Vesturland - 15.05.1962, Blaðsíða 2
2
VESTURLAND
mmmm
\'J &CR8 'JsmjFrRxxim suaaFxntæisHmm
&GR» 2/sssrFmzxjm stmcFxr/ausHmm
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðfinnur Magnússon.
Afgreiðsla og auglýsingar: Ilafsteinn 0. Hannesson, Ilafnarstræti
12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00.
Skrifstofa Uppsölum, sími 232.
Hin samvirka forusta um bjrggingu
300 þúsund krónur hafa horfið í eyðsluhítina.
Hafa ekki börnin og ung
lingarnir gieymst ?
ÁRIÐ 1954 fluttu bæjurfulltrú-
ar sjálfstæðismanna tillögu i
bæjarstjórn um byggingu nýs
barnaskólahúss og skyldi und-
irbúningi liraðað svo að bygg-
ingarf rumkvæmdir gætu hafizt
árið 1955.
Þessa tillögu felldu fram-
sóknarkratar, en samþykktu
þess í stað tillögu um að fela
fræðsluráði að athuga málið.
Þessi athugun hefur nú
staðið yfir í 8 ár undir
„hinni skeleggu forustu‘
formanns fræðsluráðs.
Á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
fyrir árið 1960 voru teknar inn
til barnaskólabyggingar 100
þúsund krónur og árið 1961
200 þúsund krónur.
Samkvæmt tillögu sjálfstæð-
ismanna, — sem bæjarstjórn
samþykkti, var ákveðið að
leggja framlög þessi á sérstak-
an reikning, svo að féð væri
handbært þegar framkvæmdir
hæfust.
Bæjarstjórinn hefur svik-
ist um að fara eftir sam-
þykkt bæjarstjórnar og hef-
ur hirt þessar 300 þús. kr. í
eyðsluhítina.
Framlagið á f járliagsáætlun
fyrir árið 1962, 300 þúsund kr.,
lwerfur sjálfsugt sömu leið.
Slík eru vinnubrögð bæj-
arstjórans og þetta heitir á
máli tætingsliðs Halldórs frá
Gjögri „ráðdeild og athafna-
semi.“
Þannig er búið aö
vatnsveitunni
VA TNSVEITUNA vantar til-
finnanlega geymsluhúsnæði.
Vatnsrör liggja úti á víða-
vangi hálfgrafin í jörð og eng-
in örugg geymsla hefur verið
fyrir rörasamsetningar, vatns-
mæla, krana og ýmislegt unnað
verðmæti, sem vatnsveitan á og
verður jafnan að eiya til við-
gerða og endurbóta.
Vatnsveitustjórinn hefur marg-
ítrekað ósk um að fá öruggt
húsnæði fyrir þetta verðmæti
og hefur bent á aö luifnarsjóð-
ur eigi húsnæði í Neðstakaup-
stað, sem lilvalið sé að vatns-
veitan fái til afnota.
Samvinnuf élag Isfirðinga
hefur haft umrætt húsnæði
á „leigu“ og gegmir þar leifar
frá útgerðarárunum. Ilúsaleig-
una liefur „hinn ráðdeildar-
sami“ forstjóri sjálfsagt greitt
skilvíslega á bæjarskrifstofuna
— eða hvað?
Bæjarstjórinn hefur upplýst
að hann liafi óskað þess, sam-
kvæmt tilmælum bæjarráðs,
að liiísnæðið yrði rýmt fyrir
vatnsveituna.
Ilvað á Birgi Finnssyni að
haldast það lengi uppi að láta
ekki húsnæðið af hendi?
— □—
FURÐULEGAR BLEKKINGAR
Framhald af 1. síðu.
ísfirzkir kjósendur. Gerið sam-
anbnrð á fullyrðingum Vestfirð-
ings og þeim staðreyndum, að
verkfræðilegur undirbúningur að
stækkun bátahafnarinnar er aðeins
á byrjunarstigi.
Blekkingar Vestfirðings hæfa
koinmúnistum vel og lýsa vel
vinnubrögðum þeirra, enda eru
]>ei r allsstaðar eins, hvort sem ]>eir
eru búsettir vestan eða austan
járntjalds.
Kosningabarátta, sem háð er
með staðreyndafölsunuin að vopni,
verður ekki sigursæl Halldóri frá
Gjögri og hirðmönnum hans.
Isfirzkir kjósendur munu því
hafna hræðslubandalagi þríflokk-
anna og kjósa D-Iistann.
X D
Tek enga saumavinnu fyrr en
eftir miðjan ágúst.
GUÐBJÖRG MAGNtfSDÓTTIR
Hlíðarvegi 29.
HVERSVEGNA eigum við ekki
fleiri leikvelli? Allsstaðar í bæjum
og kauptúnum þar sem umferð er
mikil, 'þykir sjálfsagt að bæjarfé-
lögin sjái um, að til séu vel út-
búnir leikvellir fyrir yngstu borg-
arana. Við eigum einn leikvöll. Er
þetta nóg? Nei, alls ekki. Leikvell-
Kristjana Magnúsdóttir
ir þyrftu að vera minnst fjórir,
og þannig staðsettir, iað þægilegt
sé fyrir fólk að nota þá. Einn
stór og vel útbúinn völlur í neðri
bænum. Annar staðsettur ofan við
bæinn. Engjavegur og Hlíðarvegur
eru með barnflestu götum í bæn-
um, mikil umferð um báðar göt-
urnar, og oft mesta mildi að ekki
verða slys þegar bílar þrengja sér
gegnum barnamergðina. Það má
kannske segja, að stutt sé fyrir
litlu börnin sem við þessar götur
búa, upp í hlíðina ofan við götuna
úr umferðarhættunni, en getum
við búist við að þau uni sér þar,
nema því aðeins að þar verði kom-
ið fyrir leiktækjum fyrir þau, og
einhver sé þar til að gæta þess að
þau hætti sér ekki ein út í umferð-
ina.
íbúar við báðar þessar bam-
mörgu götur gætu notað sameigin-
lega, vel staðsettan leikvöll ofan
við bæinn. Inn með öllum Selja-
landsvegi færist byggðin. Þar býr
fólk með ung börn. Þetta fólk þarf
líka reit fyrir börnin sín, þar sem
þeim er óhætt. Ég held að það sé
fyrst og fremst að þakka bílstjór-
um í bænum, að ekki hafa orðið
aivarleg umferðarslys á börnum.
Er rétt að láta við það sitja og
vona að ekki verði slys? Slíkt er
óhæfa.
Eymrtúnsvöllurinn er góður,
svo langt sem hann nær, en að
hafa hann einan er hvergi nærri
nóg.
Þegar börnin svo vaxa upp úr
leikvöllunum þarf enn að hugsa
um þau. Það þarf nauðsynlega að
koma á sumarvinnu fyrir börn og
unglinga, sem eru of ung til þess
að taka þátt í framleiðslustörfum.
Nú á ég ekki við að bærinn sjái
algerlega um uppeldi barna stig
af stigi, heldur hitt, að forráða-
menn hans komi til móts við for-
eldra og hjálpi þeim við uppeldi
barnanna, með því að skilja hvað
þeim ber að gera, foreldrum til
aðstoðar. Víðast í stærri bæjum
er ekki talið hollt fyrir börn, að
eyða sumri eftir sumri í rangl um
göturnar.
Hér er svo einhæft atvinnulíf,
að böm sem ekki komast í vinnu
í fiskvinnslustöðvum fá ekkert að
gera. Ekki nema fáir eiga þess
kost að koma börnum sínum í
sveit. Þau böm sem eftir verða
þyrftu að fá létta sumarvinnu.
Ekki vegna kaupsins, heldur vegna
starfsins. Manni virðist, að ótal
margt mætti gera til þess að prýða
bæinn og umhverfi hans, og þar
mætti einmitt nota starfskrafta
þessara ungu borgara, þeim sjálf-
um og bæjarfélaginu til góðs.
Mætti ekki fá kennana sem lausir
eru frá skólum yfir sumarmánuð-
ina til þess að sjá um vinnuflokka
barna, eins og annarsstaðar er
gert? Er ekki uppeldislegt gildi
starfsins svo viðurkennd stað-
reynd, að kostnaður fyrir bæjai’-
félagið við að láta bömin hafa
vinnu yrði léttbær.
Sjóvinnunámskeið fyrir di'engi
væri mjög nauðsynlegt að starf-
rækja í útgerðarbæ eins og okkar.
Svo er iþað unga fólkið. Við
heyrum stundum sagt að unga
fólkið verji tómstundum sínum
illa, og sjálfu sér til skaða. Hvernig
getum við dæmt það, þegar ekki
er betur að því búið en raun ber
vitni?
Er Iþaö ekki móðgun við þá sem
unna íþróttum og kunna að meta
uppeldislegt gildi Iþeirra, þegar
loksins er rokið til, mánuði fyrir
kosningar, og þá fyrst farið að
hugsa um íþróttavöll, sem árum
saman hefur ekki verið annað en
öskuhaugur? Og svo segir meiri-
hluti bæjarstjórnar við unga fólk-
ið: Verið þið bara róleg, þetta er
allt að koma. Við erum byrjaðir á
vellinum ykkar. Við erum alltaf að
hugsa um ykkur. — Svona á ekki
að vinna, þetta er of mikið alvöru-
mál til þess iað það megi líðast að
unga fólkið sé svikið um það sem
því hefur verið lofað, og það á
heimtingu á. Því minna má ekki
vera, en að til sé sæmilegur leik-
vangur fyrir þá sem íþróttum
unna.
Ungt fólk á Isafirði hefur fram
tsfipdingar kjósið D-listann