Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 16.06.1961, Qupperneq 6

Vesturland - 16.06.1961, Qupperneq 6
6 VESTURLAND ísafjörður 16. júni 1961. Leiksýningar hlnwmcja'ihátíb a& /ZaJjHseijli /7. fúm' /96/ Jón Sijjurðsson 17. júní 1811 -17. júní 19!il DAGSKRA: Kl. 14,00 Hábíðin sett. Sturla Jónsson, hreppstjóri. Ó, gnð vors lands, ó, lands vors guð. Matthías Jochumsson skáld. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Minni Jóns Sigurðssonar. Ásgeir Ásgeirsson, fórseti. Söngur. Jón Sigurðsson í Ijóðum hirðskálda sinna. Flytjandi: Halldór Kristj ánsson, bóndi. Minni Jóns Sigurðssonar. Guðm. Ingi Kristjánsson, skáld. Söngur. Minni Islands. Jón Ölafsson, prófastur. Söngur. HLÉ. Kl. 17,00 Iþróttasýning. Stjórnandi Sigurður Guðmundss. Skemmtiþáttur. Ásmundur Guðmundsson. Þjóðdansar. Dans. Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar. Hátíðinni stitið. Söng annast Kirkjukór Þingeyrar. Stjórnandi: Baldur Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri hátíðarnefndar er Sturla Jónsson. Finnbjorn Hermannsson M i n n i n g . Gullna hliðið. Ungmannafélag Bolungarvíkur og Kvenfélagið Brautin settu á svið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Leikritið sýndu þeir nokkrum sinnum í Félagsheimilinu í Bolung- arvík, á ísafirði og víðar um Vest- firði. Þótti Bolvíkingum takast mjög vel með leikinn. Leikinn setti á svið Gunnar Bóbertsson Hansen. Aðalpersónur í leiknum eru Jón kotbóndi, sem leikinn var af Sig- urði E. Friðrikssyni, Kerling Jóns, sem leikin var af Ósk Guðmunds- dóttur og Óvinurinn, sem leikinn var af Benedikt Þ. Benediktssyni. Aðrir leikendur, sem fóru með smærri hlutverk voru: Björn Jó- hannesson, Hildur Einarsdóttir, Halldór Halldórsson, Karvel Pálmason og Gunnfríður Rögn- valdsdóttir. Gjöf in: Leikfélag ísafjarðar lék leikrit- ið Gjöfina eftir Mary Lumsden. Leikstjóri var Eyvindur Erlends- son. Persónur og leikendur voru: Sir David Crossley, augnlæknir: Haukur Ingason. Lafði Elísabet Læknaskortur . . . Framhald af 8. síðu. þessarar tillögu telja því, að einskis megi láta ófreistað til þess að ráða fram úr þessu vandamáli. Hugsanleg úrræði. Meðal þeirra úrræða, sem þeir telja að til greina geti komið í þeim efnum, eru hagstæðari kjör lækna í hinum afskekktustu og fá- mennustu læknishéruðum, full- komnari og betri læknisbústaðir í þessum héruðum, betri samgöngu- tæki til þess að ferðast um hin strjálbýlu héruð og ráðning lækna- stúdenta í ríkara mæli en áður hef- ur tíðkazt til þess að gegna til bráðabirgða störfum í þessum lítt eftirsóknarverðu læknishéruðum. Ennfremur telja flm., að til greina geti komið ráðning erlendra lækna eða hjúkrunarmanna til þess að annast læknisþjónustu eða hjúkr- unarstörf til bráðabirgða í þessum héruðum. Sú leið mun að vísu með öllu ókönnuð, en ekki virðist þó úr vegi að rannsaka hana áður en til fullkominnar uppgjafar kemur gagnvart þeim vanda, sem hér er við að etja. Ellihcimili í strjálbýlinu. Þá hefur sú hugmynd einnig Crossley: Laufey Maríasdóttir. Júlía: Ebba Dahlmann. Justin Allister: Kristjana Jónsdóttir. Frú Saunders, ráðskona Crossleyhjón- anna: Hulda Gígja. Leikritið er gott og hefur leik- stjóra tekizt vel við sviðsetningu þess, og fóru leikendur vel með hlutverk sín. Leikurinn var sýnd- ur hér á ísafirði og í mörgum þorpanna á Vestfjörðum. Orustan á Hálogalandi: Leikflokkur frá íþróttafélaginu Stefni og Kvenfélaginu Ársól í Súgandafirði sýndi leikritið Orust- an á Hálogalandi. Leikur þessi er mörgum kunnur og er hvívetna vel tekið. Leikstjóranum Erling E. Hall- dórssyni þótti takast vel leikstjórn. Persónur og leikendur voru: Hermann Hermannz: Hermann Guðmundsson, Vilmundur Sveins- son: Guðmundur A. Elíasson, Zakaríus Torfason: Jón Kristjáns- son, Anne Lísa Hansen: Kristín Friðbertsdóttir, Hekla: Sigrún Sturludóttir, Angela : Lovísa Ibsen, Haukur Friðbertsson og Elín Giss- urardóttir léku börn Hermannz- hjónanna og Sollu lék Maríanna Hallgr í msdótti r. verið sett fram, að stofnun elli- og örorkuheimila á hentugum stöðum í strjálbýlinu með fastráðnum læknum gæti einnig orðið til þess að auka möguleikana á útvegun lækna í hin læknislausu héruð. Virðist eðlilegt og sjálfsagt að at- huga, hvort sú hugmynd sé fram- kvæmanleg. Það er skoðun flm., að hér sé um mikilvægt heilbrigðis- og mannúðarmál að ræða. Fólkið í hinum st.rjálbýlustu héruðum á ekki síður rétt á því en annað fólk í landinu að njóta læknishjálpar, þegar slys eða veikindi ber að höndum. Þess vegna ber samfélag- inu að horfast í augu við þá stað- reynd, að hér er sérstakra og rót- tækra ráðstafana þörf. U o o Staksteinar Framhald af 8. síðu. framsóknarmenn hafa hingað til villt á sér heimildir. Þeir þykjast ýmist vera bændaflokkur, mið- flokkur eða vinstri flokkur eftir því, sem bezt hentar hverju sinni. Þeir eru úlfurinn í sauðargærunni. Finnbjörn Hermannsson, verzl- unarmaður á ísafirði andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu hinn 7. apríl s.l. Hann var fæddur að Læk í Aðalvík 20. júní árið 1878 og var hann því tæplega 83 ára þeg- ar hann lézt. Foreldrar Finnbjörns heitins voru Hermann Sigurðsson, bóndi, og Guðrún Finnbjarnardótt- ir, kona hans. Hann fluttist til Hesteyrar árið 1896 og starfaði þar hjá útibúi Ásgeirsverzlunar til árisins 1902 er hann flutti til ísa- fjarðar. Þar starfaði hann hjá sömu verzlun allt þar til hún var seld árið 1918. Þá fluttist hann aftur til Hesteyrar og gerðist verzlunarstjóri hjá Hinum samein- uðu íslenzku verzlunum. Til ísafjaröar fluttist hann aft- ur árið 1922 og átti þar heima allt til dauðadags. Eftirlifandi kona Finnbjörns er Elísabet Jóelsdóttir frá Valshamri á Mýrum. Eignuðust þau hjónin fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, Margrét, gift Kristjáni Tryggvasyni, klæðskerameistara á ísafirði, Sigurður, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Vilhelmínu Vilhjálmsdóttur, Jón Hjörtur, prentari í Reykjavík, kvæntur Jensínu Sveinsdóttur og Ámi, við- skiptafræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur. Finnbjörn heitinn stundaði verzlunar og skrifstofustörf þau ár, sem hann var búsettur hér á

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.