Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 2
I 2 VESTURLAND Löndunarbanninu f Bretlandi aflétt. Utanrfkisráðherra Alþýðuflokksins ákveður að fresta enn útfærzln fiskveiðitakmarkanna. Þetta kallaði Skutull fyrir kosningar svik við málstað þjóðarinnar. Fréttatilkynning utanríkis- ráðuneytisins. í fréttatilkynningu, sem íslenzka utanríkisráðuneytið birti í blöðum og útvarpi hinn 15. þ. m., er skýrt frá því, að undírritaður hafi verið í París löndunarsamningur, sem gerður hefir verið milli íslenzkra og brezkra togaraeigenda. Er þar með aflétt löndunarbanni því á íslenzkum togarafiski, sem knúið var fram af brezkum togaraeig- endum haustið 1952 og verið hef- ir síðan. Óþarft er hér að rekja gang lönd- unardeilunnar milli Islendinga og Breta. Vestfirðingar þekkja svo vel gang þessa máls allt frá upp- hafi og þær tilraunir, sem ísl. rík- isstjórnin hefir gert, til þess að leysa þessa deilu, að slíkt er með öllu óþarft. Á árinu 1948 var sétt á stofn í París Efnahagssamvinnustofnun- Evrópu, en hlutverk þeirrar stofn- unar var m. a. að greiða fyrir auk- inni efnahagslegri samvinnu þeirra ríkja, sem þátt tóku í stofnuninni. Þegar sýnt var, að brezka stjóm- in sinnti í engu mótmælum ísl. ríkisstjórnarinnar gegn hefndar- ráðstöfunum brezkra togaraeig- enda og taldi sig hafa aðstöðu, til að hafa áhrif á gerðir þeirra, skaut ísl. ríkisstjórnin málinu til Efna- hagssamvinnustofnunarinnar. Inn- an þessara samtaka hefir síðan markvisst verið unnið að farsælli lausn málsins og einskis látið ófreistað í þeim efnum. Þáverandi sjávarútvegsmálaráð- herra, Ólafur Thors, flutti skýrslu um málið á fundi í ráði Efnahags- samvinnustofnunarinnar í des. 1952 og krafðist þess, að stofnun- in léti málið til sín taka á þann hátt, að löndunarbanninu yrði af- létt. Var á s.l. hausti skipuð óform- leg nefnd undir forsæti svissneska fulltrúans, M. Bauer, en fulltrúi íslendinga í þeirri nefnd var Pét- ur Benediktsson, sendiherra, sem sótt hefir málið fyrir Islendinga. Vann nefnd þessi að því, að finna leiðir út úr þeirri deilu, sem risin var. Leiddi starf nefndarinnar til farsællar lausnar deilunnar, sem endanlega var þó leyst með yfir- lýsingu ísl. ríkisstjórnarinnar um viss atriði varðandi fiskveiðitak- mörkin, sem birt var S.l. fimmtu- dag. í yfirlýsingu utanríkisráðherra segir svo: „1. Að enda þótt núgildandi íslenzk löggjöf mæli svo fyrir, að veiðarfærum (en ekki afla) sé búlkað innan fiskveiðitak- markanna, muni þau laga- ákvæði hér eftir sem hingað til ekki talin ná til erlendra fiski- skipa, sem orðið hafa að leita vars vegna illviðris eða annarra óviðráðanlegra orsaka . . . 2. Að engin ný skref verði stigin í sambandi við útfærslu fiskveiðitakmarkanna við fs- land, fyrr en umræðum sé lok- ið á næsta þingi Sameinuðu þjóðanna um skýrslu alþjóða- Iaganeíndarirmar." Skrípaleikur krata og kommúnista. Eftir þessar aðgerðir veröur mönnum ef til vill ljósari skrípa- leikur Alþýðuflokksins og Komm- Þegar hraðfrystihúsin fjögur hófu viðræður um stofnun togara- útgerðarfélags samþykkti Ragnar Ásgeirsson að taka þátt í þeim fyrir íshúsfélag fsfirðinga. Hann samþykkti einnig að Hafrafell yrði stofnað 11. maí. Saani Kagnar var kjörinn í neí'nd til að undirbúa stofnfund félagsins. Hann samdi ásamt meðnefndar- mönnum sínum frumdrög að lög- um og stofnsamningi og undir- skrifaði það og sendi til þeirra að- ila, sem ætluðu að taka þátt I fé- lagsstofnuninni. Um hvert atriði var fullt samkomulag. Hann undirritaði m. a. bréf til bæjarstjórnar, þar sem beðið er um 200 þús. kr. hlutafjárframlag. Þegar stofndagur Hafrafells 11. maí rann upp, boðaði Ragnar Ás- geirsson loks stjórnarfund í fs- húsfélagi ísfirðinga, og var hann haldinn 2 stundum áður en stofn- fundur skyldi hefjast. Þá breytti Ragnar um tón. Þá var enginn pen- ingur til að leggja í togaraútgerð únistaflokksins í þessu áli. Nú bera þessir flokkar sameiginlega ábyrgð á þeim aðgerðum, sem þeir fyrr á árinu kölluðu „verzlun með frið- unarlínuna“, og þegar meira var viðhaft, „landráð." Eru mönnum enn í fersku minni árásir þessara flokka á Sjálfstæðisflokkinn og þá einkum Ólaf Thórs, í sambandi við þetta mál. Enginn maður mun hafa furðað sig á óhróðri kommúnista, en þeir munu fleiri, sem hafa furð- að sig á órökstuddum dylgjum málgagna Alþýðuflokksins og ekki hvað sízt málgagns hans hér á ísa- firði, Skutuls. Fyrir síðustu al- þingiskosningar fyllti Skutull þó mæli synda sinna, er hann hugðist fleyta frambjóðanda sínum, dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, á þing með stanzlausum níðskrifum um þá menn, sem mest og bezt höfðu unn- ið að farsælli lausri þessara mála. Skulu hér tilfærð nokkur um- mæli úr blaðinu Skutli, sem sýna ljóslega, hvernig ritstjóri Skutuls, Birgir Finnsson, hugðist gera „svikin í landhelgismálinu" að flotholti fyrir Alþýðuflokkinn. I Skutli 19. janúar s.l. segir Birgir Finnsson: „Nú er spum- ingin sú, hvort ríkisstjórn okkar ætlar að reynast svo ógæfusöm, ofan á allt annaö, að hafa þessar raddir að engu. Hvort hún ætlar að gera rétt okkar í landhelgis- málinu að verzlunarvöru fyrir þá fáu og skammsýnu togaraeigend- og loks samþykkti hann ásamt sálufélaga sínum að flytja tillögu um að fresta stofnfundi félagsins, sem hann sjálfur hafði samþykkt að halda 11. maí. Hann mætti svo á stofnfundi. Þar var frestunartillaga lians felld. Hann einn greiddi henni atkvæði. Svo gekk hann út. Eftir þetta liefur Hafrafell hvað eftir annað óskað eítir svari ís- liúsfélags ísfirðinga um þátttöku i félaginu, en Ragnar Ásgeirsson hefur aldrei Iagt málið fyrir stjórnarfund. Hann hefur skort drenglyndi til að koma fram eins og drengjum sæmir. En út yfir allt tekur árás lians á stofnaðila Hafrafells, þar sem hann útilokar lsfirðing ,frá þátttöku í nýrri félagsstofnun og ætlar af náð að leyfa hinum þátt- töku innan þrengri ramma en öðr- um hliðstæðum fyrirtækjum er boðið. Þessi framkoma er gott sýn- ishorn af manni, sem telur sig „stóran" framsóknarmann. ur, sem kunna að sjá sér einhvern stundarhagnað í því, að láta skip sín sigla með aflann til Bret- lands ..." Um kröfu Bréta að meiga leita hér vars með óbúlkuð veiðarfæri, aðeins ef þeir tilkynna það áður ísl. yfirvöldum í skeyti, sem Guðm. í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra Alþýðuflokksins, hefir nú lýst yfir að leyft skuli, segir Birg- ir Finnsson í Skutli 25. febrúar s.l. „Hvað þýðir þá þessi krafa Breta? Hún jafngildir því, að opna íslenzka landhelgi, ekki aðeins fyrir brezka togara, held- ur einnig fyrir aðra erlenda tog- ara og íslenzka togara. Hún þýðir J)að, að landhelgisgæzl- unni muni verða gert illkleift að gæta landhelginnar.“ ÞAÐ MÁ ÞVl ÖLLUM LJÓST VERA, AÐ BIRGIR FINNSSON TELUR, AÐ FLOKKSBRÓÐIR HANS, GUÐMUNDUR 1. GUÐ- MUNDSSON, HAFI MEÐ YFIR- LYSINGU SINNI OPNAÐ ÍSL. LANDHELGINA FYRIR ER- LENDA OG INNLENDA VEIÐI- ÞJÓFA. Það getur stundum verið óheppi- legt, að vera of fljótur á sér og er furðulegt, að ábyrgir menn, eins og Birgir Finnsson, vill sjálfur teljast skuli leyfa sér, að nota jafn viðkvæmt milliríkjamál, eins og landhelgismálið er og verður, til æsingaskrifa, sem algjörlega eru vanhugsuð. Hefir Vesturland margsinis varað ritstjóra Skutuls við að hefja kapphlaup við komm- únista í óábyrgum blaðaskrifum um þetta mál. Hámark fíflskunnar. Hámarki sínu náðu skrif þessi þó í Skutli, eftir að Gunnlaugur Þórðarson tók að. skrifa um land- helgismálið í blaðið. Hann sagði í Skutli 1. júní s.l.: „ . . . íhaldinu er hvorki trúandi fyrir forsjá þessa máls (landhelgismálsins) né annarra, velferðarmála þjóðarinn- ar, því að þegar á herðir er ekki að vita nema íhaldið láti hagsmuni íslenzku þjóðarinnar þoka fyrir hagsmunum annarra.“ Þ. e. vænt- anlega Breta. Þegar nær dregur kosningunum hefir kappinn sótt í sig veðrið, og kemst hann þá svo að orði í Skutli: „Ef þið kjósið íhaldið, þá leggið þið blessun ykk- ar yfir svik íhaldsins í landhelgis- málinu.“ 1. júní var ekki að vita, nema íhaldið myndi svíkja mál- stað þjóðarinnar í landhelgismál- inu, en 22 dögum síðar var íhaldið búið að svíkja þjóðina. Þegar löndunardeilan hefir nú verið leyst með yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar og löndunar- samningnum, er ekki óeðlilegt, að Isfirðingar spyrji forseta bæjarstjórnar, hvort skrif hans og dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hafi verið eintóm markleysa, til Gott spishorn af „stórum“ framsóknarmanni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.