Vesturland - 16.06.1961, Blaðsíða 2
2
VESTURLAND
Eioar Ágúst Guðmundsson
klæðskerameistari
Minningarorð.
Það voru mikil ótíðindi, sem mér
bárust í önnur lönd, að Einar
klæðskeri væri dáinn. Að vísu var
mér fullkunnugt um að hiann hefði
ekki gengið heill til skógar um
árabil. Allt að einu kom andláts-
fregn þessa ágæta manns mjög að
óvörum. Svo hressilegur var hann
í framgöngu og umsvifamikill við
störf sín að trúlegra var að hon-
um myndi endast líf og heilsa enn
um hrið. Þó kann að vera að þessi
háttvísi maður hafi dulið aðra
veikindi sín, að hann hafi oft á tíð-
um verið þjáðari en hann vildi
vera láta. Enginn má sköpum
renna og víst er um það ;að örlög-
um sínum mætti Einar með höfð-
íngsskap til orðs og æðis sem svo
mjög einnkenndi hann aHa tíð.
Einar Ágúst Guðmundsson var
fæddur að Skáholti í Reykjavík 31.
ágúst 1894 ,sonur Guðmundar Guð-
mundssonar og konu hans Sigur-
veigar Einarsdóttur. Ungur að ár-
um flutti Einar til Isafjarðar þar
sem hann hóf nám í klæðskeraiðn
hjá Þorsteini Guðmundssyni, klæð-
skerameistara. Að loknu námi þar
sigldi Einar til Danmerkur til
framhaldsriáms í iðn sinni og
dvaldi ytra d fimm ár. Lauk hann
þar meistaraprófi. Að lokinni Dan-
merkurdvöl lá leið hans enn á ný
til Isafjarðar, þar sem hann
skömmu síðar stofnsetti klæð-
skerafyrirtæki og karlmannafata-
verzlun ásamt Kristjáni Tryggva-
syni, klæðskerameistara. Að því
vann hann alla tíð síðan til dán-
ardægurs.
Þann 30. apríl 1929 kvæntist
Einar Þuríði Vigfúsdóttur, Gests-
sonar járnsmiðs í Hafnarfirði og
konu hans Steinunnar Jónsdóttur.
Lifir hún mann sinn ásamt tveim
uppeldisdætrum þeirra hjóna, Sig-
rúnu, sem gift er Yngva Guð-
mundssyni rafmagnseftirlitsmanni
og Sigríði gift Jónasi Helgasyni,
vélstjóra.
Einar Guðmundsson var fríður
maður sýnum og föngulegur. Hann
var höfðinglegur í aUri framgöngu
svo af bar, prúður og festulegur.
Viðmótsþýður og elskulegur en
fastur fyrir og aHharður í hom að
taka ef honum var í einhverju mis-
boðið. Á sínum yngri árum tók
Einar allmikinn þátt í félagsstarf-
semi á ísafirði, svo sem í leikstarf-
semi og sönglífi staðarins og var
í hvorutveggja mjög hlutgengur.
Einar fylgdi Sjálfstæðisflokknum
iað málum og varð þar engu um
þokað. Þótti hann hinn bezti liðs-
maður þar í sveit.
Einar var mikill gæfumaður.
Hann eignaðist hina ágætustu
konu sem var honum samhent og
einhuga í öUu ævistarfi. Heimili
þeirra var eitt það myndarlegasta,
sem ég hefi gist ,og ég fullyrði að
allir þeir, sem því kyimtust, munu
ljúka upp einum munni um að þeir
hafi ekki á öðrum stöðum átt betra
og elskulegra atlæti.
HeimHið, börnin og síðar barna-
bömin voru honum aUt í öllu. Þeim
helgaði hann starf sitt og um-
hyggju með þeim hætti, að hvergi
veröur fundin á hin minnsta mis-
smíð.
Einar var mikijl eljumaður og
stundaði ÖH störf sín af kostgæfni
og heiðarleik. Það má hverjum
manni augljóst vera að jafn náin
samvinna um áratuga skeið sem
var með þeim Einari og Kristjáni
Tryggvasyni hefði ekki getað
blessast nema fyrir það að þar
áttu hlut að máli góðir menn og
gegnir, heiðarlegir og tillitssamir.
Ég hygg að vandfundin sé svo löng
samvinna sem jafn ágæt hefur
verið.
Oflof er háð, en það munu eng-
ir menn mæla, sem þekktu Einar
klæðskera, að honum hafi verið
lagt hér til né annarsstaðar, meira
lof né fegurri vitnisburður en hann
átti skilið.
Ég þakka honum fyrir mig og
mína, sérstaklega fyrir konuna
mína, sem hann alla tíð var sem
hinn elskulegasti faðir.
Isafjörður hefir misst einn af
sínum svipmestu og beztu borgur-
um nú þegar Einar Guðmundsson
er allur. Það er góð ósk til handa
Isafirði að hann eignist marga
slíka heiðursmenn til starfs á
staðnum. Isfirðingar munu minn-
ast Einars klæðskera með þökk og
virðingu og svo mun um alla aðra
sem eitthvað til þessa ágæta
manns þekktu.
Sverrir Hermannsson.
Er við Isfirðingar, kveðjum nú
einn okkar ágætasta samborgara,
Einar Ágúst Guðmundsson, klæð-
skerameistara, langar mig að
senda honum örfá kveðjuorð, og
þakka alla hans vinsemd og tryggð
við mína f jölskyldu í þrjá tugi ára.
Ég hafði oft heyrt Einars getið
áður en ég flutti hingað og alltaf
að góðu einu, og varð, sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum er ég kynnt-
ist honum og hans góðu konu,
Þuríði Vigfúsdóttur.
Heimili þeirra hjóna var eitt hið
gíæsilegasta hér í bæ, og gest-
risni með afbrigðum — hvort held-
ur að komið var til þeirna hér í
bænum, eða í hinn fallega sumar-
bústað þeirra í Tunguskógi. Og
Kristmann 6. Jónsson
tiskkaupmaöur
Minningarorð
Kristmann G. Jónsson andaðist
í Landsspítalanum í Reykjavík 28.
apríl s.l. og fór jarðarför hans
fram frá ísafjarðarkirkju 9. maí.
Kristmann veiktist í október s.l.,
en var alveg rúmliggjandi á heim-
ili sínu frá fyrri hluta janúarmán-
aðar og þangað til að hann var
fluttur suður á Landsspítala síðari
hluta marzmánaðar.
Hann var fæddur 1. janúar 1906
í Kálfavík í ögurhreppi og voru
foreldrar hans Guðbjörg Krist-
mannsdóttir og Jón Björnsson. Að-
það veit ég, að hans verður sárt
saknað af öllum Skógarbúum. Þar
er nú höggvið stórt skarð, sem
ekki verður auðvelt ;að uppfylla.
Skyldi ekki fleirum en mér
þykja dapurlegra að ganga fram
hjá Hafnarstræti 6 og fá ekki að
sjá Einar oftar í búðinni sinni,
kinkandi kolli með bros á vör. Ég
var orðin því svo vön ,að líta inn
um gluggann á leið minni fnamhjá,
það var eins og það legði birtu og
yl á móti manni er Einar leit út.
Og ekki ósjaldan, kom hann út á
tröppuna eða að vegfarandinn fór
inn og spjallað var um daginn og
veginn.
Já, það er svo margs að minnast
og allar eru minningarnar á einn
veg, bjartar og hugljúfar, eins og
maðurinn sjálfur. Enda hafði Ein-
ar óvenju fagra og fágaða fram-
komu. Hann var í senn virðulegur,
en þó svo hlýlegur í viðmóti, að
af bar.
Það sannast hér eins og svo oft
áður, að það er skammt á milli
gleði og sorgar, milli lífs og dauða.
Er við vinir þeirra hjóna sátum hið
stórrausnarlega hóf, sem haldið
var í tilefni sextíu ára afmæli frú-
Framhald á 5. síðu.
eins níu ára að aldri fór hann frá
foreldrum sínum til Björns Guð-
mundssonar, kaupmanns hér í bæ
og þar ólst hann upp. Ungur gerð-
ist hann verzlunarmaður í verzlun
Björns Guðmundssonar og þar
starfaði hann í mörg ár. Síðar
eignaðist hann bát og rak smá-
bátaútgerð í nokkur ár, en í all-
mörg ár hefur hann haft með
höndum fiskkaup og harðfiskverk-
un. Kristmann Jónsson var heim-
ilisvinur á heimili foreldra minna
frá barnsaldri og náinn vinur
Charlesar bróður míns öll þeirra
uppvaxtarár og var hann talinn af
öllum einn tryggasti og bezti vin-
ur okkar sem okkur þótti innilega
vænt um, eins og um góðan bróð-
ir væri að ræða, enda sýndi hann
okkur alltaf einstaka tryggð og
vináttu til hinztu stundar.
Kristmann Jónsson var myndar-
legur maður, skyldurækinn í störf-
um sinum og vildi og stóð eigin
fótum og hvergi kunni hann betur
við sig en við sinn eigin atvinnu-
rekstur. Hann var hjálpsamur við
aðra og vildi þeim vel sem minnst
máttu sín. Fastur var hann fyrir í
skoðunum og lét ekki hlut sinn
þegar á hann var leitað. En innst
inni bjó viðkvæmur og hjartahlýr
maður sem naut vinsælda hjá þeim
er honum kynntust en mest þeirra
er bezt þekktu hann.
Kona Kristmanns er Björg Jóns-
bertsdóttur, Kristmann og Jens,
sitt 1932 og hafa búið hér alla sína
búskapartíð. Þau eiga fjóra syni
uppkomna: Jón, verkstjóra hér í
bæ, kvæntur Huldu Jónsdóttur,
Guðbjörn, skipstjóra í Súganda-
firði, kvæntur Ingibjörgu Frið-
bertsdóttur, Kristmann og Jens,
verzlunarmaður báðir í foreldra-
húsum. Björg var manni sínum
samhent og i'eyndist honum eins
og bezt verður á kosið og stund-
aði hann með sérstakri umhyggju
í veikindum hans allt þar til að yf-
ir lauk. Synir þeirra eru mynd-
ar- og mannkostamenn og verður
því eigi annað sagt, en að þau
hjón hafi verið hamingjusöm í líf-
inu.
Með fráfalli Kristmanns er
genginn góður borgari sem mjög
er saknað af konu, sonum, öðru
skylduliði og vinum, en eftir lifir
minningin um góðan dreng og
tryggan vin. Ég flyt Björgu, son-
um hennar og öllu skyldfólki inni-
legustu samúðarkveðjur mínar og
minna.
Vertu sæll Kristmann minn og
Guð blessi þig í þínum nýju heim-
kynnum.
M. Bj.