Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2005, Side 20

Bjarmi - 01.09.2005, Side 20
Hafdís í ræðustól á fundi í Öryrkjabandalaginu. sem heitir núna Oslo Bymisjon og var róttæk stofnun sem tók að sér verkefni á félagslegum grunni og vann með fólki sem þurfti víðtækari þjónustu en hið opinbera veitti. Þeir voru brautryðjendur í mörgu. Ég fór að vinna á eftirmeðferðarstofnun fyrir geðsjúka til að byrja með en tók ekki vígslu sem djákni þó að það hefði verið möguleiki en það var ekki fordæmi fyrir því að dják- nar vígðust til Oslo Bymisjon á þeim tíma. Hvenær kynnist þú trúnni og hvenær tekur þú þá afstöðu að fylgja Jesú? Ég átti trúaða móður sem kenndi mér vers og þænir, en hún lést nú í sumar. Síðan byrjaði ég ung í sunnudagaskóla við Holtaveg þar sem nú eru aðalstöðvar KFUM og KFUK. Þaðan man ég mætavel eftir Birgi og Reidari G. Albertssonum meðal annarra. Þar lærði ég fyrstu Ég var spurð heima hjá mér hvort ég vildi ekki færa lögheimili mitt yfir á Amtmannsstíg því þar var ég öllum stun- dum á þessum árum, brennandi af áhuga og á kafi í kristilegu starfi. söngvana, m.a. „Ástarfaðir himin hæða". Afstaðan til trúarinnar finnst mér eiginlega hafa komið smám saman, ekki með afgerandi hætti þannig að ég geti visað í ákveðna dagsetningu. Ég átti trú þegar ég gekk til fermingar og fann að ég var að játa það sem ég vildi játa. Síðan á kristilegum skólamótum og fund- um hjá Kristilegum skólasamtökum (KSS) í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg var ég að reyna að trúa því að á einhverju augnabliki hafi eitthvað breyst en ég greindi það ekki, heldur var trúin þarna til staðar og styrktist með aukinni þekkingu á Orðinu sem ég hafði ekki lesið sjálf fyrr en ég kynnist því hjá KSS. Á unglingsárunum starfaði ég mikið fyrir KFUK, á veturna i barna- og unglingastarfi hjá KFUK á Amtmannsstígnum, m.a. með Kristínu Jóhannesdóttur og fleiri góðum konum. Síðan á sumrin fór ég að starfa í Vatna- skógi, fyrst árið 1968, þá 18 ára „kerling” eins og strákarnir sögðu. Ég var spurð heima hjá mér hvort ég vildi ekki færa lögheimili mitt yfir á Amtmannsstíg því þar var ég öllum stundum á þessum árum, brennandi af áhuga og á kafi í kristilegu starfi. Veikindi hafa sett mark sitt á lífþitt. Hvenær veikist þú og hvernig breytist lífið við veikindin? Strax við 25 ára aldurinn varð ég vör við máttleysi i fótum og önnur einkenni sjúkdómsins MS sem hjá mér hefur síðan þá alltaf verið virkur, en virkni sjúkdómsins er mismikil hjá MS-sjúklingum. Á námsárunum í Noregi hafði ég hugsað mér að fara til Ástralíu til starfa fyrir sjómannatrúboðið, ásamt vinkonu minni. Til þess þurfti vottorð um fullkomið heil- brigði sem ég hafði ekki. Sjúkdóm- urinn lokaði öllum dyrum út i heim. Ég kom því heim til fjölskyldunnar og hóf að starfa sem félagsráð- gjafi. Hvað beið þín þá? Ég kom heim til íslands og réði mig til starfa við Öskjuhlíðarskóla. Það er skóli fyrir seinfær börn, sem þá voru kölluð vangefin börn (sem mér finnst fallegt orð). Nú er talað um þroskaheft börn (sem mér finnst Ijótt orð). Auk þess var starf við sérfræðideild skólans sem óx síðan upp í að vera Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Ég vann hátt í 20 ár við Öskjuhlíðarskóla og síðan Greiningarstöðina og var afskaplega ánægð. Ég starfaði sem 20

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.