin. Undir stjórn hinna „vinn- andi stétta“ fengum við Islending- ar fyrst að kenna á því, hvílíkt böl atvinnuleysið er. Heldur Hræðslubandalagið, að íslenzkur verkalýður sé bú-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.