Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.05.1976, Blaðsíða 5

Vesturland - 08.05.1976, Blaðsíða 5
5 AÐALSKOÐUN bifreiða á ísafirði og Súðavíkurhreppi árið 1976 fer fram dagana 3. maí — 4. júní og ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til eftirlitsins. Skoðun fer fram við bifreiðaeftirlitið á ísafirði við Árnagötu kl. 9—12 og 13—16,30 tilgreinda daga. 3. maí i- i - - 1- 100 19. — I- 1201 — 1- 1300 4. — i- 101 - - I- 200 20. — í- 1301 — 1- 1400 5. — i- 201 - - I- 300 21. — í- 1401 — 1- 1500 6. — i- 301 - - 1- 400 24. — I- 1501 — í- 1600 7. — i- 401 - - I- 500 25. — 1- 1601 — 1- 1700 10. — i- 501 - - I- 600 26. — I- 1701 — I- 1800 11. — i- 601 - - í- 700 28. — I- 1801 — I- 1900 12. — i- 701 - - 1- 800 31. — 1- 1901 — I- 2000 13. — i- 801 - - 1- 900 1. júní 1- 2001 — í- 2100 14. — i- 901 - - I- 1000 2. — 1- 2101 — I- 2200 17. — i- 1001 - - 1- 1100 3. — 1- 2201 og áfram 18. — i- 1101 - - í- 1200 4. — létt bifhjól Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Einnig skal sýna skilríki fyrir því að bifreiðaskattur, vátrygg- ingagjöld ökumanns og skoðunargjald fyrir árið 1976 sé greitt, og að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld ekki verið greidd og öðrum skilyrðum ekki fullnægt verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til úr hefur verið bætt. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á réttum degi án þess að hafa áður tilkynnt skoðunarmanni lögmæt for- föll með hæfilegum fyrirvara, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og vegalögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á ísafirði, 27. apríl 1976. Þorvarður K. Þorsteinsson. Bíleigendur! V ar ahluta verslunin ER OPIN FRÁ 8—7 ALLA VIRKA DAGA GETUM NÚ BOÐIÐ VIÐSKIPTAVINUM OKKAR HJÓLASTILLINGAR OG JAFNVÆGISSTILLINGU Á HJÓL Fast verS Smurstöðin er opin alla virka daga Stærsta og fullkomnasta verkstæðið á Vestfjörðum Bílaverkst. ísafj. símar 3837 og 3379 lega að almennri rannsókn hinna botnlægu sjóþörunga við íslenskar rannsóknarstofn- anir. Mörg verkefni eru ,því enn óleyst. Þau kref jast ýmist frumathugana eða endurmats í ljósi nýrra aðferða og breyttra viðhorfa. Rannsóknir á sjávargróðr- inum eru bæði undirstöðu- rannsóknir eða beinar visinda- rannsóknir og hagnýtar rann- sóknir. Hinar beinu vísindarann- sóknir á sjávargróðrinum varða grun dvallar atr iði svo sem líf, vöxt og æxlun þess- ara lífvera. Hér er um að ræða bæði botnlæga sjóþör- unga og svifþörunga. Hinir botnlægu sjóþörungar mynda aðalstöðvar lægri dýra, sem eru fæða fiska, skjólstöðvar fyrir ungfisk og aðalstöðvar sumra fisktegunda svo sem hrognkelsa. En svifþörung- arnir hafa sína grundvallar- þýðingu sem frumáta hafsins, svo að ekki er að ófyrirsynju að kalla þá gresjur hafsins, svo sem hinn merki sjávarlíf fræðingur Prescott nefnir fyrirbærið. Það þarf ekki hér að ræða um þjoðhagslegt mikilvægi vísindalegra rannsókna á sjávargróðrinum við Island, þar sem þær varða undirstöð- una undir höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginn. Engin þjóð á meir undir vis- indalegum rannsóknum á bessum vettvangi en einmitt íslendingar. Við verðum sjálf- ir að annast þessar rannsókn- ir. Ekki er hægt nema að takmörkuðu leyti að byggja á almennum vísindalegum rannsóknum á sjávargróðri, sam annars staðar eru fram- kvæmdar. Það verður að gera T'annsóknir með tiiiiti til ís- lenskra aðstæðna, rannsóknir á sjávargróðrinum við ísland. Hér er mikið verk að vinna cg margþætt. Þessar rann- sóknir á sjávargróðrinum stefna að heildarsamantekt um íslensku sæflóruna og þar með að bættri vitneskju manna á lífinu í sjónum við ísland. Þetta verk þolir ekki bið. Við höfum heiltíarsaman- tekt um fiska, fugla, spendýr cg landflóru, en enn vantar sæflóru ísiands. Hagnýtar rannsóknir á sjávargróðrinum við ísland eru ng í hæsta máta aðkali- andi verkefni. Við höfurn þeg- ar hafið það starf með rann- sóknum þeim á þara og kló- bangi,' sem vou undanfari Þörungavinnslunnar að Reyk- hólum. Þar er um að ræða gott dæmi um þýðingu þör- uriea • sem hráefnis fyrir mikilvæga framJeiðslu, þar so~> er alginöt, sem eru svo mi'ki'lv. þáttur í margs konar efnaiðnaði, allt frá tannkremi niður í skósvertu. Miklir möguleikar eru í sambandi við hagnýtdngu kalkþörunga, sem eru í miklu magni t.d. í Arnarfirði og ísafjarðardjúpi. Úr kalkþör- ungum er framleitt kalk til áburðar á tún. Hér eru æp- andi verkefni fyrir hagnýtar rannsókmr. Söl og fjörugrös er jafnvel ekki að forsmá til manneldis nú til dags frekar en í gamla daga. Ein þörungategundin, purp- urahimna, finnst hér við land, sumstaðar í stórum stíl. Jap- anir sækja svo mjög í pur- purahimnu, að þeir rækta hana til manneldis og þykir hún herramannsmatur. Þeir tímar mættu koma, að við seldum Japönum ekki einung- is loðnu til matar heldur og purpurahimnu i ríkum mæli. Þarinig má lengi drepa á möguleika, sem kunna að fel- ast í hagnýtingu sjávargróð- ursins við ísland. En til þess að svo verði þarf hagnýtar rannsóknir og vísindalegar rannsóknir. Það þarf og að kcma til margvísleg tæknileg þekkingi og markaðsöflun. Undirstöðurannsóknir eða vísindarannsóknir og hagnýt- ar rannsóknir á sjávargróðr- inum við ísland varða annars vegar uppeldisstöðvar nytja- fiska, viðgang fiskstofnana cg þar með framtíð sjávarútvegs- ins í landinu, og hins vegar varðar þetta hagnýtingu sjávargróðurs sem hráefnis til iðnaðarfrámleiðslu. Hér er því um að ræða eitt hið mikil- vægasta mál sem hugsast get- ur. íslenlingar hafa ekki efni á að láta reka á reiðanum í þessu máli. Við eigum líka á að skipa hæfustu mönnum cg stofnunum, sem til þarf. í dag hefir Hafrannsóknar- stcifnunin því hlutverki að gegna að rannsaka lifnaðar- háttu og lífsskilyrði sjávar- gróðurs. Starf stofnunarinnar hefir í þessu sambandi beinst að rannsóknum á svifþörung- um en ekki að skipulögðum rannsóknum á botnlægum sjávargróðri. Við Líffræði- stofnun Verkfræði- og raun- vísindadeildar Háskóla ís- lands er kennsla í þeim vís- indum, sem varða sjávargróð- urinn. Við flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu teljum að þetta starf þurfi að efla frá þvi sem nú er. Við teljum og að til þurfi að koma markviss starfsemi, sem miðar að hagnýtingu sjávar- gróðurs til iðnaðarframleiðslu og eðlilegt að það starf sé á vettvangi Iðnþróunarstofn- unar íslands, sem hefir það markmið að efla íslenskan iðn- að og iðnþróun. Án þess að við flutnings- menn þessarar tillögu ætlum okkur að segja nefnd þeirri fyrir verkum, sem hér er gert ráð fyrir að fái það verkefni að gera tillögur um aðgerðir til að efla rannsóknir á sjávargróðrinum, þá er það ekki ætlan okkar að það þurfi að vera nauðsyn að koma á fót nýrri stofnun til að vinna að þessum mikil- vægu málum. Þvert á móti verður að ætla að hagkvæm- ast, að þær stofnanir, sem fyrir eru, og eðlilegt er að annist þessi verkefni séu ofldar svo sem nauðsyn kref- ur til þess að málum þessum sé bcrgið. Taka verður jafn- framt upp heildarstjórn og samræmdar aðgerðir, svo að nútímavísindi og tækni verði hagnýtt sem best á svo mikil- vægum vettvangi sem hér er um að ræða fyrir atvinnu- vegi og lífsbaráttu þjóðar- innar. Þess vegna er tillaga bessi til þingsályktunar lögð fram.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.