Vesturland

Árgangur

Vesturland - 04.06.1965, Blaðsíða 5

Vesturland - 04.06.1965, Blaðsíða 5
5 Framfaramðlnm Vestfirðinga miðar vel ðfram Sfnil samtai við Siuurii Bjarnason ai|im. frá Viu- urunt liatjsmunamál Vestfirðinjfa á síðasia liiniii Það er mín sltoðun að framfaramálum okkar Yestfirðinga hafi miðað vel áfram á því Alþingi, sem nú er nýlokið. Yms stór og þýðingarmikil spor voru þar stigin, sem hafa munu margvísleg áhrif til heilla hér á Vestfjörðum. — Þannig komst Sigurður Bjarnason alþingis- maður, forseti Neðri deildar Alþingis, m.a. að orði er Vesturland átti tal við hann s.l. mánudag er hann kom hingað til Isaf jarðar. Hvað telur þú stærsta mál- ið, sem síðasta þing fjallaði um af okkar málum? Tvímælalaust fjögra ára ára áætlunina um stórfelldar umbætur í samgöngumálum Vestfjarða. Með framkvæmd hennar á að skapast fullkom- ið vetrarvegasamband milli flestra kaupstaða og kaup- túna í þessum landshluta, Sigurður Bjarnason tveir stórir og myndarlegir flugvellir á Isafirði og Pat- reksfirði verða fullgerðir og góðir vegir lagðir að þeim og hafnarskilyrði • verða jafn- framt stórbætt og þeim hafn- argerðum lokið, sem um langt skeið hefur verið unnið að. Að sjálfsögðu verður haldið áfram þeim vegagerðum, sem framkvæmdaáætlunin nær ekki til. En ómögulegt reynd- ist að fá hið erlenda lán til allra þjóðvega á Vestfjörðum. Þrátt fyrir það verður lögð áherzla á að vinna áfram að framkvæmdum í vegum eins og Djúpveginum, sem veittar eru til 1700 þús. kr. á vega- áætlun í ár og samtals 5,6 millj. kr. næstu fjögur ár. Að vegabótum verður jafnhliða. unnið í Austur-Barðastrandar- sýslu og Strandasýslu þótt er- lent lánsfé hafi ekki fengizt í þá vegi. Jafnframt verður lögð áherzla á að ljúka bygg- ingu allmargra smábrúa vítt og breitt um byggðir Vest- fjarða. Unnið verður af fullum krafti að undirbúningi ann- arra þátta framkvæmdaáætl- unarinnar, svo sem á sviði at- vinnu-, félags- og menningar- mála. Aðeins fyrsta skrefið hefur verið stigið, að vísu eitt hið mikilvægasta, þar sem samgöngurnar eru lífæð at- vinnu- og félagslífs hér eins og annars staðar. Menntaskóli á Isafirði. — Annað stórmál, sem ráð- ið var til lykta á þessu þingi, var stofnun mennta- skóla á fsaíirði. Bíkis- stjórnin flutti síðari liluta þings frumvarp um stofnun þriggja nýrra menntaskóla, á Vestfjörðum, í Reykjavík og á Austfjörðum. Sam- kvæmt ósk Vestf jarðaþing- manna var sett í það á- kvæði um að Vestfjarða- skólinn skyldi vera á fsa- firði, enda liefur aldrei annað komið til greina. Verður liann heimavistar- skóli. Mun það eiga sinn þátt í að örva aðsókn að skólanum og stuðla að því að hann nái tilgangi sín- um. Hvenær heldur þú að haf- izt verði lianda um bygg- ingu menntaskólans hér? Menntamálaráðherra lýsti því yfir í umræðunum uin málið í Neðri deild að rík- isstjómin myndi beita sér fyrir að fé yrði veitt til skólans á næstu fjárlögum, jiannig að ég er bjartsýnn á horfurnar. En auðvitað tekur alltaf nokkurn tíma að undirbúa slíkar fram- kvæmdir. Núpur og Reykjanes. í sambandi við mennta- skólamálið vil ég minnast á, að stórframkvæmdir standa nú yfir við héraðsskólana í Reykjanesi og að Núpi. Er stefnt að því að landspróf verði á næstunni tekið í Reykjanesi eins og á Núpi. Allt rennir þetta traustari stoðum undir hinn nýja menntaskóla á ísafirði. Þá geri ég mér von um að framhaldsskóla verði komið upp á næstunni að Reykhólum í A.-Barðastrandarsýslu. En Reykhólanefnd hefur nú skilað tillögum, en hún starfaði sam- kvæmt þingsályktunartillögu, sem samþykkt var frá okkur Vestfjarðaþþingmönnum á Al- þingi í fyrravetur. Loks vil ég minnast á að tónlistarskóli var á s.l. hausti stofnaður í Bolungarvík og hefur hann starfað með mynd- arbrag og vel sóttur á s.l. vetri undir skólastjórn Ólafs Kristjánssonar. Er stofnun hans mikill menningarauki. Vestf jarðaskip ? Hvað um Vestfjarðaskip? Frumvarpi um Vestfjarða- skip var á þessu þingi vísað til ríkisstjómarinnar í trausti þess að endurskoðun sú, sem stendur yfir á heildarrekstri Skipaútgerðar ríkisins leiði til umbóta á samgöngum á sjó við Vestfirði. Má vel vera að niðurstaðan verði sú að sér- stakt skip annist í framtíðinni strandferðir til og frá Vest- fjörðum. Tveir Vestfjarða- þingmenn, þeir Matthías Bjamason og Birgir Finnsson, eiga sæti í nefnd þeirri, sem nú vinnur að endurskoðun á rekstri og skipulagi Skipaút- gerðarinnar, sem undanfarin ár hefur verið rekin með tuga milljóna króna tapi. Vona ég að sú endurskoðun leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Framkvæmdasjóður strjálbýlisins. Hvaða þingmál önnur telur þú sérstaklega snerta okkur hér vestra? Síðasta þing setti margvís- lega löggjöf, sem varðar okk- ur eins og aðra landsmenn. Ég tel fyrirhugaða stofnun framkvæmdasjóðs strjálbýlis- ins, sem ríkisstjómin mun beita sér fyrir á næsta þingi t.d. merkilegt mál, sem muni verða uppbyggingu nýrra at- vinnufyrirtækja hér á Vest- fjörðum að miklu liði. At- vinnubótasjóður hefur verið of fjárvana þótt töluvert gagn hafi af honum orðið á undan- förnum árum. Ný læknaskip- unarlög og bætt heilbrigðis- þjónusta í öllum landshlut- um er einnig merkilegt um- bótamál. Ertu þá sæmilega bjart- sýnn á framtíðina eins og horfir? Mér finnst mörgum góðum Margir Vestfirðingar kann- ast við athafnamanninn Grím Jónsson frá Súðavík, sem lengi rak umsvifamikla útgerð og fiskvinnslu, verzlun og bú- skap' í Súðavík. Grímur og kona hans, Þuríður Magnús- dóttir, eru nú flutt til Reykja- víkur og hafa látið af um- svifum vegna vanheilsu, en tryggðin sem þau bundu við byggðina í Súðavík, hefur ekki fölskvazt. Súðavíkur- kirkja væri sýnu fátæklegra hús, ef hún hefði ekki notið rausnar þeirra hjóna, og nú í vor sýndu þau enn hug sinn til heimabyggðar sinnar með stórmyndarlegri sjóðstofnun. Stofnuðu þau Menningar- sjóð Súðavíkur og gáfu til hans nær fjórðung milljónar króna. Skal sjóðurinn sem nafnið bendir til, hlynna að þeim málum sem til menning- ar horfa í Súðavík, og skal fyrsta úthlutun fara fram ár- ið 1970. Þá skulu öll böm í Súða- vík hljóta 100 kr. innstæðu í sparisjóðsbók á fyrsta afmæl- Frá söfnunarnefnd Davíðs- húss hefur blaðinu borizt eft- irfarandi: Þar sem nú er að því komið, að samið verði um kaup á húsi Davíðs Stefánssonar, er oss nauðsynlegt að vita sem gerst, hvernig vér stöndum fjárhagslega. Vér leyfum oss því vinsamlegast að beina þeim tilmælum til allra þeirra, er fengið hafa söfnunarlista, að þeir sendi oss við fyrstu hentugleika það fé, er þeim kann að hafa áskotnazt. Söfn- un þarf ekki að ljúka fyrir því, ef einhverjir telja væn- málum hafa þokað í rétta átt og það glæðir alltaf trúna á framtíðina. Á miklu veltur nú eins og jafnan áður að fram- leiðslutæki bjargræðisvegaima til lands og sjávar séu rekin á heilbrigðum grundvelli og vinnufriður lialdist. Það er kjarni málsins, segir Sigurður Bjarnason að lokum. isdegi sínum sem gjöf frá sjóðnum. En á stofndegi sjóðsins, 5. apríl s.l. hlutu öll súðvíksk börn fædd á árunum 1960—1964 slíka gjöf. Var þeim afhent hún við hátíðlega athöfn í Súðavíkurkirkju, var þar og gerð grein fyrir stofn- un og starfsemi sjóðsins. Er sjóðurinn stofnaður til minn- ingar um Jón Valgeir Her- mannsson, bónda í Súðavík, og konu hans Guðrúnu Jóhannes- dóttur. Stofnfé sjóðsins er kr. 213.750,00 og veitir hann að sjálfsögðu fúslega móttöku gjöfum og áheitum. Súðvíkingar þakka þessum tryggu höfðingshjónum stór- gjöf þeirra, sem vafalaust verður lyftistöng menningar- lífi þorpsins, og senda þeim innilegar kveðjur og blessun- aróskir. Þau hjónin eru um það bil að flytjast að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík. Bernharður Guðmundsson. legt að halda henni áfram. Vér viljum nota tækifærið til að þakka einlæglega öllum þeim, sem lagt hafa hönd að verki og veitt góðu máli óeig- ingjarnan stuðning. Fyrir fulltingi þeirra mun það nást, sem ætlað var, að hús og heimili þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar verði varðveitt komandi kynslóðum. Með vinsemd og þökk v. Söfnunarnefndar. Þórarinn Björnsson. Höfðinileg ijöf til Súðavfkurkirhjn Davíðshús

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.