Vesturland - 09.12.1959, Blaðsíða 1
<3£R® a/es&FwzoufiH S3íteFssi£$»smjicm
XXXVI. árgangur.
ísafjörður, 9. desember 1959.
31. tölublao.
Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins oo Alþýðuflokksins
Megin verkefni hennar er að skapa heilbrigt
efnahagslíf og auka framleiðsluna AlþÍDflí ffCSÍðð
Samkomulag tókst með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum um myndun ríkisstjórnar undir forsæti Ólafs
Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins og tók hún við völd-
um sama dag og Alþingi kom saman.
Þegar forseti fslands hafði lýst
því yfir að Alþingi væri sett flutti
Ólafur Thors forsætisráðherra
þingi og þjóð yfii’lýsingu um
starfa, skiptingu og stefnu hinnar
nýju ríkisstjórnar og komst m. a.
svo að orði.
Það er meginstefna ríkisstjórn-
arinnar að vinna að því að efna-
hagslíf þjóðarinnar komist á
traustan og heilbrigðan grundvöll
og þannig að skilyrði skapist fyr-
ir sem örastri framleiðsluaukn-
ingu og allir hafi áfram stöðuga
vinnu. í því sambandi leggur rík-
isstjórnin áherzlu á, að kapp-
hlaup hefjist ekki á nýjan leik
milli verðlags og kaupgjalds og
þannig verði haldið á málum að
ekki leiði til verðbólgu.
Til þess að tryggja, að þær
heildarráðstafanir, sem gera þarf,
verði sem réttlátastar gagnvart
almenningi hefur ríkisstjórnin
ákveðið:
1) að hækka verulega bætur al-
mannatrygginganna, einkum fjöl-
skyldubætur, ellilífeyri og örorku-
lífeyri.
2) að afla aukins lánsfjár til
íbúðabygginga abnennings.
3) að koina lánasjóðum at-
vinnuveganna á traustan grund-
völl.
4) að endurskoða skattakerfið
með það fyrir auguin fyrst og
fremst að afnema tekjuskatt á al-
mennar launatekjur.
Varðandi verðlag landbúnaðar-
afurða mun reynt að fá aðila til að
semja um málið sín á milli. Ella
verður skipuð nefnd sérfræðinga
og óhlutdrægra manna, er ráði
fram úr því.
Stefna ríkisstjórnarinnar í land-
helgismálinu er óbreytt, eins og
hún kemur fram í samþykkt Al-
þingis hinn 5. maí 1959.
Ólafur Thors, l'orsætisráðherra,
lagði frain á Alþipgi fyrir nokkr-
um dögum, tillögu til þingsálykt-
unar um að Alþingi veiti samþykki
sitt til þess að fundum þingsins
verði frestað til 28. janúar.
Frestunartillaga þessi er flutt af
því tilefni að verið er að rannsaka
ástand efnahagsmálanna og ríkis-
stjórnin vinnur að því að gera sín-
ar tillögur um lausn á þeim og
hyggst leggja þær fyrir Alþingi
þegar það kemur saman að nýju.
Þ'essi frestunartillaga var sam-
þykkt á þingi s.l. mánudagskvöld
með 33 atkv. gegn 27. Hin sainein-
aða stjórnarandstaða konnnúnista
og Framsóknar lagðist af miklu
offorsi gegn tillögunni og vildu
þeir láta þingið hanga aðgerðar-
laust eða lítið starfandi á meðan
unnið er að tillögum til lausnar
efnahagsvandamálunum.
Frá ríkisráðsfundi er ráðuneyti Ólafs Thors tók við. Talið frá vinstri: Gunnar Tlioroddsen, fjármálaráðherra, Ingólfur Jónsson
landbúnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsinálaráðherra, Ölafur Tliors, forsætisráðherra, Ásgeir Asgeirsson, forseti fslands,
Guðmundur I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Emil Jónsson, félagsmálaráðlierra, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra.
Fyrir aftan er ríkisráðsritari. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)