Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2005, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.09.2005, Blaðsíða 21
Ég hef t.d. bent vinnufélögum mínum á að til væru karlar og konur sem leggja á sig ymislegt án þess að fá kaup fyrir og að sjálf hafi ég notið þess. félagsráðgjafi með mörgum öðrum starfsstéttum, sem fór fjölgandi með árunum; sálfræðingum, tal- meinafræðingum, iðju- og sjúkra- þjálfurum. Sem teymi unnum við með foreldrum við að ráða bót á högum barnanna. Ég aflaði og veitti upplýsingar og reyndi að finna úrræði, hagnýt og fjárhagsleg, sem gátu létt á fjölskyldunni í þeim erfiðleikum sem hún stóð frammi fyrir. Mér líkaði vel við þetta starf en það var erfitt. Ég stóð frammi fyrir fólki sem glímdi við mjög mikla erfiðleika sem og sorg. Það skipti máli að ég skyldi vera til staðar og að ég hjálpaði þeim að leita lausna til að festast ekki í sorginni heldur horfa fram á við og út á við og takast á við lífið og gera það betra. Ég hóf störf þegar ég kom til íslands í þyrjun árs 1980 og var í fullu starfi fram undir 1994, þá byrjaði ég að minnka við mig og lauk síðan launuðu starfi 1998. Þá var ég orðin nokkuð fötluð og var búin að vera i hjólastól að hluta í starfi mínu. Stundum var gott að geta sýnt foreldrum og börnum að það að vera I hjólastól færi vel saman við að sinna starfi eins og mínu. Vinnan reyndi á það sem var í lagi hjá mér, höfuð og talfæri, ekki á fætur og hendur. Mér fannst ég geta verið góð fyrirmynd fyrir börn sem sjálf voru að glíma við það að reyna að ná göngugetu en notuðu staf, hækjur eða hjólastóla. Ég kunni vel við að vera félagsráðgjafi sem ferðaðist um I hjólastól að vinna með fjölskyldunum. Þegar ég lauk launastarfi var ég strax búin að hugsa mér að nú hefði ég ráðrúm til að nota tíma minn sem ég hefði aukalega I félagsstörf. Ég hafði reyndar fram að því unnið heilmikið við félagsstörf hjá Öryrkjabandalagi íslands og fyrir MS-félagið. Þegar hér var komið sögu langaði mig til að vinna fyrir KFUM og KFUK. Ég hafði frá því ég kom heim sótt samkomur og félagsstarfsemi en langaði til að styrkja það frekar. Fór ég strax í stjórn KFUK og síðar ein- nig hjá landsambandi KFUM og K. Þetta var orðið býsna mikið starf þegar ég lauk því við ákveðin skil sem urðu á starfsemi okkar þegar stjórnir KFUM og KFUK samein- uðust. Ég hafði mjög mikið gagn og gaman af því að fá að kynnast innviðum félagsstarfsins að nýju sem stjórnarmaður, starfsgreinun- um öllum og því viðamikla starfi sem við rekum, og sjá allan fjöld- ann sem notar hæfileika slna ýmist í barnastarfi, söngstarfi, eða öðru skipulags- og stjórnunarstarfi. Þessi þátttaka mín og að kynnast starfinu og fólkinu var mjög skemmtilegt, eiginlega ríkidæmi sem ég hef verið að ylja mér svo- lítið við og tala um út á við, hversu dýrmætt það sé. Ég hef t.d. bent vinnufélögum mínum á að til væru karlar og konur sem leggja á sig ýmislegt án þess að fá kaup fyrir og að sjálf hafi ég notið þess. Laun lífsins eru meiri en peningarnir sem við fáum i launa- og bótagreiðslum. Þegar ég var hætt félagsstörfum þar tók við annar áfangi sem er sá að vera meira og minna í dagvistun hjá MS-félagi íslands. Vaxandi fötlun olli því að ég þurfti að leita mér hjálpar þar. Um leið hef ég líka farið að skipta mér meira og meira af starfseminni þar og taka þátt í því sem þar er að gerast og þarf að gerast. Þar hef ég verið I stjórn á þriðja ár og glimt við krefjandi verk- efni, eins og erfiðleika við rekstur félagsins og ég er mjög sátt við að geta verið meðí því áfram. Það dregur augljóslega úr virkninni smám saman, en samt er ég að nota þekkingu mína og hæfileika í þágu MS-félagsins. Mér likar vel að geta verið áfram virk. Það er greinilegt að Hafdís er hugsjónamanneskja með ákveðnar skoðanir og hefur séð hugsjónir verða að veruleika. Hvaða tilfinningar komu upp á yfir- borðið við sjúkdómsgreininguna og hverjar voru þær gagnvart Guði? Undrunin var mikil, markmiðið með náminu var að fara út I heim og boða trúna! Ég spurði sjálfa mig; „Hvaö er Guð að hugsa?“ Sjúkdómurinn htýtur að hafa reynt á trú þína. Hvar finnst þér Guð vera i þeim miklu erfiðleikum sem þú hefurþurft að ganga í gegnum? Guð hefur alltaf verið með mér í gegnum erfiðleikana, sérstaklega við að takast á við sívirk veikindi. Ég hef aldrei hafnað Guði vegna veikindanna eða annarra erfiðleika. Ég hef alltaf getað haldið i Guð. En á vissu tímabili í lífi mínu þegar ég þurfti meiri huggun fór ég i Laugar- neskirkju á kyrrðar- og fyrirbæna- stundir. Einnig hefur mín góða vinkona Þórdís Klara Ágústsdóttir ávallt verið til staðar fyrir mig. Hún og Hrönn Sigurðardóttir hafa beðið fyrir mér svo og aðrar úr lofgjörð- arhóþi KFUK. Þessar fyrirbænir veit ég að gerðu og gera mér gott. Þegar ég átti erfitt með að biðja sjálf var svo gott að aðrir skyldu biðja fyrir mér og það gaf mér styrk. Það var mér erfitt að stíga þetta skref, að þiggja fyrirbæn þeirra, en ég fann fljótt að það varð mér til blessunar. Hver finnst þér staða þín vera í dag? Ég veit ekki hvað skal segja. Eftir á að hyggja finnst mér ég ekki hafa vitnað nóg um trú mína á Guði. Það hefur verið tekið við mig viðtal i blaðinu okkar hjá MS-félaginu og þar kom ég inn á mina trú. Hvort MS-félagið sé vettvangur fyrir minn vitnisburð veit ég ekki en ég vil gera eins og ég lagði af stað með í upþhafi, ég vil boða trú á Jesú Krist og segi það óhikað að trúin gefur styrk til að lifa lifinu með gleði þess og sorgum. Hafdis er kona með smitandi trú og það skín af andliti hennar að trúin er grundvöllur að öllu hennar lífi. Við kveðjum Hafdísi og óskum þess að hennar vitnisburður hreyfi við þér til trúar. Viðmælandi Hafdísar er hjúkrunar- fræðingur með djáknamenntun ethar@hvippinn.is

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.