Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.05.1967, Síða 1

Vesturland - 19.05.1967, Síða 1
Stórfelld aukning fiskiskipaflotans í i skjnli stjórnarstefnunnar Stundarerfiðleikum mætt með raunhæfum ráðstöfunum Framsoknarmenn «g kommdnistar hafa alltaf reynt að auka fram- leiöslukostnaOinn, en segjast nú vera vinir Atvegsins! Islendingar eiga í dag stærri og betur búinn fiskiskipaflota en nokkru sinni fyrr. Hin mikla stækkun flotans og hagnýting nútímatækni við fiskveiðar og síldveiðar hefur gerzt í skjóli þeirr- ar uppbyggingarstefnu, sem núverandi ríkis- stjórn markaði fyrir átta árum. Af þessu hefur svo leitt stóraukna útflutningsframleiðslu og betri lífskjör alls almennings. I árslok 1958 átti þjóðin 49 fiskiskip yfir 100 brúttó smálestir að stærð, samtals 7561 brúttó smálest. En 1. desember 1966 voru skip að þess- ari stærð orðin 181 að tölu, samtals 40470 brúttó smálestir. Nemur aukningin því yfir 400%. Hingað til Vestfjarða hafa komið mörg ný- tízku fiskiskip á fyrrgreindu tímabili. Vestfirzk útgerð hefur því ekki látið sitt eftir liggja á þessu mikla uppbyggingartímabili. Hér hafa einnig verið byggðar nýjar síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur, og vestfirzkur útgerðarmaður hafði foi'ystu um síldarflutninga af fjarlægum miðum. Mörg hraðfrystihús hafa verið bætt stórlega að tækjum og búnaði. Júlíus Geirimindsson, eitt nýjasta og glæsilegsta Efling lánastofnana útvegsins. Ríkisstjórnin hefur haft forystu um mikla eflingu lánastofnana útvegsins á und- anfömum árum. Hún hófst fyrst handa um það árið 1961 að breyta lausaskuldum út- vegsins og síldariðnaðarins í föst lán til langs tíma. Heild- arupphæð þessara lána nam um 400 millj. króna. Með lögum frá árinu 1966 voru tveir stærstu stofnlánasjóðir útvegsins og fiskiðnaðarins, Fisk- veiðasjóður Islands og Stofnlánadeild sjávarút- vegsins, sameinaðir í einn öflugan lánasjóð, Fisk- veiðasjóð Islands. Hlutverk hans er að efla framleiðslu og frainleiðni í fiskveiðum, fiskiðnaði og skyldri starf- semi með því að veita stofnlán gegn veði í skip- um og mannvirkjuin. Mun sjóðurinn liafa yfir miklu fjúrmagni að ráða. Aðstoð vegna erfiðleika af völdum verðfalls. Þá hefur ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar beitt sér fyrir aðstoð við útveginn vegna verðfalls á afurðum á s.l. ári. Verður á árinu 1967 greidd 8% viðbót á lágmarks- verð á ferskfisk, annan en síld og loðnu til þess að jafna þann mismun, sem annars hefði orðið á kjörum sjómanna á þorskveiðum og annara launþega, og til þess að draga úr áhrifum af hækk- un útgerðarkostnaðar. Þá verða greiddar verð- bætur á frystar fiskafurðir, framleiddar á árinu 1967, aðrar en síldar- og loðnuaf- urðir, sem nema eiga 55— 75% af verðlækkuninni. Er fiskiskip Vestfirðinga. Framhald á 2. síðu. Þrír stjórnmálafundir í Vest- fjarðakjördæmi í vikulokin Nú í vikulokin efnir Sjálfstæðisflokkurinn til þrigg ja almennra stjórnmálafunda í Vest- fjarðakjördæmi. Yerða fundir þessir haldnir á Patreksfirði, Flateyri og á ísafirði. Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benedikts- son, mun sækja alla þessa fundi og flytja þar framsöguræðu um stjórnmálaviðhorfið í landinu. Einnig flytja framsöguræður á þessum fundum þrír efstu menn á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi, þeir Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Bjarnason og Ásberg Sigurðsson. Fvrsti fundurinn er haldinn á Patreksfirði í kvöld og hefst kl. 8,30 í „Skjaldborg“, sam- komuhúsi Sjálfstæðismanna á staðnum. Næsti fundur verður haldinn í félagsheimil- inu á Flateyri á laugardagskvöld, og hinn þriðji hér á ísafirði í Sjálfstæðishúsinu.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.