Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 3

Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 3
^IIMIÖ Engilbert endurkjörinn framhald af bls. 1 son og Einar Ólafsson. Til vara, Guömundur H. Ingólfsson, Þór- ir H. Einarsson, Hildur Einars- dóttir, Bjarni Hákonarson og Einar Oddur Kristjánsson. f fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks- Ins voru kjörnir: Högni Þóröarson, Auöunn Karlsson, Guömundur Þórdar- son, Hilmar Jónsson, Jónatan Einarsson. Til vara: Hafsteinn Davíðsson, Baldur Bjarnason, Jón Ölafsson, Andrés Ólafsson, Kristján J. Jónsson. f fjároflunarnefnd: Einar Oddur Kristjánsson, Guömundur Marinósson, Birgir Valdimarsson. Til vara: Bragi Thoroddsen, Halldór Bernó- dusson og Agúst Gíslason. í skipulagsnefnd: Hálfdán Kristjánsson, Jens Kristmannsson og Einar Jóna- tansson. Til vara: Ingi Garöar Sigurðsson, Pétur Sigurðsson og Hákon Salvarsson. f blaðanefnd Vesturlands: Sigurður Stefánsson, Úlfar Agústsson, Eiríkur Greipsson, Kristín Hálfdánardóttir og Einar K. Guðfinnsson. Til vara: Guð- mundur Þórðarson, Ágúst Gíslason, Örn Jóhannson, Anna Pálsdóttir og Halldóra H. Kristjánsdóttir. f kjörnefnd: Formaður kjördæmisráðs og formenn fulltrúaráða. Jónas Ól- afsson, Guðmundur B. Jóns- son, Andrés Ólafsson, Jósefína Gísladóttir, Þórarinn Sveinsson og Gunnar Þórðarson. Til vara: Varaformaður kjördæmisráðs og varaformenn fulltrúaráöa. Hafsteinn Davíðsson, Guð- mundur P. Einarsson, Lovísa Ibsen, Bjarni Einarsson, Elísa- bet Agnarsdóttir, Guðmundur Kristjánsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Högnr Þórðarson og Guð- mundur Kristjánsson. Til vara: Jens Kristmannsson. Nýkomið MIKIÐÚRVALAF VEGG- OGLOFTUÖSUM FRYSTIKISTUR — ELDAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR — ÞURRKARAR mw ^- - - — SILFURGÖTU 5 straumur hf sími332i Rafvirki Húsasmiðir Rafvirki óskast til starfa í Hnífsdal og/eða Bolungarvík. Einnig vantar okkur til starfa húsasmiði og menn vana byggingarvinnu. JÓN FR.EINARSSON Sími 7351 — Bolungarvík # ORKUBÚ VESTFJARDA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörour Að tæknideild Orkubúsins þurfum við að ráða Tækniteiknara Upplýsingar hjá Tæknideild Orkubúsins. Atvinna Viljum ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Verkstjóra 2. Járniðnaðarmenn eða menn vana járniðnaði 3. Aðstoðarmenn 4. Nema í járniðnaði Upplýsingar veittar í síma 7348 og 7272 á kvöldin. y7 Vélvirkinn sf. vélaverkstæði mmmm Hafnargötu 8 — Bolungarvík ísafjarðarkanpstaðnr Dvöl í íbúðum aldraðra Bæjarstjórn ísafjarðar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í íbúðum aldr- aðra á Torfnesi. Umsóknir skulu gerðar á eyðublöð er fást afhent hjá bæjarstjóra ásamt frekari upplýsingum er hann veitir. Umsóknir skulu hafa borist bæjar- stjóra fyrir 10. október n.k. Áður innlagðar umsóknir verða að endurnýjast. ísafirði, 23. sept. 1981 Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Pólitísk markleysa framhald af bls. 4 í prófkjörum stjórnmálaflokk- anna, ekki hvað síst hjá Sjálfstæð- isflokknum við síðustu sveitar- stjóra- og Alþingiskosningar. Samstöðuna vantar. Við verðum líka að horfast í augu við og viðurkenna, að aðstaða kvenna til virkrar þátttöku í stjórnmálum er enn þann dag i dag margfalt erf- iðari en karla. Við kúgvendum ekki á einni nóttu aldagömlum viðhorfum og venjum, hvað sem líður allri lagasetningu um jafn- rétti og jafnstöðu. MOTMÆLAAÐGERD OG UPPGJÖF Ég lít á þær hræringar, sem nú eru í gangi um sérstök kvenna- framboð sem mótmælaaðgerð. Mótmælaaðgerð, sem ber um leið keim af uppgjöf af hálfu kvenna, sem ég felli mig ekki við. Eftir því sem næst verður komist af orða- sveimi um málið verða væntan- legir kvennalistar skipaðir konum úr öllum stjórhmálaflokkum. Þær hafa þannig ekki sameiginlegan málefnagrundvöll, stefnu til að starfa eftir, þegar upp verður staðið að kosningum loknum. Fyrir þá sök helsta er slíkt kvennaframboð pólitísk mark- leysa, sem varla er hægt að taka alvarlega. Þar við bætist svo sú staðreynd, að það eru hin róttæk- ari vinstri öfl, sem eru potturinn og pannan í þessurri ráðagerðum. Þau ætla sér greinilega að maka krókinn með því að höfða sér- staklega til óráðinna kjósenda, fyrst og fremst kvenna, sem hafa annað hvort enga pólitíska skoð- un eða eru óánægðar með gömlu flokkana og vilja reyna eitthvað nýtt. LIFSMARK ¦ AF HINU GÖÐA Það er ofur skiljanlegt, að ís- lenskar konur uni illa sínum rýra hlut á vettvangi stjórnmálanna. Og - þrátt fyrir allt er líklegt, að þessar hræringar nú geti gert sitt gagn, m. a. með því að stugga dálítið við þeim, sem málum ráða innan stjórnmálaflokkanna - og við konum í landinu. Þær sýna að minnsta kosti lífsmark, sem er af hinu góða. Niðurstaöan hlýtur engu aö síður að verða sú, að sérframboð kvenna með þeim hætti, sem nú er á döfinni, séu örþrifaráð og um leið pólitísk grautargerð, sem skili ekki, þegar til lengri tíma er litið, þeim árangri, sem að er stefnt, þ.e. virkri þátttöku og ábyrgð kvenna til jafns við karla innan starfandi stjórnmálaflokka. Sérstök kvennaframboð innan flokka, í anda ákveðinnar stefnu. Flokkarnir framhald af bls. 4 flestum sviðum. Það er engu líkara en þær álíti sig ekki hafa vit eða getu til að taka ákvörð- un um mál eins og virkjanir og stóriðju. Stjórnmálaflokkarnir í dag taka þeim konum opnum örm- um sem vilja hasla sér völl á stjórnmálasviðinu, af alvöru, engu síður en karlmönnum og sé ég því ekki að framboð lista, skipuðu konum eingöngu bæti stöðu kvenna í stjórnmálum. Ég kýs hvorki konu af því hún er kona né karl af því hann er karl. Kvenna- framboð framhald af bls. 4 konur sig sjálfar úr leik með athafnaleysinu? Þessar spurn- ingar væri gaman að hugleiöa við annað tækifæri. Aðalatriöið er þó sú hugsun að konur séu fótumtroðinn minnihlutahópur í stjórnmálabaráttunni. Þetta er sú kenning er rétt- lætir kvennaframboðið. Er hún bitastæð? Því svara ég nei. Hafi konur verið settar útí hinn póli- tíska kulda, má segja hið sama um marga aöra. Ungt fólk kvart- ar oft undan því að það fái ekki að njóta sín innan stjórnmála- flokkanna. Réttlætir það að ungt fólk stofni stjórnmála- flokk? Líkt og konur kvarta und- an því aö þær njóti ekki jafnrétt- is í þjóðfélaginu, segjast lands- byggðarbúar eiga undir högg að sækja. Eiga byggðaframboð þá rétt á sér? Verkafólki og sjómönnum fækkar jafnt og þétt í hópi þingmanna. Eiga verkamenn og sjómenn að stofna sinn eigin stjórnmála- flokk? Mikið vantar á að fatlaðir búi við sómasamlegar aðstæð- ur. Þýðir þaö að fatlaö fólk eigi að efna til framboðs? Ég hygg að flestir svari þessum spurn- ingum neitandi. SVARA EKKI GRUNDVALLAR- SPURNINGUM Enn eru þó ótalin meginrökin gegn kvennaframboði. Þau eru að kvennaframboð svarar ekki mörgum af meginspurningum stjórnmálanna. Eru konur ein- huga um verkaskiptingu ein- staklinga og ríkisvalds? Eru konur sammála um hugtökin réttlæti, frelsi eða jafnrétti? Auðvitað ekki.- Eru konur á eitt sáttar um afstöðuna til varnar- samstarfs vestrænna lýðræðis- þjóða? Það veit hver heilvita maður að svo er ekki. Þetta er þó einn meginásetningarsteinn íslenskra stjórnmála.- Eru kon- ur á einu máli um lausn dýrtíð- arvandans? Slíkt hef ég þó aldr- ei heyrt á minnst. Þó eru efna- hagsmálin meginumræðuefnið í þjóðmálabaráttu okkar. -Og svona að lokum. Getur nokkur maður ímyndað sér að Guðrún Helgadóttir, alþingismaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og Sigurlaug Bjarnadóttir, vara- þingmaður okkar á Vestfjörðum gætu sameinast um kvenna- framboð? -Auðvitað ekki. Allt þetta sýnir og sannar hversu stoðir kvennaframboðs- ins eru fúnar. Kvennaframboð- ið virðist sprottið af réttlátri reiði þeirra sem gremst hve hlutur kvenna er rýr í þjóðmála- baráttunni. Því miður hefur þeirri reiði verið valinn rangur farvegur. Kvennaframboð er því líklegra til að sundra konum en að sameina þær. sem ekki villti á sér heimildir, kæmu miklu frekar til greina, ef konur telja sinn hlut fyrir borð borinn. Það væru að minnsta kosti hreiniegri og heiðarlegri vinnubrögð, sem hinn almenni kjósandi ætti auðveldara með að átta sig á. Sigurlaug Bjarnadóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.