Vesturland - 19.05.1967, Qupperneq 5
5
Sameiginlegir framboðsfnndir
hefjast í lok næstu vikn
Kynnl mín af þorskinum...
Sameiginlegir framboðsfundir
stjórnmálaflokkanna í Vest-
f jarðakjördæmi liefjast í
næstu viku með tveim fund-
um á laugardag. Munu fram-
bjóðendur ailra flokka tala
á þessum fundum, en ekki
hefur verið endanlega ákveð-
ið, hverjir verða ræðumenn á
hverjum fundi. Munu fram-
bjóðendur skipta þessu með
sér, enda eru tveir fundir hald
nir suma dagana. Fundahöld-
in verða sem hér segir á eftir
töldum stöðum og tíma:
Patreksfirðingar
í heimsókn
Patreksfirðingar eru nú í
leikför um norðanverða Vest-
firði og ,sýna þeir í kvöld í
íélagsheimilinu á Suðureyri
sakamálaleikritið „Gildruna“,
eftir franska leikritahöfund-
inn Robert Thomas. Leikstjóri
er Höskuldur Skagfjörð.
Önnur sýning verður hér á
Isafirði í Alþýðuhúsinu á laug
ardagskvöld. Vert er að vekja
athygli á því, að leikritið verð
ur sýnt á ísafirði á laugar-
dagskvöld, en ekki á sunnu-
dagskvöld, eins og fyrirhugað
hafði verið. Patreksfirðingar
sýna svo í félagsheimilinu í
Bolungarvík á sunnudags-
kvöld.
27. maí í Árneslireppi kl.
3 e.h. og á Hólmavík sama
dag kl. 8,30.
28. maí í Króksfjarðarnesi
kl. 3 e.h
29. maí í Birkimel kl. 2 e.h.
og á Patreksfirði og í Tálkna-
firði sama dag kl. 8,30.
30. maí á Bíldudal og lúng-
eyri kl. 8,30.
31. maí á Flateyri og Suður
eyri kl. 8,30.
1. júní í Bolungarvík og
Súðavík kl. 8,30.
2. júní á ísafirði kl. 8,30.
Að undanförnu hefur verið
unnið að því að ryðja fjall-
vegi á Vestfjörðum. Breiða-
dalsheiði og Botnsheiði opn-
uðust um síðustu helgi og
Gemlufallsheiði er einnig fær.
Verið er að moka snjó af
Hrafnseyrarheiði og má búast
við að hún verði fær nú um
helgina.
Á Þingmannaheiði og
Framhald af 2. síðu
mín 40 ára vera við sjósókn
færði mér, var það hvernig
fiskurinn flokkaði sig á land-
grunninu eftir þeim lífsskil-
yrðum, sem hverjum aldurs-
flokki hæfði, og kom þar
greinilega fram, að ungviðið
átti enga samleið með eldri
fiskinum, þótt stundum
þvældist það hvað innan um
annað.
Stundum áttum við þess
kost að sjá til botns á nokkru
dýpi, og sjá þá hvemig fisk-
urinn hagaði sér við botninn,
þar sem hann var óáreittur.
Sáum við þá að hann lét
krókana okkar og það sem á
Þorskafjarðarheiði er sagður
mikill snjór, og mun ekki full
ráðið, hvenær hafizt verður
handa um að ryðja þá vegi,
en Vestfirðingar munu knýja
á um, að þess verði ekki langt
að bíða, að þessar heiðar verði
færar, þannig að akvegasam-
band fáist við önnur byggðar
lög Vestfjarða og einnig við
akvegakerfi landsins.
þeim var stundum alveg í
friði, þótt nægur fiskur væri,
aftur á móti rifust þeir um
þá stundum, og voru þá
venjulega þeir stærri sem
höfðu yfirhöndina, eins og
stundum vill verða hjá vits-
munaverum.
Einnig kom það nokkrum
sinnum fyrir, að maður fékk
að sjá mjög stórar fisktorfur
við yfirborð sjávar. Það
merkilega við þær torfur
fannst mér það, hvað fiskur-
inn virtist allur af svipaðri
stærð. Slíkar ofansjávar torf-
ur sáust helzt á vorin, en þó
stundum síðar, ef um miklar
ætisgöngur var að ræða á
gi'unnu vatni.
Fyrir fjörutíu árum eða
svo, mátti heita að á vorin
væri hér við Vestfirðina fisk-
ur í einhverri mynd, frá því
sem smástrákar gátu vaðið
út með títuprjónskróka sína
og út yfir landgrunnið, ■— en
nú er öldin önnur.
Næst fjöruborðinu voru
smáseiðin um það að vera
orðin fullkomlega sundfær,
svo kom í þaragrunnunum
eins og tveggja ára fiskur,
að ég ætla, en þar sem hraun
og smá sandblettir voru í
þaragrunninu, voru oft full-
orðnir fiskar sem hreyfðu sig
mjög lítið, því það mátti
segja að ætið bærist upp í
þá með straumnum.
Þegar á sandinn kom voru
þar eldri árgangar staðsettir,
og þeim stærstu úr þeim
flokki þótti mjög gott að
liggja þar við, sem saman
kom sandur og hraun, og við
hvers konar mishæðir, þar
sem þeir gátu létt af sér
straumþunganum þegar hann
var mestur. Þar sem leirpoll-
ar gengu niður í grunnið,
eins og víða er á 40 faðma
dýptar svæðinu, þar hélt sig
stórlanga, skata, lúða og
ofsalegir stórþorskar, sem
eru þar eins og á nokkurs
konar elliheimili, þar sem
þeir þurfa lítið að hafa fyrir
lífinu, en áður en þeir taka
sér þar sumardvöl, skila þeir
trúlega sínum hrognum inn í
Breiðafjörð.
Stórfisksgöngur komu oft
upp úr Víkurálnum fyrst í
marzmánuði, og héldu grunnt
inn með bjarginu, og inn um
Breiðafjörð, en að þessu voru
þó áraskipti, og sennilega
oftari komu þær sunnan að.
Þetta virtist nokkuð fara eft-
ir því, hvort sjórinn var
dauður eða lifandi á þessum
slóðum.
Gamlir Færeyingar kenndu
mér það fyrstir manna, að
sjá það á lit sjávar, hvort
maður færi um sjó morandi
af lífi, eða líflausan, og ber
þeim saman um það, við það
sem ég hef um þetta lesið frá
hvalveiðimönnum fyrri tíma,
sem þekktu þetta fyrirbæri
og notfærðu sér það.
Mestur hluti þessa stórfisks
fór svo aftur út úr Breiða-
firðinum og út í álinn, og
norður með Vestfjörðum, en
mikið magn af þessum fiski
stoppaði oft um 12—15 míl-
ur út af Bjargtöngum og var
þar oftast uppi í sjó, stund-
um allt fram í ágústmánuð,
því um það leyti var þá
síldin að ganga hér vestur
um. Nokkuð af þessum stóra
fiski varð svo eftir inni um
allan Breiðafjörð að aflokinni
hrygningu, sumt í álnum, en
einnig líka á grunnsævi helzt
á leir- eða sandbotni milli
grunna, og lá þar af sumarið.
Stórar göngur af smærri
fiski helltu sér svo yfir Vest-
fjarðagrunnið í apríl og síð-
ar, stundum komu þær að
norðan, stundum virtust þær
koma hérna upp úr Víkur-
álnum, en oftast komu þær
að sunnan, fyrir Jökul, og
voru mjög mismunandi lengi
á leiðinni, til dæmis frá Jökli
og vestur eftir, sem hefur
vafalaust ekki stafað af því,
að þær vissu ekki hvert ferð-
inni væri heitið, heldur af
því, að sjávarhiti og önnur
lífsskilyrði, svo sem eins og
lifandi sjór, voru misjafnlega
snemma árs hér fyrir hendi
á grunnslóðinni. En sá guli
virðist helzt ekki vilja hafa
lægri sjávarhita í sínum
heimkynnum en ,—5 gráður,
og getum við víst ekki láð
honum það.
Ég tel að þorskurinn sé
mjög staðbundinn og átthaga-
kær að eðlisfari, eftir að
hann hefur tekið sér bólfestu
á einhverjum stað. Ég held
því fram, að það sé engin til-
viljun, hvar fiskur er, og
hvar er fisklaust. Það er
eins með þorskinn og aðrar
lifandi verur, hann lifir ekki
nema þar sem hann hefur
lífsskilyrði, og hann hefur
sjálfsagt ekkert á móti því
að lifa áfram á þeim slóðum
sem hann ólst upp, og velja
sér þar lífsskilyrði, ef þau
væru finnanleg. Og ef þorsk-
urinn hefði eitthvað griðland
til að hrygna á, og ungviðið
fengi að vaxa upp í friði, þá
efast ég ekki um að fiskinum
fjölgaði aftur, en erfitt gæti
Framhald á 6. síðu.
Þessi mynd var tekin sama dag og vegurinn yfir Breiðadalslieiði var opnaður. Sést
glögglega hve mikill snjór hefur verið í Kinninni. Við þann farartálma losnum við,
þegar jarðgöngin hafa verið gerð. (Ljósm. K. Júlíusson)
Fjallvegir að opnast