Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2005, Side 10

Bjarmi - 01.09.2005, Side 10
Ragnar Scram Þrándur og farísearnir Um hræsni á meðal kristinna Um hvað snýst málið? I Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis. (Matt.23:28) Þrándur ogfarísearnir Þrándur var nýkominn til trúar. Hann sótti sunnudagaskóla með móður sinni þegar hann var á leik- skólaaldrinum og gekk til prestsins fyrir ferminguna. Annars hafði kristin trú ekki verið stór þáttur í lífi hans fyrr en vinur hans leiddi hann til trúar á fimmtugsaldrinum. Þrándur fór að sækja kirkju og þráði það eitt að vaxa í trúnni og fá svör við þeim fjölmörgu spurning- um sem sótt höfðu á hann um lífið, Hann hætti að sækja kirkjuna og taldi sig geta orðið betri mann með öðrum hætti en að umgangast illa innrætta hræsnara sem gengu um með geisla- bauga á sunnudögum. syndina, Guð, hjálpræðið, helvíti, Biblíuna og allt hitt. Honum fannst hann hafa höndlað hina sönnu hamingju. Þrándi leið vel í kirkjunni og leit upp til trúsystkina sinna sem komin voru lengra en hann á göngunni með Guði. Þau voru nánast „heilög" i augum hans og hann leit á þau sem fyrirmyndir sínar. En Þrándur var ekki lengi i paradís. Dag einn var hann á leið heim úr vinnu. Umferðin var þung þetta fimmtudagssíðdegi og úr- vinda borgarbúar í tímaþröng kepp- tust við að komast sem fyrst heim, í búðina, sækja börnin eða sinna öðrum erindum. Þrándi varð það á í öllum hamaganginum að „svína“ á annan bíl. „Fórnarlambið" lét Þránd heyra það með því að liggja á flautunni og sýndi honum svo löngutöng hægri handar svo ekki fór á milli mála að Þrándur hafði gert honum óleik. Þrándur var miður sín og þótti viðbrögð bíl- stjórans fullhörð. Þá sá hann i bak- sýnisspeglinum að hinn grami bíl- stjóri var enginn annar en safnaðar- meðlimur einn sem alltaf var svo viðmótsþýður í kirkjunni á sunnu- dögum og brosti þar til allra. Hann hafði meira að segja nýlega verið með biblíulestur I kirkjunni um náungakærleika. Nokkrum dögum siðar komst Þrándur að því fyrir tilviljun að einn safnaðarmeðlima hafði verið hand- tekinn fyrir vörslu barnakláms. Næstu daga og vikur komst Þrándur að ýmsu misjöfnu um trúsystkini sín. Hann sem hélt að kristið fólk væri betra en annað fólk en hafði nú séð að sú var ekki endilega raunin. Þeir sem sögðust vera kristnir og hvöttu aðra til að breyta rétt voru sjálfir ekkert nema hræsnarar. Hann hætti að sækja kirkjuna og taldi sig geta orðið betri mann með öðrum hætti en að umgangast illa innrætta hræsnara sem gengu um með geislabauga á sunnudögum.1 Sá á kvölina sem á völina Það getur verið erfitt og krefjandi að vera kristinn. Orð Guðs talar skýrt um hvernig við eigum að breyta en heimurinn sem við lifum í hefur kosið að fara ekki eftir orði Guðs heldur ráfa slnar eigin leiðir. Þegar kristinn maður lifir í slikum heimi myndast óneitanlega tog- streita og hann verður slfellt að gera það upp við sig hvort hann ætlar að halda sig fast við orð Ritningarinnar eða leggja orð Guðs til hliðar þegar það hentar og vera „eins og allir hinir" (eða verri) þrátt fyrir trúarstimpilinn sem á honum er. Því fer fjarri að þessi togstreita sé eitthvað nýtt fyrirbæri. Mann- kynið hefur alltaf staðið andspænis 10

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.