Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.01.1966, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.01.1966, Blaðsíða 4
4 acH® sfc&irFmzxjm satiGFssÆ&isxnxm Ráðstefna um fjármál sveitarstjórna Tæknideild stofnuð við Iðnskóla ísafjarðar Dagana 22.-—24. nóvember- s.l. var haldin í Reykjavík ráð- stefna um fjármál sveitar- félaga. Til ráðstefnunnar var boðað af stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, Hag- stofu íslands og Efnahags- stofnunina. Ráðstefnan var fjölsótt, sátu hama um 100 fulltrúar víðs vegar að, þar af 12 frá Vestfirðingafjórð- ungi. Formaður sambandsins, Jónas Guðmundsson setti ráð- stefnuna og fór nokkrum orð- um um aðdraganda hennar og tilgang. Gat hann þess meðal annars, að þetta væri fyrsta ráðstefna sinnar tegundar, sem boðað væri til. Hann bauð og sérstaklega veikomna gesti ráðstefnunnar, Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráð- herra og Magnús Jónsson, fjármálaráðherra. Fyrsta málið á dagsskrá fjallaði um fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga og var fjármálaráðherra fram- sögumaður. Rakti ráðherra helztu lagaboð og reglur, sem þetta efni varða og benti á nauðsyn þess, að endurskipu- leggja þyrfti mál þessi frá grunni, enda reglurnar svo margslungnar, að ekki væri nema á fárra vitorði eða færi að kunna skil á öllum út- reikningum, er þessi samskipti varða. Taldi ráðherra rétt að um þessi efni yrðu settar ein- faldari reglur, t.d. á þann veg, að ríkissjóður sjái einn um á- kveðnar framkvæmdir eða verkefni, sem nú eru kostuð sameiginlega af ríkissjóði og sveitarsjóðum, en sveitarsjóðir taki í þess stað einir að sér kostnað við önnur verkefni. Um þessi mál urðu allmiklar umræður og voru ræðumenn sammála fjármálaráðherra um nauðsyn þess, að löggjöf varð andi greiðslur vegna sameigin legra verkefna ríkis og sveitar félaga verði endurskoðaðar. Þá kom mjög fram, að ekki væri viðunandi, að stjómvöld settu nýjar reglur, er varða framangreind samskipti eða almennt fjárhagsmál sveitar- félaga, eftir að sveitarfélögin hefðu lögum samkvæmt geng- ið frá fjárhagsáætlun þess árs, og reglurnar gætu varðað. Einnig var því mótmælt, að reglur, er snerta málefni er varða sveitarfélögin, eru oft- lega settar án nokkurs sam- ráðs við sveitarfélögin eða stjóm Sambands ísl. sveitar- félaga. Næst flutti Bjami Bragi Jónsson, deildarstjóri í Efna- hagsstofnuninni, framsögu- erindi um fjármál og áætlunar gerð sveitarfélaga. Fjallaði erindið m.a. um hlutdeild sveitarfélaganna í fjárfesting- arframkvæmdum þjóðarbúsins hin síðari ár. Á öðrum degi ráðstefnunnar voru fyrst á dagskrá lánsfjár- mál og tekjustofnar sveitar- félaga. Hafði Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, fram- sögu. Um þessi mál urðu miklar umræður og kom þar m. a. fram mikill áhugi fyrir því, að frumvarp það sem ríkisstjórnin lagði fyrir Al- þingi um Lánasjóð sveitar- félaganna verði ekki látið daga uppi, en sveitarfélög- unum heimilað að stofna banka eða sparisjóð, sem hefði þau meginverkefni að veita sveitarfélögum lán til stofnframkvæmda og enn- fremur að greiða fyrir rekstr- arlánum til þeirra, en eins og kunnugt er, þá er nú engin lánastofnun í landinu, sem telur sér skylt 'að gegna þessu hlutverki. Varðandi tekju- stofnalögin bentu menn á ýmsa anmarka og ágalla, sem endurskoða þyrfti og leiðrétta að fenginni reynslu. Á síðdegisfundi flutti félags málaráðherra framsöguerindi um samstarf ríkis og sveitar- félaga um húnæðismál. Rakti ráðherrann þróun þessara mála og ræddi reglur þær, sem nú gilda um þetta efni, m.a. í lögum um verkamannabústaði, lögum um húsnæðismálastjórn og um útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis, svo og í stjóm- arfrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi og flutt er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna samn inga verkalýðsfélaganna um kjaramál á s.l. sumri. Urðu nokkrar umræður um þessi mál og svaraði ráðherra fyrir- spurnum sem fram komu. Á síðasta degi ráðstefn- unnar flutti Guðlaugur Þor- valdsson, deildarstjóri í Hag- stofu íslands erindi um árs- reikninga sveitarfélaga, en síðdegis þann dag var viðræðu fundur, þar sem þátttakendum gafst kostur á að ræða við stjórn Sambands ísl. sveitar- félaga um efni og árangur ráðstefnunnar. Voru þar sam- þykktar með samhljóða at- kvæðum eftirfar. ályktanir: I. „Ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga, haldin í Reykjavík 22.—24. nóv- ember 1965, flytur stjóm sambandsins, ráðherrum og stofnunum þeim, er staðið hafa að ráðstefnunni, beztu þakkir fyrir boðun ráð- stefnunnar og framkvæmd hennar og telur nauðsyn- legt, að framhald verði á slíkum ráðstefnum. Ráðstefnan ályktar að fela stjórn sambandsins: 1. að beita sér fyrir því við ríkisstjórn, að komið verði á fót samvinnunefnd ríkis og sveitarfélaga, er endur- skoði löggjöf varðandi greiðslur vegna sameigin- legra verkefna þessara aðil. 2. að fylgja því fast fram, að frumvarp það um lánasjóð sveitarfélaga, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi, nái fram að ganga á því þingi, sem nú situr. 3. að hafa forgöngu með endurskoðun á þeim atrið- um laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem reynst hafa erfið í framkvæmd eða ósanngjöm gagnvart einstökum sveitarfélögum, svo sem ákvæði um skipti- og viðbótarútsvör og skatt- frelsi ríkisfyrirtækja og banka. 4. að hlutast til um, tað settar verði fyllri reglur um bók- hald sveitarfélaga, og koma á námskeiðum í bókhaldi fyrir starfsmenn sveitar- félaga í samráði við Hag- stofu íslands. 5. að beita sér fyrir frekari fræðslu um gerð fram- kvæmdaáætlana og tryggja hlut sveitarfélaganna í framkvæmdaáætlun þjóðar innar hverju sinni“. H. „Ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga haldin í Reykjavík 22.-—24. nóvem- ber 1965 leggur áherzlu á, að öll frumvörp, sem Al- þingi fjallar um, og sveitar- félögin varðar, svo og frumvörp að reglugerðum, sem snerta málefni, er varða sveitarfélögin í heild, verði send Sambandi ísl. sveitarfélaga til um- sagnar”. Auk þess sem nú hefur verið greint frá, gafst þátttakendum kostur á að heimsækja og kynna sér starfsemi skýrslu- Iðnskólinn á Isafirði var settur þann 5. janúar í húsa- kynnum Gagnfræðaskólans. í upphafi skólasetningarinnar talaði formaður skólanefndar iðnskólans Finnur Finnsson, kennari. Skýrði hann frá því að iðn- skólinn hefði nú fengið leyfi menntamálaráðuneytisins til að reka framhaldsdeild við skólann, sem undirbúnings deild undir tækninám. Jafn- framt því hefði Alþingi sam- þykkt að greiða áætlaðan kostnað skólanefndar við undirbúningsdeildina. Útdráttur úr bréfi til mennta málaráðuneytisins dagsett 3. nóvember 1965. Á fundi skólanefndar Iðn- skóla Isafjarðar, er haldinn var 1. nóvember 1965 var eftir farandi samþykkt gerð: „Skólanefnd Inðskóla Isa- fjarðar fer hér með fram á það við hið háa ráðuneyti, að það heimili Iðnskóla Isaf jarðar að reka framhaldsdeild við skólann, sem unirbúningsdeild undir tækninám, og jafnframt sjái ráðuneytið um þann stofn- og reksturskostnað sem deild- inni fylgir“. Greinargerð: Frá því að lög um Tækni- skóla íslands og reglugerð um undirbúningsdeild undir tækni nám var sett, hefur skólanefnd Iðnskóla ísafjarðar viljað vinna að því að undirbúa iðn- nema skólans, sem bezt undir framhaldsnám, jafnframt því að tengja saman verklega kunnáttu tæknináminu. Þetta höfum við hugsað okkur þann- ig, að skólinn gefi nemendum sem náð hafa tilskildum eink- unnum upp úr 2. bekk kost á kennslu í undirbúningsfögum Tækniskólans, samhliða 3. og 4. bekkjar námi. Með þetta sjónarmið í huga var skólastjóra Tækniskóla ísa fjarðar hr. Aage Steinssyni falið að ræða við skólastjóra Tækniskóla Islands hr. Ingvar Ingvarsson og komu þeir sér saman um eftirfarandi: Reykjavík 20. okt. 1965. Eftirfarandi atriði voru rædd, að ósk Iðnskóla Isafjarð ar , í sambandi við kennslu í fögum undirbúningsdeildar Tækniskóla íslands við Iðn- skóla Isafjarðar og mögulega aðstoð Tækniskólans við hana. 1. Iðnskóli Isafjarðar veiti þeim nemendum skólans, sem þess óska og náð hafa tilskildum einkunnum upp úr 2. bekk, kennslu í undir- búningsfögum Tækni- skólans samhliða 3. og 4. bekkjar námi, með nauðsyn legri lengingu skólaársins. Æskilegt er lað það sé ekki skemmra en 20 vikur. 2. Tækniskóli íslands aðstoðar Iðnskóla Isafjarðar með að gefa upp námsefni og á út- vegun kennslubóka. 3. Tækniskóli íslands er reiðu- búinn að leggja Iðnskóla Isafjiarðar til prófverkefni og dæma þau og líta á þau sem próf utanskóla við Tækniskóla Islands. 4. Prófin verða tekin á Isa- firði. 1 sambandi við hina nýju undirbúningsdeild má geta þess, að það stendur til að út- búa sérstaka tilraunastofu, fyrir efna- og eölisfræðikenn- slu og hefur iðnskólinn þegar fengið nokkuð af tækjum til notkunar í þessum nauðsyn- legu kennslugreinum. Að lokum þakkaði Finnur fyrir hönd skólanefndar iðn- skólans öllum þeim, sem hlut hafa átt í stofnun undirbún- ingsdeildarinnar, fyrir góða fyrirgreiðslu og skilning, er þeir hafa sýnt málinu. Nemendur skólans verða eitthvað yfir 40 en kennarar eru 11. véla ríkisins og Reykjavíkur- borgar, svo og að sækja sýn- ingu á bókhaldsvélum, sem haldin var að Iiótel Sögu. Á fyrsta degi ráðstefnunnar bauð fjármálaráðherra þátt- takendum til hádegisverðar og sama gerði stjórn Samb- ands ísl. sveitarfélaga á næsta degi. Þá hafði og félagsmála- ráðherra móttöku fyrir fundar menn. Þátttakendur voru almennt sammála um að ráðstefnan hefði gefið góða raun, enda voru á dagskrá þau mál, er varða sveitarfélögin hvað mestu og oftlega reynast for- ráðamönnum þeirra einna erfiðust úrlausnar. Framsögu- erindi voru öll gagnmerk og umræður mjög málefnalegar. Og síðast en ekki sízt gafst sveitastjórnarmönnum frá öllum landshlutum kostur á að ræða sameiginleg viðfangs- efni og vandamál sinna byggðarlaga og stofna til gagn kvæmra kynna, sem víst munu eiga eftir að reynast mikils- verð í samskiptum sveitar- stjórna þeirra í milli.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.