Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 6

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 6
I 6 VESTURLAND Skorað á ríkisstjórnina að greiða íyrir hraðfrystibúsabyggingum. Þeir Kjartan J. Jóhannsson, Emil Jónsson, Friðjón Skarphéð- insson, Bjöm Jónsson og Björgvin Jónsson, hafa flutt svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjómina að hraða, svo frekast má verða, nauðsynlegri fyrirgreiðslu varðandi lántökur til þess að fullgera þau hrað- frystihús, sem nú em í smíðum í landinu. Jafnframt heimilast ríkis- stjórninni að ábyrgjast allt að 80% af kostnaðarmatsverði hraðírystihúsanna, enda komi þá einnig til ábyrgð bæjar- og sveitarfélaga fyrir þeim hluta lánanna, sem er umfram 60%. 1 greinargerð, sem fylgir tillög- unni er skýrt frá því að mjög erf- iðlega gangi að Ijúka byggingu hraðfrystihúsa, sem nú eru í smíð- um í landinu vegna fjárskorts og séu frystihúsbyggingar bæði í Hafnarfirði og á Akureyri nú þeg- ar stöðvaðar af þessum sökum. Er bent á hið mikla tjón sem af þessu stafar, þar sem þegar er búið að festa í byggingum þessum tugmilljónir króna og við þessar framkvæmdir er tengd atvinna mikils fjölda fólks. Flest þeirra hraðfrystihúsa, sem eru í byggingu í landinu munu hafa leitað til ríkisstjórn- arinnar um fyrirgreiðslu, því lánsfé hefur verið ófáanlegt um hríð. Ríkisstjórnin heíur enga úrlausn látið í té, en sem kom- ið er og eru þessar framkvæmd- ir því að stöðvast með öllu. Þingsályktunartillaga þessi mun því vera flutt til þess að herða á aðgerðum ríkisstjórnar- innar í þessum málum. II llll III il 1111111111111111111111II llllllllllllllllllllllllllllllllllill III111111111111111111111111IIIIII111111111III || Ii;i IIIIIIII |!ll II llllll^|llllli;i;.i;i ll Logtak Lögtak hefir verið úrskurðað á eftirtöldum gjöldum ársins = | 1956: | Fasteignaskatti, tekju- og eignarskatti, tekjuskattsviðauka, 1 I stríðsgróðaskatti, almannatryggingaiðgjaldi, slysatryggingarið- = | gjaldi, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi, bifreiðaskatti, lesta- og | | vitagjaldi og söluskatti. 1 | Lögtök verða hafin fyrir gjöldunum, ásamt dráttarvöxtum, þeg- | | ar átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar hafi 1 | gjöldin ekki verið greidd eða samið um greiðslu á þeim. Skattgreiðendur eru því alvarlega áminntir um að greiða.gjöld- | 1 in nú þegar. = | Bæjarfógetinn á ísafirði. | Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu 26. október 1956. " Jlllillilllllll IIII IIIIIIIIIIIIMIIIllllllllllllllllltllllllllllllllllIllllllllllllllllllIlllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllIBItlllllIIIIIllllllllllllIlllllllllll lllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIHIIIIJ^l Tilkynning. 1 Nr. 22/1956. § Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð á = | smjörlíki sem hér segir: 1 Staks teinar. Niðurgreitt: Öniðurgreitt:: Heildsöluverð ............... kr. 5,50 kr. 10,33 Smásöluverð ................. — 6,30 — 11,30 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 30. október 1956. f Verðgæzlustjórinn. | ll|!l|lllllllll||!llllllllllllllllllilfjllllllillllllúlllllllíl|||||||||||||l|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||llllllllllllllllllllli|||||lllllllii IIOIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllílllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Aðalfundur í Prentstofunnar Isrún h.f. verður haldinn að Engjavegi 22, mið- | vikudaginn 5. desember n.k. kl. 9 e. h. 2 Dagskrá samkvæmt félagslögum. | | Isaf."ði, 16. nóvember 1956. | Stjórnin. | iim iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinr iiiiiiiiiiiiiiiuUi.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiijiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiitiJ. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför 1 | GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR, | I Hnífsdal. § Ásgerður Jensdóttir, börn og tengdabörn. 1 liillllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllilllllHllllllillllllllllllllllllIllllllllllllllilllllllllllHlllllllllÍllllllllllIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Nú er ég kátur nafni minn. Skutull, málgagn Alþýðuflokks- ins, kom út 7. þ. m. og hafði þá ekki komið út síðan fyrir kosning- ar. Fjörkippurinn sem blaðið tók varð til vegna þess að ísfirðingur h.f. hafði sótt um ábyrgð bæjar- sjóðs fyrir 600 þús. kr. reksturs- láni. Togaraútgerðir annara bæj- arfélaga hafa aftur fengið fleiri milljóna króna framlög til að halda úti skipum sínum. Ósköp getur moldin rokið í logninu. Birgir Finnsson smjattar af ofsagræðgi á því að forráðamenn Isfirðings hafi þurft „að leita ásjár núverandi bæjarstjórnar- meirihluta“. Hugsið ykkur. Isfirð- ingur varð að leita til herra Birg- is Finnssonar um aðstoð!!! Þessa dýrðarljóss, sem leyst hefur erfið- leika Samvinnufélagsins með því að selja 5 báta þess úr bænum og fengið stórar fúlgur úr bæjarsjóði til reksturs bátanna og ekki þær minnstu meðan Sjálfstæðismenn fóru með forystu bæjarmálanna. ísfirðingur hefur lagt bæjarfélag- inu til það mikið fé með fram- leiðslu sinni að hann átti það inni að bæjarfélagið ábyrgðist 600 þús. kr. og jafnvel þó ábyrgðin hefði verið tífalt hærri. Birgir Finnsson getur þessvegna sparað sér mont- ið. Skóarinn og gulldiskurinn. Stefán uppgjafaskóari, sem nú vinnur í elliheimilisdeild bæjar- skrifstofunnar, mætir öðru hvoru á bæjarstjórnarfundum, glopraði því út úr sér í ræðu um togaramál- ið, að kommarnir hefðu fært íhald- inu tvo togara á gulldiski með stofnun Isfirðings, en nú ætlar Bjarni Guðbjörnsson að færa kröt- um tvo togara á gulldiski og með því hefur hann lokið hlutverki sínu í bæjarstjóm og staðið sig vel. Varð Bjarni afar skömmustu- legur yfir þessum uppljóstrunum uppgj af askóarans. Byltingarafmælið féll niður. Kommar hafa komið saman hér í bænum 7. nóvember undanfarin ár og minnst rússnesku byltingar- innar. Þar var Stalín, sem leysti þjóðemisvandamálið, sungið lof og dýrð. Þar var fagnað frelsi fólks- ins í járntjaldslöndunum og sæl- unni í ríkjum kommúnismans. Ungverjaland var þá fyrirmyndar- ríki. Þar sem alþýðan var ánægð og lifði við kostakjör. Þar var talað um frið. Blóðsút- hellingar drápstæki og stríðsæði var fordæmt. Dóri frá Gjögri og Guðmundur Ámason hlupu um bæinn og báðu menn að skrifa undir friðardúfu-ávarpið víðfræga. Nú hefur dúfuhreyfingin látið til skarar skríða. Rússneskir morð- vargar brytja niður saklaust fólk í Ungverjalandi og flytja það táp- mesta af æskulýð landsins úr landi til Sovétríkjanna í þrældóm. Jafnvel Dóri frá Gjögri og Guð- mundur Árnason sáu þess kost vænstan að láta byltingarafmælið og „friðarviljann“ falla niður. En hefur ásetningur þeirra og Rússa- þjónkun nokkuð breytzt? FRIMERKI Notuð íslenzk frímerki kaupi ég hærra verði en aðrir. William F. Pálsson Halldórsstaðir, Laxárdal, S. Þing. CLINCON utanborðsmótorar 2% og 5% ha. Nánari upplýsingar gefur Finnur Th. Jónsson, Bolungavík. Olíukyndingartæki (notað) er til sölu nú þegar. Nánari upplýsingar gefur Jónas Tómasson. Bæstingakona óskast í Skátaheimilið. — Upplýs- ingar gefa Marías Þ. Guðmunds- son og Hafsteinn O. Hannesson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.