Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.05.1967, Síða 3

Vesturland - 19.05.1967, Síða 3
snns a/eszTFWxxxn safiiJFS3-Æs»sxnxm 3 Með ungiiiii Sjálfstæðismönnum Viðhorf og vandamál í félagslífi æskunnar Rætt við Þðr Hagalín, formann FUS í V-ísafjarðarsýslu Bjart og mannvænlegt æskufólk er að þreyta lands- próf í héraðsskólanum að Núpi þegar okkur ber að garði. Veður er yndisfagurt og sólin hellir geislaflóði yfir einn fegursta fjörðinn á Vest- fjörðum, Dýrafjörð. Hið ár- lega sundnámskeið er hafið og börnin eru að koma heim á staðinn frá íþróttaæfing- um. Hér tökum við tali ungan kennara við skólann, Þór Hagalín, sem er formaður Félags ungra Sjálfstæðis- manna í Vestur-ísafjarðar- sýslu. — Félagið var stofnað 1. marz s.l., en þetta mál hafði nú verið á döfinni um nokk- urra ára skeið, og þetta verið rætt meðal ungra manna hér í sýslunni. Félagssvæðið er öll sýslan. Flestir félagsmenn eru í kauptúnunum þremur, en einnig eru margir félags- menn í sveitunum. — Starfsemin hefur ekki verið mikil til þessa, en við áttum þó fulltrúa á Lands- fundi Sjálfstæðisfl. Enda er veturinn mjög erfiður til allrar félagsstarfsemi hér um slóðir. Til marks um það má geta þess, að tiltölulega fáir af þessum stofnfélögum voru heimafyrir í sýslunni, þegar félagið var stofnað, og var því leitað eftir aðild þeirra er þeir voru heima í jólaleyfi, og sýnir þetta dæmi hve fé- iagsstarfsemin getur verið erfið að vetrinum. — Með mér í stjóm eru Guðbjarni Jóhannsson á Flat- eyri, Erlingur Óskarsson, Suðureyri, Páll Pálsson, Þing- eyri, og Jón Trausti Sigur- jónsson, Flateyri. Stofnfélagar ‘vom 78 og mikill áhugi fyrir stofnun félagsins. Gerum við fastlega ráð fyrir að félags- mönnum fjölgi þegar unga fólkið kemur heim frá námi og vetrarstarfi, og þegar fé- lagsstarfsemin eykst. Finnst þér mikill stjórn- málaáhugi hjá unga fólkinu? — Miðað við félagsmála- áhuga unga fólksins yfirleitt, tel ég að stjómmáiaáhugi sé talsverður, og hann byggist á heppilegum grundvelli. Ung- lingar nú til dags leitast við, meira en oftast áður, og meira en ég man þegar ég var á skólaaldri, að mynda sér fremur skoðanir sjádfir, heldur en að fá þær beinlínis ómeltar frá öðrum. Þeirra yfirbragð að öðm leyti í dag, gefur að vissu leyti tilefni til þess. Unga fólkið er í dálítilli andstöðu við það þjóðfélagsform, sem hefur verið og er ekki fullkomlega tilbúið til að láta segja sér fyrir verkum. Klæðaburðurinn og tízkufyrirbæri þess sýna þetta. Æskufólkið vill vera sjálfu sér háð og vill fara sínar eigin leiðir miðað við eldri kynslóðir, en ég held að hjá unga fólkinu komist nú meiri skynsemi að en oft áður. — Hér í skólanum er tals- verður stjórnmálaáhugi, og þau skiptast þar í sína hópa og rökin, sem þau færa fyrir sínum skoðunum eru að sjálfsögðu misjöfn og naum- ast hefðbundin, en eftir því sem þeirra víðsýni eykst, held ég að þeirra skoðanir breytist með. Það er dálítið athyglisvert, að þessir ung- lingar hafa ekki endilega sömu skoðun í dag og þau munu hafa á morgun. Þegar ég ólst upp, var hægt að treysta því, að unglingar voru fastmótaðri í skoðunum og breyttu þeim ógjarnan í skyndi. Unglingarnir nú eru vanir því, að vera nokkuð skjótir til að breyta um skoð- anir og afstöðu, og eru skjót- ari í viðbrögðum gagnvart mönnum og málefnum en áð- ur var. Þór Hagalín kennari er einnig formaður í Héraðssam- bandi Vestur-lsfirðinga, og við biðjum hann að segja nokkuð frá því starfi. — Þetta mega heita einu félagasamtökin, sem ná yfir alla sýsluna, en starfsemin mætti gjaman vera meiri en raun ber vitni. Félagslíf á hér mjög erfitt uppdráttar vegna samgönguleysis, og einnig vegna þess, að á tíma- bilinu okt.-maíloka fara heim- an nær allir unglingar á ald- rinum 12—20 ára, ýmist til langskólanáms fjarri sínum heimkynnum, eða þá til sjó- sóknar, sem er tímafrek og veitir ekki neitt verulegt næði til að stunda félagsmálastörf. Þetta háir okkur öllum mjög mikið. — Þó er annað, sem háir starfseminni etv. enn meira, en það er sú staðreynd, að kynslóðin frá 30—50 ára aldri er svo að segja með ofnæmi fyrir öllum félagsmálastörf- um unga fólksins, og vill helzt ekkert koma nálægt þeim. Þór Hagalín — Þetta tómlæti og af- skiptaleysi af félagslífi unga fólksins á að mínum dómi rót sína að rekja til þess, að þegar þessi eldri kynslóð hafði mesta þörf fyrir félags- legt uppeldi, þá var sú kyn- slóð, sem á undan kom og átti að sjá fyrir félagslegu uppeldi, alltof bundin af því, sem áður hafði verið. Þá ein- skorðuðu menn sig við það, sem maður gat gamnað manni innan sama félags. En með til komu útvarpsins og utanað komandi skemmtikröftum, bættum samgöngum, og þeg- ar fólk fór að ferðast meira og kynnast betur fjölbreyttara skemmtana- og félagslífi, fóru menn að sjá, að það, sem boðið hafði verið upp á 'neima, stóðst ekki samanburð við það, sem gerðist annars staðar. Þá átti að breyta til, og fá þessa skemmtikrafta út um byggðir landsins og breyta félagasamtökunum í það horf, að leita eftir utanaðkomandi menningar- og skemmtikröftum, og auka á þann hátt félags- og menn- ingarlíf dreifbýlisins. — Þetta varð til þess, að unglingamir, sem gátu ekki sætt sig við það eitt, sem til var heimafyrir hjá eldri kyn- slóðinni, fengu ekkert í stað- inn. Þetta hefur valdið því, að sú kynslóð, sem nú er á aldrinum 30—50 ára, er ekki fær um að veita ungu kyn- slóðinni í dag það félagslega uppeldi, sem hún þarfnast. Hún bregst því í vöm með nær algjöru afskiptaleysi og tómlæti. Að vísu sýnir hún ekki andstöðu, en hlynnir ekki að félagsstarfsemi og félagsþroska. Unglingamir þurfa heldur ekki að berjast fyrir neinu, þeir fá að fara sínu fram, en búa við afskiptaleysi sinna uppalenda að vemlegu leyti. — Ég tel að landssamtök eins og td. Ungmennafélag íslands hefðu þurft að breyt- ast með tímanum, en ekki að staðna, eins og raun varð á eftir að fullur sigur hafði unnizt í sjálfstæðisbaráttunni. —• Forráðamenn ungmenna- hreyfingarinnar banna sér yfir því, að þeir hafi engin verkefni. Iþróttafélögin hafi að miklu leyti tekið við í- þróttastarfinu í dreifbýlinu, og því sé fátt um verkefni fyrir ungmennafélögin. — Mín skoðun er sú, að ungmennahreyfingin, sem er vel skipulögð um allar byggð- ir landsins, ætti að taka að sér forystuhlutverk, með að- stoð ríkisins, i því, að hefja mikla menningarsókn og fé- lagmálasókn í dreifbýlinu. Hún gæti verið fólgin í því, að samtökin beittu sér fyrir því, að færustu listamenn þjóðarinnar og skemmtikraft- ar, skáld, rithöfundar, leik- arar og tónlistarmenn og létt- ari skemmtikraftar kæmu 6—8 sinnum yfir veturinn og læsu upp úr verkum sínum, kynntu bókmenntir og listir, flyttu leikþætti eða tónlist, haldnar væru málverkasýn- ingar, og treysta mætti því, að farið væri í slíkar heim- sóknir í skóla, félagsheimili og á aðra samkomustaði, þar sem búast má við, að slíkrar kynningar yrðu fyllstu not. — Ég tel að slík starf- semi myndi verða til þess að auka þroska og víðsýni nem- enda í skólum landsins, auk fjölbreytni í skólalífi og í félagslífi í dreifbýlinu, og jafnframt myndi þessi starf- semi verða mikill stuðningur fyrir afkomu félagsheimil- anna, og þau nýtast betur. — — Það er rétt, að vísir hefur verið að slíkri starf- semi fyrir nokkrum árum, en það lognaðist út af, af einhverjum ástæðum. Ég tel, að með góðri skipulagningu, þyrfti þessi starfsemi ekki að kosta meira en 8—10 millj. kr. á ári. — Mig langar til að bæta því hér við, að samgöngu- málin eru mjög mikill veiga- mikill þáttur í félagslífi dreif býlisins, og hér á Vestfjörð- um tel ég, að félagsmálin hafi verið leiðarljós þeirra manna, sem beittu sér fyrir því, að Vestfjarðaáætluninni í sam- göngumálum hefur verið hrundið í framkvæmd. Þeir hafa skilið þá staðreynd, að eiungis með því að rjúfa ein- angrun byggðarlaganna hér á Vestfjörðum með bættum sam göngum, var hægt að gera sér vonir um aukið og bætt félagslíf íbúanna. — Ég held að félagsmála- sjónarmiðið hafi ráðið meiru en atvinnumálasjónarmiðið þegar ráðizt var í þessa á- ætlun, þannig að möguleikar sköpuðust til þess, að auka dagleg samskipti og samvinnu íbúa byggðarlagsins í félags- lífi, og því ber mjög að fagna. TIL SÖLU er íbúð í Fjarðarstræti 38 (rishæð). Er laus til íbúð- ar strax. Upplýsingar gefur KAGNAR PÉTURSSON Fjarðarstræti 38 - Sími 97. Hinir heimsfrægu ALADDIN liitageymar fást í N E I S T A

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.