Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 19.05.1967, Qupperneq 4

Vesturland - 19.05.1967, Qupperneq 4
4 \ *# fflcn® aTesnFmzxm saúBFSvæsisxmm tJtgefandi: Kjördæraisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Blaðútgáfunefnd: Finnur Th. Jónsson formaður, Ósk ólafsdóttir, Jakob Þorvaldsson, Bárður Jakobsson, Ólafur Guðbjartsson. Kitstjóri: Högni Torfason. Bitstjórn og afgreiðsla: Uppsölum, sími 232. Prentstofan Isrún hf., lsafirði. ------------------------------------------------------ Uppbygging Vestíjarða — forysta Sjálfstæðismanna Engum Vestfirðingi, sem eitthvað hefur fylgzt með gangi mála hér á Vestfjörðum getur dulizt það, að sú mikla uppbygging, sem átt hefur sér stað hér vestra síðustu ár, hefur verið unnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Vest- íjarðaáætlunin í samgöngumálum er verk Sjálfstæðismanna. Þeir beittu sér fyrir henni, undirbjuggu hana og hrintu henni í framkvæmd. Á grundvelli hennar hafa nýjar hafnir verið byggðar, nýir vegir verið lagðir og nýir flugvellir verið gerðir. Og þótt margt hafi verið unnið af stórhug og framsýni áður í samgöngumálum Vestfirðinga markar þessi framkvæmdaáætlun þó stærsta sporið, sem stigið hef- ur verið. Samkvæmt henni hefur verið unnið á kerfisbund- inn hátt að stórfelldum umbótum. Þetta viðurkenna allir Vestfirðingar, hvar í flokki sem þeir standa. En Sigurvin og Hannibal Valdimarsson hafa sýnt Vestfjarðaáætluninni andúð á alla lund og reynt að gera hana tortryggilega. Þeir hafa m.a. haldið því fram að hún „fyrirfinnist engin“ nema e.t.v. einhver „drög á norsku“ um samgöngumálaþátt hennar. Svona gegndarlaust er ofstæki þessara manna. Þeir öf- unda ríkisstjórnina og stjómarþingmenn á Vestfjörðum af þessu merka nýmæli. Þess vegna hafa þeir allt á homum sér gagnvart framkvæmd þess. Það sýnir einstæða þröng- sýni og lítilmennsku. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að framkvæma sam- göngumálaumbætur Vestfjarðaáætlunarinnar og vilja hafa um það samvinnu við alla góða menn, hvar í flokki sem þeir standa. Á grundvelli þeirra rammaáætlana, sem fyrir liggja að öðrum þáttum hennar mun svo á næsta kjörtímabili verða hafizt handa um framkvæmdir á sviði atvinnu,- félags- og menningarmála. Um það verða allir Vestfirðingar að standa saman undir ötulli, víðsýnni og raunhæfri forystu Sjálf- stæðismanna. Æskan og stjórnmálin 1 kosningunum 11. júní n.k. ganga um 10 þús. nýir kjós- endur að kjörborðinu í fyrsta skipti. Þetta unga fólk á mest í húfi um það, hvernig landi þess verður stjórnað á næstu árum. Þess er framtíðin. Vill það frelsi til athafna eða kýs það nýtt tímabil hafta og kyrrstöðu? Um þetta þarf þó naumast að spyrja. Æskan vill alltaf frelsi til þess að njóta hæfileika sinna og byggja upp hag sinn og þjóðfélags síns. En til þess að tryggja áframhald- andi athafnafrelsi og þróun á lslandi er fyrst og fremst ein leið örugg: Að efla Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisnarstjórnin hefur haft glöggan skilning á þörfum íslenzkrar æsku. Á valdatímabili hennar hafa verið byggðir fleiri, glæsilegri og fullkomnari skólar en nokkru sinni fyrr. Aðstaða til íþróttaiðkana hefur verið stórbætt og stuðn- ingur við íbúðabyggingar ungs fólks aukinn að miklum Staksteinar Dökkar blikur eru nú á himni Alþýðubandalagsins hér vestra og víðar um land. Hannibal floginn suður og sjö frambjóðendur af apríllista hans á Vestfjörðum hafa kvatt með „kurt og pí“. Hafa nokkrir þeirra lýst andstöðu sinni við ráðabreytni Hanni- bals í síðasta „Vestfirðingi", sem kom út fyrir hvítasunn- una. Eru þeir einnig mjög gramir yfir skipan Teits nokk urs Þorleifssonar í annað sæti listans. Það mun almenn skoðun, að listi Alþýðubandalagsins hér á Vestfjörðum sé veikur og engan veginn líklegur til þess að halda því fylgi, sem hann fékk við síðustu alþingiskosn- ingar með Hannibal efstan. Auðsætt er að blað þess, „Vestfirðingur" stendur með Magnúsi Kjartanssyni og liði hans í „Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokkinum". Þá afstöðu munu einnig flest- ir hinna sjö brottförnu hafa tekið. Má því segja að öll veður séu válynd á heimili Alþýðubandalagsins um þess- ar mundir. VÆRINGAR HJÁ FRAMSÓKN. Það vakti athygli á fundi, sem Sjálfstæðisffélag Ámes- hrepps hélt fyrir skömmu í Ámesi og nokkrir Fram- sóknarmenn voru einnig mætt ir á, að ungur Framsóknar- maður í hreppnum greip fram í fyrir Sigurði frá Vigur er hann minnti á, að Steingrím- ur Hermannsson væri fylgj- andi stóriðju á íslandi í skjóli erlends fjármagns. Sagði Framsóknarmaðurinn, að „Steingrímur væri ekki allur Framsóknarflokkurinn“. Var auðsætt að þessi ungi Tímam- maður var lítið hrifinn af þriðja manninum á framboðs- lista flokks síns hér vestra. Framsóknarmenn reyna nú sem ákafast að breiða yfir Natohollustu erfðaprins síns, þess, sem Halldór á Kirkju- bóli sagði í hinni frægu grein sinni að Sigurvin hefði „tekið sér við hönd“. En eins og kunnugt er setti Sigurvin upp sjö mílna skó í Keflavíkur- göngu á sínum tíma. AFTURHALDSAMASTI FLOKKURINN. Framsóknarflokkurinn hélt því ákaft fram fyrir síðustu alþingiskosningar að hann hefði mikla möguleika til þess að fá þrjá þingmenn kjörna hér á Vestfjörðum. Allir vissu að það var fjarstæða eins og kom líka í ljós þegar atkvæði höfðu verið talin. Engu að síð ur halda Framsóknarmenn þessari sömu staðhæfingu fram nú. Hversvegna ætti Fram- sókn að eiga von á auknu fylgi hér á Vestfjörðum? All- ir vita að hún er afturhald- samasti stjórnmálaflokkur landsins. Framsóknarmenn hafa hreinlega reynt að berjast gegn hagsmunamál- um Vestfirðinga síðasta kjör- tímabil. Þeir hafa sýnt Vest- fjarðaáætluninni andúð og reynt að tortryggja hana á alla lund, meira að segja sagt að hún „fyrirfinnist engin“. Vestfirðingar votta ekki slíkum mönnum traust. Þeir vita að Framsóknarflokkurinn er í dag einangraður henti- stefnuflokkur, sem ekki er líklegur til þess að hafa áhrif á stjórn landsins á næsta kjörtímabili. Framfara- og uppbyggingar öflin eru í Sjálfstæðisflokkn- um, sem haft hefur forystu um mestu þjóðlífsumbætur, sem um getur í sögu þessarar þjóðar. Vitanlega er íslend- ingum ýmis vandi á höndum nú eins og jafnan áður. Verð- fall sjávarafurða er alvarleg- ast þessara vandamála. En fram úr hliðstæðum vanda hefur oft ráðizt áður, og mun svo einnig verða nú. Ríkis- stjómin hefur reynt að mæta vanda útvegsins með ýmsum raunhæfum ráðstöfunum, og mun halda því áfram. Frá Iðnskólanum Iðnskóli Isafjarðar var sett- ur föstudaginn 6. jan. Skól- inn starfaði í öllum fjórum bekkjardeildum auk fram- haldsdeildar til undirbúnings fyrir tækniskóla. I skólann innrituðust 53 nemendur, þar af 48 eingöngu í iðnskólann. Kennarar voru 11 auk skóla stjóra. Próf voru haldin frá 13—21. apríl, luku þá níu nemendur burtfararprófi, en einn mun ljúka því í maí- mánuði. Hæstu einkunn við burtfararpróf hlaut Sigurvin Sigurjónsson 8,30. Hæstu eink unn upp úr 2. bekk hlutu Baldur Jóelsson og Reynir Pétursson 8,80. Skólanum var sagt upp laugardaginn 22. apríl. Fram- haldsdeildin starfar fram eftir maí, en þá munu nem- endur úr henni þreyta inn- tökupróf í Tækniskóla, sem verður lagt samtímis fyrir nemendur í Rvík, Akureyri og á Isafirði. Skólaslit Barna- og unglingaskól- anum í Hnífsdal var sagt upp á miðvikudag 4. maí sl. Skólastjórinn, Kristján Jóns son, hélt skólaslitaræðu. Kristján Jónsson, skóla- stjóri lætur nú af störfum vegna aldurs, en hann hefur verið skólastjóri í Hnífsdal í samfleytt 48 ár og hefur hann kennt þremur ættliðum á starfsferli sínum. Nokkrir eldri nemendur Kristjáns heiðruðu hann í tilefni þessara tímamóta og þökkuðu honum giftudrjúgt starf í þágu fræðslumála byggðarlagsins. Jens Hjörleifsson flutti kveðjur skólanefndar og færði honum blómvönd. Hermann Skúlason, skip- stjóri, flutti kveðjur nemenda sem útskrifuðust úr skólanum fyrir 10 árum og færði hon- um bókagjöf. Guðmundur Ingólfsson, verkstjóri, flutti kveðjur 20 ára nemenda og færði honum veggskjöld úr silfri. Einar Steindórsson, fyrrv. oddviti, flutti kveðjur 30 ára nemenda og færði honum bókagjöf. Auk framanritaðra tóku til máls Þórður Sigurðsson, fyrrv. skólanefndarformaður og Guðfinnur Magnússon, kennari. I skólanum voru 46 nem- endur í vetur. Hæstu eink- unn hlaut Salbjörg Sveins- dóttir í unglingadeild. mun. Atvinnuöryggi hefur verið tryggt og bjargræðisvegir landsmanna gerðir fjölbreyttari. Unga fólkið á í dag um fjölbreyttari atvinnumöguleika að velja en nokkru sinni fyrr. Æskan er ókomna tímans von. Hún verður að fá sem bezt tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna. Að því munu Sjálfstæðismenn vinna framvegis, sem hingað til.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.