Vesturland - 09.12.1959, Blaðsíða 4
Staksteinar
71MB
«3GR® a/eS&FMZXXFl 8dáGFS3Æ®)SmXm
XXXVI. árgangur. Isafjörður, 9. desember 1959. 31. tölublað.
Jóhann J. Eyfirðingur
Nokkur kveöjuorö
Úr bæ og byggð.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína:
Þorgerður Hermannsdóttir, Hnífs-
dal, og Gunnar Valdemarsson,
bóndi, Heydal, Mjóafirði.
Helga María Kristjánsdóttir,
Bolungavík, og Ólafur Vilhjálms-
son, Isafirði.
Elsa Hjördís Hjörleifsdóttir,
Hnífsdal, og Kristmaun Gunnars-
son, Húsavík.
Fjóla Ölafsdóttir, ísafirði, og
Sigurður Kristinsson, Reykjavík.
Kristjana Kristjánsdóttir, Hnífs-
dal og Halldór Ingi Hallgrímsson,
Reykjavík.
Andlát.
Gísli Sæmundsson, frá Ögri lézt
af slysförum í Reykjavík hinn 1.
desember s.l.
km
Gísli heitinn var við vinnu við
nýju flugturnsbygginguna á
Reykjavíkurflugvelli er slysið vildi
til, en þar var hann verkstjóri.
Hann lætur eftir sig konu og
eina fósturdóttur.
Þjóðgarðsvörður.
Séra Eiríkur J. Eiríksson, prest-
ur og skólastjóri að Núpi í Dýra-
firði hefir nýlega verið skipaður
þjóðgarðsvörður.
Hann var fyrst aðstoðarprestur
sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á
Núpi, en varð prestur þar er hann
hætti störfum fyrir aldurs sakir.
1Á
Aflabrögð.
Afli línubáta hefir verið ágætur
á haustvertíðinni. Hafa bátamir
aflað allt að 15 tonnum í róðri.
Héðan verða gerðir út fleiri bát-
ar á vetrarvertíð en undanfarna
vetur og verða þá væntanlega
komnir tveir nýir bátar í viðbót.
Báta þessa er báða verið að sækja
um þessar mundir. Annar þeirra
er byggður í Austui’-Þýzkalandi en
hinn í Vesturþýzkalandi.
«111111111111111111111111II! IIIIII llillll IIIIII lll IIIIIIIIIIII llllllllllll III
Nýkomíð
Sjónaukar kr. 1990,00
------- — 1255,00
Myndavélar — 1075,00
------- — 752,00
Stækkunargler — 41,00
------- — 48,50
------- — 97,00
B ó k ab ú ð
Matthíasar Bjarnasonar
ísafirði
/•llllllllllllllll|llllllllllllllllll■llllllll■lllll■lilllllllllllllll■l!■lll
Feitt og gott
í jólapott,
Fæst á Engjavegi 6
eftir kl. 6 á kvöklin.
Jóhannes Jakobsson.
IIIIIIIIHIIIIIIIIII llllllllllll IIIIIIIII l!l IIIIIIIIIII1111111111111111111
Jarðarför Jóhanns J. Eyfirðings
fyrmm kaupmanns fór fram frá
ísafjarðarmkirkju 29. október s.l.
Jóhann Eyfirðingur var í áratugi
einn af fremstu borgurum þessa
bæjar. Hann var óvenju duglegur
maður, kjarkmikill, áræðinn,
bjartsýnn og með framúrskarandi
starfsvilja. Jóhann var geðþekkur
maður, hjálpsamur og greiðvikinn
við alla þá sem til hans leituðu.
Jóhann Jónsson Eyfirðingur var
fæddur 26. apríl 1877 að Hofi í
Svarfaðardal, og ólst þar upp.
Snemma hneigðist hugur hans til
sjómennsku og hóf hann kornung-
ur sjómennsku á hákarlaskipum.
Hann fluttist til Bolungavíkur
1903 og gerðist þar formaður og
var talinn þar með aflasælustu for-
mönnum. Þar hóf hann síðan verzl-
un og gegndi jafnframt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir hreppsfélag
sitt.
Hingað til Isafjarðar fluttist
hann 1916 og var hann hér um
langt árabil einn af mestu athafna-
Fréttir frá Sjálfsbjörg
Aðalfundur var fyrir nokkru
haldinn í Sjálfsbjörg, félagi fatl-
aðra á Isafirði.
Eign félagsins nemur 33 þús. kr.
Stærstu fjáröflunarliðir voru
hlutavelta, basar og ársgjöld fé-
laga. Stjórnin var endurkjörin, og
er hún þannig skipuð: Trausti Sig-
urlaugsson, formaður, Ingibjörg
Magnúsdóttir, ritari, Trausti
Magnússon, gjaldkeri, Sigrún Ein-
arsdóttir og Gestur Loftsson, með-
stjórnendur.
Nú bíður mikið verkefni félags-
ins að útbúa húsnæði, sem það hef-
ir fengið í íþróttahúsinu, en þar
mun vera rúm fyrir stóra stofu,
lítið eldhús og geymslu. Húsnæði
þetta á að nota til starfsemi
Sjálfsbjargar, s. s. til fundahalda
og annarrar félagsstarfsemi, tóm-
stundaiðju og fyrirhugaðra vinnu-
kvölda, og getur þetta því, ef vel
tekst til, orðið vísir að vinnustofu
þeirri, sem félagið leggur kapp á
að koma upp. 1 því skyni hefir fé-
lagið fest kaup á rennibekk, full-
kominni saumavél og prjónavél og
nokkru magni af efni, bæði garni
og lérefti, og einnig basti og tág-
um til föndurvinnunnar.
mönnum þessa bæjar á sviði verzl-
unar og útgerðar. Hann átti um
skeið sæti í Bæjarstjórn ísafjarð-
ar og tók mikinn og virkan þátt í
félagsmálastarfi.
Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Salome Gísladóttir
og áttu þau hjón sex börn. Hún
lézt 1920. Síðari kona hans er Sig-
ríður Jónsdóttir kaupkona. Heim-
ili þeirra hjóna var hlýtt og gott
og þangað komu margir og þar
þótti öllum gott að koma og vera.
Það var mikið áfall fyrir atorku-
mann eins og Jóhann, þegar hann
missti heilsuna fyrir nokkrum ár-
um og varð að hætta störf-
um. En hugur hans var eftir sem
áður við störf og athafnir.
Með fráfalli Jóhanns J. Eyfirð-
ings er í valinn fallinn einn stór-
brotnasti borgari þessa héraðs sér-
stakur og eftirminnilegur persónu-
leiki. Samferðamenn hans munu
geyma minningu hans, sem atorku-
manns og góðs drengs sem ávallt
sýndi þeim er minnst máttu sín
velvild og hjálpsemi.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns og góða ísfirzka borgara.
M. Bj.
Þörf hugvekja
Jónas Haraldz, hagfræðingur,
hélt aðalræðuna á fullveldisfagn-
aði háskólastúdenta 1. desember
síðastliðinn.
Brá hann upp ljósri mynd af
efnahagsmálum Islendinga, eins og
það blasir við á fimmtán ára af-
mæli hins íslenzka lýðveldis.
Sú mynd, sem hann brá upp var
ófögur. Forystumönnum þjóðar-
innar hefur ekki komið þetta á
óvart því að þeim hefur, öðrum
fremur, verið kunnugt um hvað
framundan væri ef ekki yrði
spymt við fótum í tíma.
Ræða Jónasar hefur nú þegar
vakið nokkrar deilur meðal stjórn-
málamanna.
En sú staðreynd blasir þó við að
taka verður allt efnahagskerfi
þjóðarinnar til rækilegrar endur-
skoðunar og afnema það helsjúka
hafta og uppbótakerfi, sem fyrir
löngu hefur gengið sér til húðar.
Við verðum að treysta því að
forystumenn þjóðarinnar taki með
Skrípaleikur á Alþingi.
Þingmenn Framsóknar og kom-
múnista hafa haldið uppi málþófi
á Alþingi frá því það kom saman.
Málin sem hafa verið lögð fyrir
eins og bráðabirgðafjárgreiðslur
næsta árs og framlenging nokk-
urra laga, sem lögfest eru til eins
árs og alltaf hafa farið umræðu-
laust í gegnum þingið, hafa mál-
skrafsskjóður stjórnarandstöðunn-
ar notað til að halda ræður,
klukkustundum saman um óskyld
efni.
Lengst í þessari vitleysu hafa
gengið Eysteinn Jónsson og Einar
Olgeirsson og hafa þeir orðið sjálf-
um sér til skammar, að svo miklu
leyti sem þar er hægt við að bæta
og Alþingi til vansæmdar að við-
hafa þar slík fíflalæti.
Alþingi frestað.
Ástæðan fyrir bægslagangi
stjórnarandstöðunnar í sölum Al-
þingis er sú ein að þingmenn
stjórnarandstöðunnar neita að við-
urkenna þá staðreynd að íslenzka
þjóðin hefir hafnað forystu þeirra.
Hún er sammála um að eitthvað
verði að gera til að forða þjóðinni
frá gjaldþroti. Til þess treystir
hún sízt kommúnistum og aftaní-
ossum þeirra, framsóknarmönn-
um.
Það, sem ríkisstjórnin vildi með
því að fresta Alþingi til janúarloka
var að forða því frá þeirri skömm
að sitja vikum saman aðgerðar-
laust eins og meðan vinstristjórn-
in sat að völdum.
Þennan tíma hyggst hún svo
nota til að semja tillögur til úr-
bóta á þeim efnahagsvandamálum,
sem þjóðin á nú við að etja.
Alþingi á heimtingu á því að
rikisstjórnin bvii þessar tillögur
sem bezt úr garði. Þann kostinn
hefur hún og valið og þessvegna
var Alþingi frestað frain yfir ára-
rnótin.
o o o
Landshaupdrætti
Sjálfstæðisflokksins
Drætti í happdrættin liefur ver-
ið frestað til 15. janúar n. k.
Sjálfstæðisfólk, sem fengið hef-
ur happdrættismiða til sölu er vin-
samlegast beðið að gera skil hið
fyrsta.
Eflið S.jálfstæðisflokkinn. Kaup-
ið miða í glæsilegasta happdrætti
ársins.
diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiii
festu á þessum málum og beri
gæfu til að finna framtíöarlausn
á þessum vanda.
Ræða Jónasar Haralz hefur vak-
ið marga til umhugsunar um það
hvað sé framundan ef haldið verð-
ur áfram á sömu braut. Það má
því með sanni segja að ræða hans
hafi verið þörf hugvekja.