Vesturland - 09.12.1959, Blaðsíða 2
2
VESTURLAND
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Matthías Bjamason.
Skrifstofa Uppsölum, sími 193.
AJgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti
12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00.
------------------------------------------------------------~---->
.iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Auglýsing
Samkvæmt ósk bæjarráðs auglýsist hér með, að öll umferð I
| bíla og annara farartækja um íþróttavöllinn á Grund er strang- |
1 lega bönnuð.
| Isafirði, 10. nóvember 1959. |
LÖGREGLUSTJÓRI.
■ I'l,'|l|ll'lillllllllllllllMIIIIIIIII IIIII1111111111111111111111111 lllllllllllllllllllll II llll II llllllllllllllllll III1111111111111111111111II iiiiiiiiiiiihTi
Staðreyndirnar, sem við blasa
Síðustu alþingiskosningar sýndu
að íslenzka þjóðin vildi ekki fela
einum stjómmálaflokki að fara
með stjórn landsins og var því
óhjákvæmilegt annað en að flokk-
ar gengju til samstarfs um mynd-
un ríkisstjómar.
Framsóknarflokkurinn, sem einn
tapaði þingmönnum, þrátt fyrir
fjölgun þingmanna úr 52 í 60, hef-
ur með framferði sínu síðustu ár-
in dæmt sig úr leik. Bæði Sjálf-
stæðismenn og Alþýðuflokksmenn
hafa orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með samvinnu við Framsókn-
arflokkinn á undanfömum árum,
vegna yfirgangs forystumanna
hans og óheilinda í öllu samstarfi.
Innan Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins var enginn hljóm-
grunnur fyrir samstarfi við komm-
únista, enda ógerlegt að ganga til
samstarfs við þann flokk af mál-
efnalegum ástæðum.
Eins og ástandið er í stjóm-
málum Iandsins var það eðli-
legast að Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn mynduðu
ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar
gátu frekast náð málefnalegri
samstöðu, því Alþýðuflokkur-
inn hafði mjög breytt um stefnu
frá því sem var.
Þetta stjórnarsamstarf tókst
nokkuð greiðlega og þessir tveir
flokkar standa að þeirri ríkis-
stjórn, sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafur Thors, hefur
myndað fyrir nokkru síðan.
Ríkisstjórnarinnar, sem nú hef-
ur tekið við, bíða mörg verkefni
úrlausnar. Ástand og horfur í
efnahagsmálunum eru miklu al-
varlegri en almenningur gerir sér
ljóst.
Verðgildi Islenzku krónunnar
er sífellt minnkandi. Skráð
gengi hennar er stórlega falsað.
Skuldir þjóðarinnar við erlend
ríki hafa hækkað ár frá ári.
Þjóðin eyðir ár eftir ár miklu
meira en hún aflar.
Svo eru til menn, sem vilja
halda því fram, að það sé allt í
lagi í þessu þjóðfélagi og engra
breytinga sé þörf. Þeir rökstyðja
mál sítt með því að hér sé næg at-
vinna og allir sem vilja og geta
unnið hafi nóg á milli handanna.
En hversvegna hafa allir nóg? Það
er vegna þess að þjóðin hefur ver-
ið að taka hvert eyðslulánið á
eftir öðru hjá öðrum þjóðum, til
þess að komazt hjá að draga sam-
an seglin í eyðslunni innanlands.
En það kemur að skuldadögum.
Afborganir og vextir af inn-
lendum lánum eru nú senn orðnir
10 til 11 af hundraði af útflutn-
ingverðmæti þjóðar okkar.
Hver hugsandi maður getur
spurt sjálfan sig þeirrar spurning-
ar hvemig fyrir honum fari ef
hann eyði árlega tugum þúsunda
fram yfir það sem hann aflar.
Fyrst í stað tekst honum oftast að
fá lán á eigin spýtur eða með hjálp
vina og velunnara. En fyrr en síð-
ar kemur að skuldadögum og þá
stendur hann uppi slyppur og
snauður og gjaldþrotið blasir við.
Líkt er nú komið fyrir þjóð okk-
ar, ef ekkert verður að hafst.
Ríkisstjórnin og flokkar þeir
sem að henni standa vinna nú af
kappi að því að leggja niður fyr-
ir sér hvernig skuli mæta þeim
erfiðleikum sem við blasa.
Höfuð atriðið til lausnar þess-
um erfiðleikum er að tryggja
starfsgrundvöll útflutningsat-
vinnuveganna, afnema hið
háskalega styrkja og úppbóta-
kerfi. Vinna íslenzka fram-
leiðslu meira í landinu og gera
útflutningsverðmæti hennar
meira. Draga úr eyðslu og ó-
hófsf járfestingu og koma á
stöðugu verðlagi, sem er trygg-
ing þess að sparif járeignin geti
aukist. Kaupgjaldið verður að
fara eftir getu útílutningsat-
vinnuveganna hverju sinni.
Til þess að bjarga þjóðinni út úr
þessum erfiðleikum, sem hún nú
er í, þurfa allir þjóðhollir menn að
sameinast. Það er ekkert sérmál
ríkisstjórnarinnar eða þeirra
flokka sem að henni standa. Það er
mál allrar þjóðarinnar, allra hugs-
andi Islendinga.
Við Islendingar höfum mikið
gert og margt hefur vel tekist -—
en við höfum haldið óskynsamlega
á okkar efnahagsmálum og úr því
þarf að bæta. Ef við sameinumst
um það og leggjum okkur fram
þá mun úr rætast og við þurfum
þá ekki að skerða lífskjör okkar
nema litillega í bili.
Aukum framleiðslu okkar og
íramleiðsluverðmæti þá höldum
við áfram okkar góðu lífskjör-
um.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllli;illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Auglýsing
| um breyttan útlánatíma Bæjar- og héraðsbókasafnsins, ísafirði. |
| Ú11 á n verða eftirleiðis sem hér segir: I
| Þriðjudaga kl. 8y2—10 e. h. (ekki 5—7). f
Miðvikudaga kl. 5—7 — Föstudaga kl. 8%—10.
| Lestrarsalurinn er opinn: |
| Þriðjudaga kl. 4—7 — Fimmtudaga kl. 8x/2—10 e. h.
| Laugardaga kl. 4—7 e. h. |
1 Aðgang að lestrasal hafa allir, sem náð hafa 16 ára aldri og |
| fylgja settum reglum. Þeir, sem yngri eru geta þó fengið undan- |
| þágu bókavarðar, ef sérstaklega stendur á, þó aldrei yngri en |
= 12 ára. =
| B ÓKAVÖRÐUR.
•"lllllllllUIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllnT
llllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllíillllllllllllllllll'
Starfsstúlkur
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði vantar nokkr-
| ar starfsstúlkur nú þegar og við næstu áramót. |
■ llllllllllllll■ll■lllllllllll■lllll■ll■ll■lllll■lllllllllll■llllllllllll!l|lllll■ll■ll■lllll■llllllllllllll■lllllllllll■ll■llllllllllllll■ll|||llllll■llllllll■
fiiiiililiiiliiiiiiiiiiiiiiBi>aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiicaiiiiii 111111111111111111
{ fitvegsmenn og smábátaeigendnr }
Vanti ykkur vél í bátinn, þá er Bolinder Munktel Diesel-vélin, |
| gangviss, sparneytin fjórgengisvél, bezt fyrir smærri báta, og 1
| Pento Volvo fyrir stærri báta. |
| Spyrjist fyrir um verð hjá
| Aðalsteini Jónssyni, Aðalstræi 9, fsafirði, =
eða aðalumboðinu,
| Volvo-umboðið, Reykjavík. |
i^lllll'lllltllliKIKIIIIIIIIIIIIIIIIIi'l l•l■llllllllllllll■ll■llll|lllllllllllllllllilllltl■||■||||||||||||||■||■|||||||t|||||||||||||||||||||||||||||| m
| -iiiAufji^aa; ‘oj ?g uossuop f) |
- ‘gigoquinfBQE ega |
| ‘igjijusj ‘g ijæajsi'Bgv ‘uossuojp uuiajsiugv
jnja3 jeSuts/iddfi |
| •tmijnisgiaaSjB jnuiure>[s
•Bjfq buuoj 08—02 W&i Sjasjs SapjæH |
•BfjaAgoCcj uindins jBAfCsjngJOH jb Bjnm I
| uinjojs i rua jæcj •jadniBH 3o ([aApsatQ si3uoSiaj Sua3Sæq) f
| Supoji[ SnuiaQ giCpA bc[ ‘gidiqs i [3A sigiapiuios jnqq^ ijuba
| 'gijjoAJBpjis njsæu jijáj gi |
| -diqs i uiuioq as uiqqojqjjBjq gB ‘ss jSSXjj gB oas ‘buiij i unjuod |
| gipuas ‘Bjgu gjajgaui go igiaABjouguuq bj[b jijXj gS[U/CsgnBu Ja |
mwiqpJTOiloj
lllllllllllllllllll IIIIII llllll IIIIIIIIIIIIIIIII llllill IIIIIIIIIII llllll 114 lllllil IIIIIIIIIII ■IIIIIIHMIIMIIIIIItMBIII 111111111111111111111111111111111111111