Bjarmi - 01.09.2005, Side 22
FriðrikZimsen Hilmarsson
Söngur hjartans
Viðtal við Laufeyju Geirlaugsdóttur
um nýútkominn geisladisk
Laufey Guðríður Geirfaugsdóttir
hefur nýlega sent frá sér geisla-
disk með 13 söngvum. Eru það
allt söngvar sem hún hefur sungið
við ýmis tækifæri undanfarin ár,
já, jafnvel frá barnæsku. Söngvar
sem glatt hafa fjölmarga hlust-
endur hennar á samkomum, í
guðsþjónustum og við önnur tæki-
færi, söngvar sem koma frá hlýju
hjarta og eru bornir fram af ein-
lægri trúarsannfæringu og von um
að aðrir hjóti blessun af. Geisla-
diskurinn ber nafnið Lofsöngur til
þín og er gefinn út og honum
dreift af Laufeyju sjálfri.
/ samtali við BJARMA ræðir Laufey
um uppvöxtinn á Akranesi og í
Reykjavík og tónlistina í iífi sinu.
En hver er hún þessi geðþekka
söngkona?
Ég er fædd á Akranesi þar sem
foreldrar mínir, Sveinbjörg
Arnmundsdóttir og Geirlaugur
Árnason, voru virk i starfi KFUM og
KFUK. Þau voru bæði þaðan. Pabbi
var mikið að spila tónlist þó það
hafi ekki verið hans aðalstarf heldur
rak hann rakarastofu. Mamma var
heima við i fyrstu en síðar opnaði
hún verslun á Akranesi. Við fluttum
svo til Reykjavíkur þegar ég var á
þriðja ári og þau voru áfram virk
innan KFUM og KFUK og í kristni-
boðsstarfinu. Pabbi spilaði meðal
annars mjög oft á samkomum
þessara félaga. Hann opnaði
rakarastofu í Árbænum og mamma
seldi snyrtivörur og fleira á rakara-
stofu pabba.
Þannig var líf okkar fyrstu árin í
Reykjavík en svo kom „bítlatískan"
og pabbi fór að vinna aðra vinnu
með. Hann var þá orðinn organisti í
Árbæjarkirkju og við það starfaði
hann síðan til dauðadags 1981.
Byrjaði ung að syngja
Ég byrjaði mjög ung að syngja með
honum - sat á hnjánum á honum
heima þegar hann var að spila og
þá sungum við meðal annars mikið
Skógarmannalögin. Það eru söng-
varnir sem sungnir eru í sumar-
búðunum í Vatnaskógi. Eitt af þeim
lögum er einmitt á geisladisknum,
„Ó, vef mig vængjum þinum".
Ég held að pabba hafi langað til
að vera fyrst og fremst tónlistar-
maður. Hann fór að læra á orgel 14
ára, ári eftir að móðir hans lést en
var samt að miklu leyti sjálfmennt-
aður í tónlist þó hann fengi leið-
sögn og færi eitt ár í Tónlistarskól-
ann í Reykjavík þar sem hann lærði
hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Hann
lærði líka kórstjórn hjá Róberti A.
Ottóssyni. Hugur hans stóð til að
geta lifað af tónlistinni en það var
ekki um það að ræða i þá daga.
Hann var líka með góða söngrödd
og söng í kórum, stjórnaði líka
mörgum slíkum.
Mamma og pabbi sungu oft
saman til dæmis á samkomum. Þá
spiluðu þau bæði á gítar og sungu
því mamma hafði líka mjög góða
söngrödd.
Tónlistaruppeldi
í stórum systkinahópi
Það var mikið spilað og sungið á
heimilinu og áhrifin á okkur syst-
kinin mikil en við erum sex. Þó fóru
ekki öll okkar að læra tónlist strax.
Ég og Inga systir min lærðum söng
og hún einnig mest okkar á píanó.
Ég lærði líka á píanó. Hin systkinin
byrjuðu kannski en það varð ekki
meira úr námi hjá þeim. Ekki fyrr
en seinna að bræður mína langaði í
tónlistarnám, Hörður lærði söng og
Kári sótti pianótíma.
Sumir tala um mikilvægi tónlist-
aruppeldis. Ég held að það hafi
ekki endilega verið úthugsað hjá
foreldrum minum en það var svo
eðlilegur hluti af daglegu lífi. Pabbi
spilaði og við sungum með, hann
kenndi okkur raddir og við byrjuð-
um ung að syngja i kórum hjá *
honum, eldri systkini mín sungu í
Æskulýðskór KFUM og K meðan
hann stjórnaði honum og ég söng
ung með kirkjukórnum í Árbænum.
Hann byrjaði að láta mig mjög
unga koma fram og syngja bæði
klassísk verk og lög úr KFUM og K.
Ég var til dæmis bara níu ára þegar
22