Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.05.1967, Blaðsíða 8

Vesturland - 19.05.1967, Blaðsíða 8
„Ríkisstjórnin reynzt betur, en hún gaf íyrirheit nm“ Skúla Guðjónssyni á Ljótunnarstöðum liggja ekki sérlega illa orð til ríkisstjómarinnar. Skúli skrifar um útvarpsdagskrána í „Þjóðv.“, sem út kom í gær. Fjallar hann þar um útvarpsumræðumar frá Alþingi í þinglokin og segir ma. orðrétt: „Ekki gat ég varizt þeirri hugsun, þegar ég hlýddi á fyrrnefndar umræður, að stjórnarandstæðingar dæmdu ríkisstjómina of liart. Eigi maður að vera sanngjarn, hefur ríkisstjórnin reynzt betur, en hún gaf fyrirheit um.“ (Leturbreyting Vesturlands). Þetta er loflegur vitnisburður mannsins, sem skipaði tíunda sætið á apríllista Alþýðubandalagsins í Vest- fjarðakjördæmi, og mega stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar vel við una. Skúli vildi ekki fara á nýja listann hjá Hannibal- istum, og nú, þegar hann hefur dregið sig í hlé frá stjómmálunum, vill hann vera svo „sanngjarn“, að viðurkenna þá staðreynd, sem blasir við öllum lands- mönnum, en hún er einmitt sú, með orðum Skúla, að „ríkisstjórnin hefur reynzt betur en hún gaf fyrirheit um“. Fvndnr Sjálfstæðismanna á Þingeyri Sjálfstæðisfélag Dýrfirð- inga boðaði til almenns stjórn málafundar að Þingeyri sl. miðvikudagskvöld. Hófst fund urinn kl. 9 s.d. Jónas Ölafs- son, framkvæmdastjóri, for- maður Sjálfstæðisfélagsins setti fundinn og stjórnaði hon um. Þá flutti Sigurður Bjarna son alþm. frá Vigur framsögu ræðu um héraðsmál og lands- mál. Miklar umræður urðu að ræðu hans lokinni og tóku þessir til máls: Páll Pálsson, Séra Stefán Eggertsson, Sig- mundur Jónsson, Matthías Guðmundsson og Steinþór 3enjamínsson. Að lokum svar aði Sigurður Bjarnason ýms- um fyrirspumum, er fram höfðu komið. Fundurinn fór í öllu hið bezta fram. Kom fram mik- il ánægja með þær miklu framkvæmdir er staðið hafa í héraðinu sl. kjörtímabil, sér- staklega á sviði hafna- og vegamála. Bent var á nauð- syn þess að lengja flugvöll- inn á Þingeyri, þannig að þar geti lent stærri tveggja hreyfla flugvélar. Ennfremur var rætt um nauðsyn auk- inna íbúðabygginga á stað- num. Kosningaskriistofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á fsafirði er í Sjálfstæðishúsinu, annarri hæð, símar 695 og 232. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10—12 og 1—7. Utankjörstaðakosning er hafin og geta þeir, sem verða að heiman á kjördag, kosið hjá sýslumönnum og hreppstjórum, og erlendis er kosið í íslenzkum sendi- ráðum og hjá íslenzkum ræðismönnum. Kjósið áður en þér farið að heiman, ef þér verðið ekki heima á kjördag. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, sem dvelur utan bæjarins og verður ekki heima á kjördegi, er beðið að hafa samband við kosningaskrifstofu flokksins. Veitið skrifstofunni allar þær upplýsingar, sem geta orðið til þess að auðvelda kosningaundirbúning- inn og til aðstoðar við stuðningsmenn flokksins. Þeir, sem fengið hafa senda miða í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins 1967, eru vinsamlegast beðnir að gera skil hið fyrsta á kosningaskrifstofunni í Sjálf- stæðishúsinu. Dregið verður 23. maí n.k. Fjðlsóttur fundur Sjálfstæðismanna i Bolungarvík Sjálfstæðisfélögin í Bolung- arvík efndu til almenns stjóm málafundar í félagsheimilinu í Bolungarvík á miðvikudag i síðustu viku. Hófst fundur- inn kl. 9. Guðmundur Agnarsson, for- maður Félags ungra Sjálf- stæðismanna við ísafjarðar- djúp, setti fundinn og til- nefndi hann sem fundarstjóra Jónatan Einarsson oddvita og fundarritara Jón Þórðarson verzlunarmann. Frummælendur voru þeir Sigurður Bjamason alþm. frá Vigur, i Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sigurðsson sýslumaður. Töluðu þeir bæði um héraðsmál og landsmál og var ræðum þeirra ágætlega tekið. Auk frummælenda tóku til máls þeir Jónatan Einarsson oddviti, Benedikt Bjarnason framkvæmdastjóri og frú Ósk ólafsdóttir. Að lokum svöruðu fmm- mælendur fyrirspurnum. Fundurinn var vel sóttur og fór í öllu hið bezta fram. Er þetta fyrsti fundur, sem Á síðasta Alþingi flutti Sig- urður Bjarnason frv. til laga um breyting á læknaskipunar- lögunum á þá leið að heimilað væri að ráða lækni til starfa í þjónustu síldveiðiflotans og áhafna hans á aðalsíldarver- tíðinni. Var þetta frv. sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um og má því gera ráð fyrir að það komi til framkvæmda á komandi sumri. í greinargerð, er fylgdi frv. Sigurðar Bjarnasonar var vak in athygli á því, að brýna nauðsyn bæri til þess að tryggja sjómönnum læknis- stjórnmálaflokkamir halda í sumar hér í Bolungarvík fyr- ir alþingiskosningarnar. Rikir mikill áhugi á því í byggðar- laginu að vinna ötullega að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. þjónustu á fjarlægum miöum. En eins og kunnugt er liefur síldveiðiflotinn undanfarin sumur stundað veiðar allt norður undir Jan Mayen lang- tímum saman. Hefur stund- um orðið að leita þjónustu norskra og rússneskra lækna, þegar slys eða veikindi hafa borið að höndum. Ráðning læknis í þágu síldveiðiflotans er því heilbrigðis og öryggis- mál, sem ber að fagna að Al- þingi og ríkisstjóm hefur sýnt skilning á með samþykkt fyrrgreinds frv. Sigurðar Bjarnasonar. Læknir síldveiðisjómanna „Tíniiiin" hæðir Framsóknarmenn Dagblaðið ,,Tíminn“ birti nýlega myndir af frambjóð- endum flokksins í Vestfjarða- kjördæmi, og fylgru umsagn- ir um ágæti fjögurra efstu manna, en næstu sex urðu að láta sér nægja myndirnar. Er næsta fróðlegt að lesa umsagnir Framsóknarmanna Rafmagn á Pat- reksfjarðarflugvöll Ákveðið hefur verið, að rafstrengur verði í sumar lagður yfir Patreksfjörð á flugvöllinn við Sauðlauksdal i Rauðasandshreppi. Mun flug völlurinn verða raflýstur og er rafmagn frá Mjólkárvirkj- un þar með komið í hreppinn. Jafnframt styttist nokkuð rafmagnsleiðslan yfir Barða- strandarhrepp, sem ákveðið er að fái raforku frá orku- verinu í Arnarfirði. —n— sjálfra um sína frambjóðend- ur. Áður var Halldór á Kirkju bóli búinn að lýsa yfir því, að Sigurvin væri „óbilaður, en tekinn að þyngjast til ferða laga“. Nú segir Tíminn, að Sigurvin sé rökfastur maður og reikningsglöggur, og hafa reikningsdeilur hans og við- skiptamálarúðherra oft vakið athygli á Alþingi.“ Trúlega á Sigurvin að nota reikningssnilld sína til þess að reikna erfðaprinsinn Stein- grím inn á þing. Sölvi Helga- son reiknaði kálf í kú, og tví- bura í meykerlingu, annan svartan og hinn hvítan. Sölvi varð að hafa fyrir því, að reikna tvíburana úr kellu, en kjósendur í Vestfjarðakjör- dæmi munu sjá til þess, að reikningsdæmi Sigurvins „reikningsglögga" gangi ekki upp. Um Steingrím erfðaprins segir „Tíminn“, að hann sé „nú tvímælalaust eitt mesta foringjaefni í hópi ungra manna á lslandi.“ Fyrr má nú rota en dauð- rota. Slíkt hefði Snorri kall- að háð. Um Halldór á Kirkjubóli segir „Tíminn“: „Það verður iengi í minnum haft, hvernig hann leysti vanda Framsókn- arflokksins i Vestfjarðakjör- dæmi á síðastliðnum vetri.“ Já, það er rétt. Það verður frægt að endemuin, hvernig Halldóri á Kirkjubóli var bol- að úr öðru sæti á löglegum framboðslista flokksins, og þvingaður með ægivaldi flokks forustunnar í Reykjavík til þess að fara í fjórða sæti á framboðslista, sem aldrei var borinn undir þann aðila, sem ákveða skal framboð flokks- ins, en það er Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Vest- fjarðakjördæmi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.