Vesturland

Årgang

Vesturland - 19.05.1967, Side 6

Vesturland - 19.05.1967, Side 6
6 SJsns) a/esvfíRzxxn ssúaFsamosxnxxn Kynni mín.... Framhald af 2. síðu verið að fá hann inn á firð- ina aftur, nema gera eitthvað fyrir þá áður, því trúlega eru sumir þeirra orðnir óbyggi- legir fiski. Víða hér við ströndina á grunnsævi, eru stór svæði, sem aldrei fæst annað á en ungviði eins til tveggja ára, ár eftir ár, áratug eftir ára- tug. Það bendir til svo ekki verður um villzt, að þar eru uppeldisstöðvar fyrir yngstu aldursflokkana. Við höfum það í hendi okk- ar að verulegu leyti, hvort við viljum hlúa að þessum uppeldisstöðvum, eða eyði- leggja þær. 1 ,,þorskastríðinu“ var það meginþungi okkar raka, að við ætluðum að friða uppeldis stöðvamar fyrir botnvörpu, en í stað þess að friða þær eins og lofað var, hefur dragnót og botnvörpum verið beitt á þessi svæði. örlaga- ríkar vanefndir það. Önnur svæði eru svo þar sem eldri árgangar halda sig, svo til að staðaldri mestan hluta ársins, og enn önnur svæði þar sem annað hvort fæst fullorðinn fiskur, eða enginn fiskur. Það bendir til að þar séu ekki uppeldis- stöðvar, heldur dvalarstaður fullorðins fisks. Og það sem nú er að koma í ljós, varð- andi aflaleysi togaranna, er jú það, að enginn þorskur er lengur til, til að halda sig á þessum gömlu miðum, á þess- um dvalarstöðum, þessir dval- arstaðir stóðust veiðar hundr- uð togara ár eftir ár, en þeir hlutu að þorna af fiski, og þomuðu, þegar tekið var fyrir uppsprettuna hér upp við landsteinana á flóum og fjörðum. Ungviðið komst ekki á framfæri, fyrir því sá dragnótin, þar með búið. Nú eru þessi stóru mið eins og autt torg í yfirgefinni borg, þar sem ekkert fólk á lengur leið um. Þannig er þetta hér á grunninu sem ég þekki til, en Vestfjarðagrunnið með Breiðafjörð og Húnaflóa, sitt á hvora hönd, er gósenland fyrir fiskiklak, trúlega það bezta á „Símahásléttunni", og væri alveg furðulegt ef það væri fyrir yfirsjón fárra manna gert fiskilaust, og þetta stóra forðabúr okkar Vestfirðinga eyðilagt. En mikil hætta er á að svo verði, ef það tekur okkar sérfræðinga á þessu sviði mörg ár enn þá að komast að því á vísindalegan hátt, hversu mikill skaðvaldur dragnótin er og er búin að vera á okkar miðum, en henni er beitt þar sem sízt skyldi. Það sem mér finnst ugg- vænlegast við okkar framtíð- ar fiskveiðar og ég tel að bendi eindregið til að við sé- um að stórskerða þorskstofn- inn og höfum gert það und- anfarin ár, er hvað fiskinum fækkar óðfluga hér á grunn- slóðinni, hvað hann í heild fjarlægist landið árvisst, hægt og sígandi. Það bendir til þess að ungviðið vanti, þar hefur brostið hlekkur. Jafn- framt því blasir sú staðreynd við, að alist þorskur ekki upp hér við ströndina, þá verður hér enginn þorskur staðbundinn. Fyrir um það bil 40 árum mátti heita árvisst, að allir firðir hér á Vestfjörðum væru fullir af fiski vor hvert allt inn á fjarðarbotna, að vísu mismunandi mikill fiskur, og voru sumir fjarðanna hreinar gullkistur. Nú má heita að ekki finnist uggi í þessum fjörðum. Hvers vegna? Þegar línuveiðar hófust hér á þilfarsbátum 6—20 lesta, þá voru þetta gangtregir bát- ar, en þeim entist vel sólar- hringurinn í róðurinn og til hvíldar mannskapnum í landi. Nú er svo komið, að á sömu slóðum nægir ekki sólarhring- urinn miklu stærri og hrað- skreiðari bátum í róðurinn, og það án nokkurrar hvíldar í landi. Þetta finnst mér uggvænlegt, því ég læt mér ekki detta í hug að hér sé um tímabundna tilviljun að ræða, heldur einhverjar veiga- miklar orsakir, sem hægt væri ef til vill að ráða ein- hverja bót á. Ég vil draga þá ályktun, að lífsskilyrði fyrir fisk í fjörð- unum og víðar við strönd- ina hafi breyzt til hins verra á síðustu árum, en á hvem hátt vil ég ekki fullyrða um, því orsakirnar gætu verið margþættar, og það er órann- sakað mál, en eina aðalor- sökina tel ég, þar til það verður afsannað, vera of- notkun þeirra veiðitækja sem dragast með botninum, eins og dragnót og troll hvers konar, drepandi milljónir smá dýra, og smágróður í botn- inum, sem er ómissandi þar, sem ungviðið á að lifa og alast upp. Auk þess sem þessi veiðarfæri gefa fiskinum aldrei frið meðan þau eru í sjó, hann er á sífelldum þeyt- ingi undan þessum tækjum. En þegar þorskurinn er kom- inn á sínar stöðvar, þá vill hann hafa sína hvíld, eins og aðrar lifandi verur. Þetta at- riði er mjög veigamikið at- riði á grunnsævi, varðandi það að halda fiski á ein- hverjum stað, á djúpu vatni kemur þetta ekki eins að sök, því þá er fiskurinn svo mikið uppi í sjó í fæðuleit, en minna við botninn. Önnur veiðarfæri gera ekki ónæði að ráði nema þeim fiskum sem þau veiða. Því verður alltaf skaðlegt að beita botnvörpunni, hverju nafni sem hún nefnist, á upp- eldisstöðvunum. Þetta kom greinilega í ljós meðal annars við togveiðarn- ar, þegar togað var á heldur þröngum svæðum, eða smá- blettum. Það var kannske hægt að veiða í sólarhring, þá var fiskurinn veiddur og flúinn. Eftir nokkurra daga hvíld var aftur hægt að veiða, og svo aftur hvíld, og svo koll af kolli, þar til bletturinn var með öllu fisk- laus. Þetta sá maður svo oft og árvisst til Bretanna, áður en landhelgin var færð út, helzt þó á haustin. En þegar þeir hættu þess- um ljóta leik við útfærslu landhelginnar, þá tóku snúr- voðarar okkar og smátogarar við og héldu og halda eyð- ingunni áfram. Síðar komu svo nylonnetin til sögunnar, sem nálgast að vera gereyðingartæki á þann gula ef subbulega er á haldið, og að lokum kom þorsknótin. Ef svo fer enn um mörg ár, að þessi veiðarfæri verði notuð, hvar og hvenær sem er, með svipuðum takmörk- unum og verið hefur síðustu ár, þá horfir illa fyrir vini mínum þorskinum, og væri sannarlega illa farið, ef hann væri útdauður á íslandsmið- um, undir vísindalegu eftir- liti, áður en vísindamenn okar væru búnir að rannsaka lifnaðarháttu hans og fá þann fróðleik, sem þeir gætu byggt á ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þorskstofninn verði ofveiddur, og þannig bjarga þessum fjármunalega stærsta höfuðstól þjóðarinnar. Og víst má sá guli hugsa sem svo: Áður veitti björg í bú bætti hag þess snauða. Þessir vilja þreyta nú þorskabyggð til dauða. Látrum, 18. febr. 1967. Þórður Jónsson. Þakkaöllum sem sýndu mér vinarhug á sjötugs- afmæli mínu 28. apríl s.l. GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON Seljalandsvegi 26, Isafirði. Auglýsing Dregið hefur verið í happdrætti Skíðalyftunnar á ísafirði og kom upp númer 4586. Vinningurinn er bifreið af gerðinni Vauxhall Viva, árgerð 1967. Vinn- ingshafi snúi sér til Braga Ragnarssonar, sími 570 eða 574, ísafirði. BOLUNGARVIK Frá Trésmiðjunni: Hurðir: Innihurðir, spónlagðar: Eik, Teak, Gullálmur, Mahogny o.fl. tJtihurðir: Aðalliurðir, Kjallarahurðir, Svalar- hurðir, Bílskúrshurðir, upprenndar. Harðviður og fura. Harðviðarþiljur. Önnumst hvers konar spónlagningu. Gluggar, Eldhúsinnréttingar, Svefnherbergisskápar, Sólbekkir. Frá Plastverksmiðj unni: Plötueinangrun V2”, 1”, I W’, 2”, zy2”, 3” þykktir. Nýtt frá verksmiðjunni: Röreinangrun, hólkar, fyrir rör l/2”, 1”, lx/2”> 2”, <iy2” og fleiri stærðir eftir pöntunum. Frá byggingardeildinni: Alls konar byggingaframkvæmdir og mannvirkja- gerð. Margs konar vinnuvélar. Frá malar- og sandnámi fyrirtækisins: 4 kornastærðir af góðu steypuefni. BOLUNGARVIK Byggingafyrirtæki Bolungarvík.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.