Vesturland - 09.06.1956, Blaðsíða 4
M
\-J &jsm a/essrFwzxm ssáGFsammmam
XXXIII. árgangur. ísafjörður, 9. júní 1956. 14. tölublað.
Framsýnir menn ísfirzkn
krataforingjarnir
Þegar Sjálfstæðismenn keyptu og létu setja upp dieselmótor-
inn í Rafstöðinni 1949, þá skrifuðu kratarnir í blað sitt Skutul:
„Það er því sýnl að það verSur a.m.k. ekki gjaldeyrissparnað-
ur öð því að leysa raforkumálið með olíumólorum.
Framtíðin mun svo sannfæra menn um það, hvort íhaldið
hefur slefnt rétl með þessu mótorkáki sínu í raforkumálunum,
en það er skoðun okkar jafnaðarmanna, að hér sé um að ræða
eiti af mörgum víxlsporum og mistökum fráfarandi meiri-
hluta.“
Og mánuði síðar segir sama blað:
„Við jafnaðarmenn fullyrðum, að það sé röng stefna, sem
núverandi meirihluti hefur tekið í raforkumálum bæjarins . . .
að framleiða rafmagn með mótorum og olíubrennslu.“
Vélakaup þessi hafa bjargað því að hér yrði stórkostlegur
raforkuskortur yfir vetrarmánuðina.
Það var áform Sjálfstæðismanna að auka dieselvélaorkuna
eftir því sem raforkuþörfin yrði meiri. Kratarnir voru því and-
vígir.
Svo er það í ársbyrjun 1955 að rafmagnsskortur er orðinn
vegna lítils vatnsforða fyrir vatnsaflsstöðvarnar, og orkufram-
leiðslan byggist þá að verulegu leyti á dieselmótornum, sem
Sjálfstæðismenn keyptu, en vegna vaxandi raforkunotkunar er
óhjákvæmilegt annað en bæta við nýjum mótor. Því fluttu Sjálf-
stæðismenn þá tillögu um kaup á 1000 hestafla dieselvél og var
þeirri tillögu, þrátt fyrir hið uggvænlega ástand í raforkumálum,
tekið þurrlega af helztu foringjum krata, en vegna þess að al-
menningur í bænum stóð með Sjálfstæðismönnum, þá urðu
kratar að sætta sig við að samþykkja þessi vélakaup, og nú er
þessi vél að koma.
Ákveðnar skoðanir og markviss barátta Sjálf-
stæðismanna fyrir umbótum í raforkumálum,
hafa knúið krataafturhaldið til þess að sam-
þykkja vélakaup til að tryggja f'ólk'nu og atvinn-
ulífinu í bænum raforku, og þe:r hafa orðið að
ganga frá sinni heimskulegu stefnu.
Úr bæ og byggð.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Erla Eiríksdóttir frá
Keflavík og Birgir Valdimarsson,
afgreiðslumaður hjá Flugfélagi Is-
lands, ísafirði.
Ungfrú Sæunn Sigurjónsdóttir
og Sigurður Jóhannsson, ísafirði.
Þá hafa fyrir nokkru opinberað
trúlofun sína út í Noregi Guðlaug
Hestnes frá Isafirði og Thor Bar-
stad.
Hjúskapur.
2. þ. m. voru gefin saman í
hjónaband í Reykjavík ungfrú
Gunnhildur Alexandersdóttir frá
Dynjanda í Jökulfjörðum og Torfi
Sölvason, stýrimaður frá Flateyri.
Afmæli.
Frú Kristín Benediktsdóttir,
ljósmóðir, kona Hallgríms Jóns-
sonar hreppstjóra á Sætúni í
Grunnavík varð sextug 5. þ. m.
Frú Kristín er fædd og uppalin
á Dynjanda í Jökulfjörðum og bjó
hún þar til ársins 1953 er þau
hjónin fluttu til Grunnavíkur.
Kristín hefir gegnt ljósmóður-
starfi í Grunnavíkurhreppi í 35 ár.
Breiðadalsheiðarvegur.
Fyrir rúmri viku síðan var veg-
urinn yfir Breiðadalsheiði gerður
fær fyrir allar bifreiðar og er nú
öll mjólk frá önundarfirði flutt
með bifreiðum.
Þorskafjarðarheiðarvegur.
Vegurinn yfir Þorskafjarðar-
heiði var fyrir nokkru mokaður,1
en er þó slæmur yfirferðar, eink-
um fyrir minni bíla.
Sérleyfisbifreiðar hafa farið
nokkrar ferðir og er áætlun þeirra
sem hér segir: Frá Reykjavík
þriðjudag og föstudaga, og eftir
komu bifreiðarinnar til Melgras-
eyrar fer Fagranes þaðan beint til
Isafjarðar.
Á miðvikudaga og laugardaga
fara bifreiðarnar suður og fara
frá Amgerðareyri strax eftir komu
Fagraness þangað, en héðan fer
skipið kl. 8 að morgni báða þessa
daga.
Togararnir.
Sólborg landaði hér 28. maí 89
tonnum af saltfiski og 57 tonnum
af ísfiski.
Isborg landaði 2. þ.m. 44 tonn-
um af saltfiski og 158 tonnum af
Isfiski.
Sólborg iandaði 4. þ.m. 42 tonn-
um af saltfiski og 91 tonni af ís-
fiski. Skipið fór til Reykjavíkur í
slipp í nokkra daga.
Gylfi landaði hér 6. og 7. júní
368 tonnum af ísfiski, aðallega
karfa. Aflinn fór að mestu til
vinnslu í hraðfrystihúsunum.
Skipið var við Grænland og var
veiði ágæt en tíðarfar mjög slæmt.
ísborg er væntanleg í dag.
Nokkrir togarar munu fara á
karfaveiðar og veiða fyrir fiski-
mjölsverksmiðjurnar, sem greiða
allar gott verð fyrir hráefnið, þeg-
ar undan er skilin verksmiðjan
hér á Isafirði, sem lækkað hefur
stórlega hráefnisverðið.
Hinsvegar er togaraútgerðin
mjög óánægð með karfaverðið til
hraðfrystihúsanna.
Skólaslit.
Frásögn af skólaslitum Tónlist-
arskólans og Húsmæðraskólans
bíður næsta blaðs vegna rúmleysis.
Vestfirðingar, sem tóku stýri-
mannaskólapróf.
Fyrir nokkru síðan var Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík slitið.
Að þessu sinni luku 50 nemendur
burtfararprófi frá skólanum, 21
úr farmannadeild og 29 úr fiski-
mannadeild.
Þessir Vestfirðingar luku prófi:
ÍJr farmannadeild:
Baldur Sigurðsson, ísafirði.
ÍJr fiskimannadeild:
Guðm. Jónsson, Dýrafirði.
Halldór Hermannsson, ísafirði.
Jónas Þór Guðmundss., Isafirði.
Halldór Brynjólfsson og
Sigurður Brynjólfsson, en þeir
fluttu héðan til Keflavíkur fyrir
nokkrum árum.
Jónas Þór var með næsthæstu
einkunn við fiskimannaprófið.
----oOo-----
íbúð
til leigu í Skipagötu 7.
ísfirðingar fagna góðum
gestum
Það er sjaldan að frægir og á-
gætir útlendir listamenn heim-
sæki okkur Isfirðinga. Það eru því
mikil tíðindi að hingað koma sex
hljóðfæraleikarar frá Bandaríkj-
unum og halda hljómleika í Al-
þýðuhúsinu miðvikudaginn 13. þ.
m. Þetta eru fimm karlmenn og
ein kona, og eru þau öll félagar í
„The Boston Symphony Orchestra“
Nokkrir menn úr þeirri hljómsveit
komu til Reykjavíkur s.l. sumar
og urðu svo hugfangnir af kom-
unni, að nú er hér á landi ellefu
manna hópur í kynnisferð um
landið og halda hljómleika á
nokkrum stöðum.
Þessi heimsókn sýnir betur en
flest annað þann vinarhug og þá
virðingu, er Bandaríkin bera til
Islands. Að við ísfirðingar kunn-
um vel að meta heimsókn þessa,
getum við vottað með því að
skipa hvert sæti í húsinu á mið-
vikudagskvöldið. Allir hér í bæ og
nágrenni munu óska þess af heil-
um hug, að þessi heimsókn verði
gestunum til ánægju, svo að þeir
minnist ísafjarðar alla ævi af
hlýhug og virðingu.
----oOo----
Sjómannadagurinn
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur hér á Isafirði, með líku
sniði og undanfarin ár. Þátttaka í
íþróttakeppnum dagsins var all-
mikil. Kalt var í veðri, og voru á-
horfendur því ekki eins margir
og oft áður. Hátíðahöldin hófust
á sunnudagsmorgun með því, að
hlýtt var á messu hjá sóknarprest-
inum, séra Sigurði Kristjánssyni.
Kl. 1.30 hófust hátíðahöldin við
höfnina, Lúðrasveit Isafjarðar lék
nokkur lög Marías Þ. Guðmunds-
son, formaður sjómannadagsráðs,
flutti ræðu, en síðan hófust í-
þróttakeppnir dagsins. Fyrst var
keppt í róðri togarasjómanna, og
sigraði A-sveit b.v. Isborgar, önn-
ur varð B-sveit sama skips. Fjórar
sveitir kepptu. Sérstaka athygli
fyrir gott áralag vakti róður sig-
urvegaranna, en sveitin var að
mestu skipuð Færeyingum. í róðri
bátasjómanna kepptu tvær sveitir
og sigruðu skipverjar á v.b. Gunn-
vör, og höfðu þeir jafnframt bezt-
an brautartíma. 1 róðri kvenna
sigraði sveit Húsmæðraskólans.
Keppt var í vírstangi og netahnýt-
ingu í þriggja manna sveitum, og
sigraði sveit af b.v. Sólborg í
vírstangi, en sveit frá b.v. ísborg
í netahnýtingu. I reiptogi sigruðu
skipverjar af b.v. Sólborg, einnig
sigruðu skipverjar af b.v. Sólborg
skipverja af b.v. ísborg í knatt-
spyrnu, með 4 mörkum gegn engu.
Um kvöldið var skemmtun í Al-
þýðuhúsinu: Birgir Finnsson hélt
ræðu, verðlaun voru afhent, einnig
var upplestur, söngur og leikþátt-
ur. Sigurður Pétursson, vélstjóri,
var sæmdur heiðursmerki dagsins.