Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 2
yífr/uji^jíj
ppram \ *J sa» atammam suiamraumatm
UTGEFANDI: BLAÐNEFND: Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Sigurður Stefánsson, ísafirði Úlfar Agústsson, ísafirði
Eiríkur Greipsson, Flateyri Kristín Hálfdánardóttir, (safirði
Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík
AFGREIÐSLA: RITSTJÓRAR: Á II. hæð, Sjálfstæðishúsinu, (saf., sími 4232 Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík, ábm. Sigurður Stefánsson, (safirði.
Prentstofan ísrún hf., Isafiröi.
Það tókst — þrátt fyrir
Alþýðubandalagið
Hin fyrri og sú veigameiri,
er hin breytta vaxtastefna,
sem hófst raunar í valdatíð
ríkisstjórnar Geirs Hall-
grímssonar, og hefur haldið
áfram með hléum síðan. Sú
stefna hefur gefið fólki tæki-
færi til að ávaxta fé sitt í
bönkum og þannig valdið
innlánsaukningu þeirri sem
opinberar hagtölur greina
frá. Þessi vaxtastefna hefur í
meginatriðum verið í sam-
ræmi við hugmyndir Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks, en í
fullkominni andstöðu við
„Lúðvísku" Alþýðubanda-
lagsins.
Hin seinni lýtur að útlán-
um og skýrir að nokkru
rýmri lausafjárstöðu bank-
anna. Samkvæmt lögum er
Seðlabankanum heimilt að
binda innlán á sérstökum
reikningi í bankanum. Þessi
bindiskylda hefur veríð auk-
in mjög verulega upp á síð-
kastið. Þá hefur Seðlabank-
inn beitt ýmsum öðrum
beinum aðgerðum til að
stemma stigu við útlánum.
-Einnig þessi stefna hefur
verið litin hornauga af AI-
þýðubandalagsmönnum.
Fátt sýnir betur siðleysi
og forstokkun Alþýðubanda-
lagsmanna en það að þeir
skuli fjalla um þessi mál án
þess að geta þess hvernig
flokkurínn hefur einlægt
spyrnt á móti. Kynnu for-
ystumenn Alþýðubandalags-
ins að skammast sfn myndu
þeir auðvitað þegja um
þessa peningamálaþróun.
Það virðast þeir hins vegar
ekki kunna og gapa þess
vegna i Þjóðviljanum.
„Hrokagikkur valdsins"
Alþýðubandalagið hefur
sem kunnugt er verið um
árabil svarinn fjandmaður
sparifjáreigenda í landinu.
„Lúðvfskan" í efnahagsmál-
um, sem er hornsteinn efna-
hagsmálastefnu Alþýðu-
bandalagsins; gengur út frá
því að lækka beri vexti og þá
muni aftur rofa til f efna-
hagsmálum landsmanna.
Nú er það kunnara en frá
þurfi að segja að hagur
sparifjáreigenda hefur um
margra ára skeið verið fyrir
borð borinn á fslandi. Allir
vita að fólk hefur ekki getað
lagt fjármuni sína í banka.
Þar hafa þeir fuðrað upp á
verðbálinu. Alþýðubandalag-
ið hefur jafnan verið tals-
maður þess, að skollaleik
þessum yrði haldið áfram og
beitt öllu sínu afli, til þess
að koma í veg fyrir að vöxt-
um yrði komið í það horf að
sparifjáreigendur gengju
ekki með skarðan hlut frá
borði.
Til allrar lukku hafa
sanngirnis- og skynsemis-
sjónarmiðin smám saman
unnið sigur á „Lúðvísk-
uniii". Er nú svo komið að
sparifjáreigendur geta nú á-
vaxtað fé sitt þannig á sér-
stökum reikningum, að þeir
hafl nokkurn ábata af.
Eðlilega hefur þetta haft
áhrif á innlán bankastofn-
ana í landinu. A tólf mánuð-
um til júlfloka s.I. jókst pen-
ingamagn og sparifé um nær
80% þegar með eru taldir
áfallnir vextir sem færðir
verða um áramótin. Aukn-
ing útlána á sama tima varð
hins vegar um 66%. Lausa-
fjárstaða bankanna er líka
betri nú en áður.
Það hljómar einkennilega
hjáróma þegar Þjóðviljinn
fagnar þessari þróun í for-
síðugrein nú fyrir skemmstu.
Undarlegt er einnig að lesa
leiðara Kjartans Ólafssonar
þar sem þessu er fagnað.
Þetta er furðulegt vegna
þess að þróun þessara þátta
peningamálanna kristallar
einmitt skipbrot efnahags-
stefnu Alþýðubandalagsins.
Rekja má þessa þróun pen-
ingamálanna til tveggja á-
kvarðana sem báðar eru í
hróplegri mótsögn við bar-
áttumál Alþýðubandalags-
ins.
Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra, gerði hugtak-
ið „hrokagikkur valdsins,"
fleygt, þegar hann var rit-
stjóri Þjóðviljans, fyrir
nokkrum árum. Þar kom vel
á vondan. Þau ár sem Svav-
ar hefur gegnt ráðherra-
störfum hefur hann vakið
sérstakaka athygli fyrir em-
bættishroka og drýldni.
Nokkur nýleg dæmi nægja
til að varpa ljósi á þetta.
Frægt varð að endemum
þegar Svavar Gestsson gekk
framhjá nokkrum reyndum
og virtum starfsmönnum
Brunabótafélags fslands og
skipaði gullkistuvörð AI-
þýðubandalagsins, Inga R.
Helgason, í embætti for-
stjóra Brunabótafélagsins.
Þessi embættisveiting mælt-
ist að vonum illa fyrir hjá
þorra fólks. En Svavar lét
sér hvergi bregða. Hann
brást einungis ókvæða við
öllum gagnrýnisröddum. Sú
staðreynd að hann kaus að
umbuna flokksgæðingi Al-
þýðubandalagsins með digru
embætti við ríkisjötuna,
taldi félagsmálaráðherra
ekki umtalsvert.
Annað dæmi: Nýlega
felldi Félagsdómur, sem
skipaður er af félagsmála-
ráðherra, dóm sinn í veiga-
miklu máli. Dómurinn virð-
ist eitthvað hafa komið við
kaun Alþýðubandalagsfurst-
anna, því einn þeirra, Arn-
mundur Backman, sem er
aðstoðarmaður félagsmála-
ráðherra, fordæmdi hann í
Þjóðviljanum. Þegar samtök
vinnuveitenda dirfðust að
óska skýringar á ummælum
Arnmundar, greip Svavar til
þess ráðs að dylgja um hvat-
ir þær sem lægju að baki
athugasemd vinnuveitenda.
Um málefnaleg svör var
auðvitað ekki að ræða. Þau
taldi hinn kjörni fulltrúi,
Svavar Gestsson, sig ekki
þurfa að gefa.
Þriðja dæmi: Svavar
Gestsson og fleiri ráðherrar
keyptu sér dýra og fína bfla
skömmu fyrir síðustu geng-
isfellingu. Þegar eitt dag-
blaðanna dirfðist að spyrja
hinn lítilláta félagsmálaráð-
herra um bflakaupin svaraði
hann af hinni alkunnu hóg-
værð sinni: „Ykkur kemur
það ekki við." Aðrir ráð-
herrar sem spurðir voru út í
þessi bflakaup, svöruðu
prúðmannlega og gerðu
grein fyrir þeim.
Fjórða dæmi: Alþýðublað-
ið flutti fréttir af undarlegri
skipan matsmanna á vegum
félagsmálaráðuneytisins fyr-
ir skömmu. Fylgdi fréttinni,
að matsmennirnir mötuðu
krók sinn,* fengju rífleg laun
og nytu höfðinglegra
greiðslna í formi bflastyrkja.
Fjölmiðlar óskuðu skýringar
Svavars Gestssonar, félags-
málaráðherra, enda heyrðu
mál þessi beint undir hann.
Enn neitaði félagsmálaráð-
herra að svara. Þessi f stað
muldraði hann eítthvað 6-
skiljanlegt um að vegið væri
að æru sinni og persónu.
Þessi f jögur dæmi, sem öll
eru nýleg, segja lærdómsríka
sögu af þeim unga manni,
Svavari Gestssyni sem lyft
hefur veríð til æðstu met-
orða. Þau segja almenningi í
landinu m.a. þá sögu að
þessi formaður Alþýðu-
bandalagsins telji almenn-
ingi lítt koma við stjórnarat-
hafnir sinar og að eðlilegar
hugmyndir um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda eru hon-
um jafn framandi og hugsast
getur. EKG.
Bílar til sölu
Toyota Hiace, pick-up, árg. 1974
Bedford vörubifreið, árg. 1964
Á sama stað er til sölu góður 4ra
ferm. miðstöðvarketill ásamt neyslu-
vatnskút og öðru tilheyrandi.
Vélvirkinn sf. vélaverkstæði
Bolungarvfk — Sími 7348 — Nafnnúmer 9175-6196
25 ár
1956-1981
Steypustál, timbur, þilplötur,
spónaplötur, þakjárn, pappi.
Allt til bygginga á einum stað
JÓN FR. EINARSSON
Byggingavöruverslun
Sími 7152 — Bolungarvík
Kaffitería
Kaffiterían er opin daglega kl.
08:00 - 22:00.
Þar bjóðum við meðal annars fast-
an matseðil grillrétta ásamt ódýrari
réttum dagsins.
Sýnishorn af matseðli:
1. Súpa dagsins.
2. Frönsk lauksúpa.
5. Djúpsteikt ýsuflök m/frönskum
kartöflum, salati og sósu.
10. Steiktar lambakótilettur
m/ristuöum sveppum.
11. Lambasteik Hawai m/frönskum
kartöflum og kryddsmjöri.
15. Grillaður kjúklingur m/frönskum
kartöflum, salati og sósu.
20. Steikt svínakótiletta m/ananas
og ristuöum spergli.
25. Enskt buff m/lauk.
HOTEL ISAFJORÐUR
Silfurtorg 2,
400 fsafjörður, lceland
afli í ágúst
framhald af bls. 4
Júlíus Geirmundss. tv. 504,4 4
Guðbjarturtv. 418,2 3
Sigurður Þorkelss. f. 31,6
20færabátar 135,3
Súðavík:
Bessi tv. 288,4 2
Hólmavik:
Grímsey n. 63,3
Helga RE tv. 49,2
Framanritaðar aflatðlur eru
miðaðar við slœgðan fisk.
Rækjuaflinn í einstðkum ver-
stöðvum:
fsafjörður: lestir
Guðný 36,0
Laufey 28,9
Bryndís 28,1
Morgunstjarnan 24,2
Fálkinn 23,5
Hamraborg 22,1
Bára 15,4
Jón Pétur 12,0
Þröstur 11,5
Súðavík:
Valur 26,3
Sigrún 19,5
Hólmavfk:
Ásbjörg 36,2
Donna 34,2
Sæbjörg 27,7
Jón Pétur 18,9
Hólmavfk:
Skagaröst 17,0
Hilmir 16,9
Drangsnes:
Stefnir 27,0