Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.2005, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.09.2005, Qupperneq 11
þessu vali; að hlýöa Guði eða hlýða honum ekki. í ofangreindu versi í Matteusarguðspjalli talar Jesús til fræðimanna og farísea síns tíma. En farísear eru ekki útdautt fyrir- bæri, heldur ganga þeir um á íslandi í dag. Eða eins og Egill nokkur Helgason sagði nýverið í netpistli sínum: „Farísei er sá sem ber sér á brjóst og segir - þakka að ég er ekki eins og hinir. Af því leiðir að sá sem segir að aðrir séu farísear - hann er svolítill farísei sjálfur." Auðvitað er þessi nálgun skríbentsins hrokkinhærða svolítið einföld en felur þó í sér sannleiks- korn. En hvað sem öðru líður er Ijóst að bæði fylgjendur Krists og aðrir virðast hafa þetta „faríseagen" í sér. Hræsnari þykist vera betri en hann er í raun. Hann setur upp ákveðna grímu þegar það á við (t.d. í samfélagi trúaðra) en tekur hana svo niður þegar hann telur sig komast upp með það (t.d. á heimil- inu eða í útlöndum). Hér sitja raunar kristnir menn og aðrir við sama borð þó hér sé einkum fjallað um hræsni meðal kristinna. Öll erum við syndarar og getum gripið til grímunnar þó við viljum síður láta kalla okkur farísea og hræsnara. En mörgum kristnum manninum gengur því miður oft á tíðum afar illa að fara sjálfur eftir því sem hann boðar og verðskuldar því kannski nafnbótina óvinsælu. Kannanir í Bandaríkjunum má finna marga fylgjendur Krists. Þar eru menn líka duglegir að gera alls kyns kannanir og m.a. hefur Gallup þar athugað hvort marktækur munur sé á kristnu fólki og öðrum þegar kemur að verkum og viðhorfum til ýmissa hluta. Niðurstöður slíkra athugana hafa ítrekað sýnt að munurinn er lítill sem enginn. Þetta hlýtur að valda þeim sem vilja vera kristin áhyggjum þar sem Biblían talar um þær miklu breytingar sem verða á lífi einstaklings þegar hann gefst Kristi og heilagur andi tekur sér bústað í honum. Sá frelsaði snýr baki við sínu gamla lífi og verður nýr maður. Gallup og fleiri könn- unaraðilar virðast þó ekki koma auga á þessar breytingar. Lítum á nokkur svið þar sem lítill munur virðist vera á kristnum og samborgurum þeirra samkvæmt áðurnefndum könnunum vestan- hafs: ■ Kristið fólk tekur þátt í lífs- gæðakapphlaupinu af sama krafti og aðrir. Það leggur áherslu á fín heimili, bíla og önnur lífsgæði. Á sama tíma berjast hundruð milljóna manna viða um heim við að fæða sig og fjölskyldu sína með misgóðum árangri. ■ Skilnaðir meðal kristinna hjóna eru jafnalgengir ef ekki al- gengari en meðal þeirra sem ekki telja sig kristna. ■ Þriðjungur kristinna telur að kynlíf utan hjónabands geti verið í lagi og 15% að fram- hjáhald geti verið réttlætanlegt. ■ Kynþáttafordómar virðast mjög algengir á meðal krist- inna. ■ Kynferðisleg misnotkun og heimilisofbeldi á sér stað á heimili kristinna. ■ Að meðaltali gefur hver kirkju- meðlimur aðeins um 4% af tekjum sínum til kirkjunnar. Það verður að teljast líklegt að þeir kristnu sem misnota börnin sín kynferðislega eru ekki að tala um það í kirkjunni. Sumir kristnir kenna jafnvel og prédika gegn þeim hlut- um sem þeir svo sjálfir stunda í leynum. Þetta er hræsni. í stað þess að vera sannir og heilsteyptir í trú sinni fara þeir í ólík hlutverk við ólíkar aðstæður. Það er þó rétt að undirstrika að áðurnefndar niðurstöður eru frá Bandaríkjunum og alls ekki víst að svipaðar niðurstöður fengjust á íslandi. Þó þarf ekki neinar kann- anir til að sýna okkur að kristið fólk um allan heim gerir hluti sem það vildi síður gera og vildi síður að aðrir vissu um. Hér má nefna skattsvik, ólöglegt niðurhal á netinu og ýmis önnur lagabrot, lygi, Ijótt orðbragð, rógburð, ábyrgðarleysi í kynferðismálum, sjálfselsku o.m.fl. sem kristnir einstaklingar stunda gegn betri vitund og án vitundar annarra. Að hræsna upp á náðina Margir kristnir virðast bara nokkuð sáttir við stöðu sína þrátt fyrir hræsnina. Þeir lesa eitt í orðinu (vita a.m.k. hvað þar stendur) en þrjóta svo meðvitað gegn því. Lúther lagði áherslu á náðina á sínum tima en svo virðist sem margir leggi of mikla áherslu á hina ókeyþis og óverðskulduðu náð. Það er svo auðvelt að syndga upp á náðina. „Auðvitað er þetta rangt af mér en ég á fyrirgefninguna vísa“ gæti einhver sagt áður en hann hræsnar meðvitað. Náðin er jú vissulega hluti af fagnaðarerind- inu - en á því eru fleiri hliðar. Sá sem tekur við Kristi á að hefja nýtt líf - snúa baki við sínu gamla lífi og snúa sér að fyrirmyndinni Jesú sem var allt annað en hræsnari. Þessi viðsnúningur virðist gleymast hjá mörgum sem telja sig kristna. Þeir sýna sínar bestu hliðar þegar það á við en brjóta svo vísvitandi gegn vilja Guðs í leyni þegar þeir komast upp með það án þess að missa virðingu manna. 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.