Bjarmi - 01.09.2005, Page 25
leið oft lengsta leið sem fólk getur
farið. Við þurfum að tengja saman
huga, hjarta og hönd. Það er oft
talið til valdbeitingar að höfða til til-
finninga, en ekki þegar höfðað er til
skynseminnar. Hvers vegna? Við
lifum í kvikmyndamenningu, þar er
oft höfðað til tilfinninga - og að
sjálfsögðu notaðar myndir. Við
þurfum að höfða til tilfinninga fólks
í helgihaldi, samkomum og boðun
orðsins. Ef við höfðum ekki til til-
finninga fólks er engra breytinga að
vænta og engin eftirfylgd við Jesú
á sér stað. Fólk þarf að reyna eitt-
hvað nýtt. Við breytum engum, við
breytum ekki einu sinni okkur sjálf-
um. En Jesús getur breytt okkur og
öðrum. Okkar er að búa í haginn
fyrir hann. Verum þess vegna ekki
hrædd við að nota tilfinningarnar.
Getur þú nefnt dæmi?
Við getum skoðað hvernig við
höfðum til fólks. Hvað gerum við
t.d. með lyktarskynið? Jesús var án
efa ekki lyktarlaus. Hann lyktaði
eflaust oft illa. Hann umgekkst
úrhrök og snerti fólk. Hann fór inn
þar sem nálykt var. Ég er ekki að
segja að við eigum að fara að
miðla einhverjum fýlum heldur að
benda á að lífiö er líka lykt. Við
getum notað góða lyktt.d. í boðun
Fyrirtæki vaxa ef á
meðal starfsmanna eru
væntingar um að það
gerist. Bæn um vöxt
Guðs ríkis og væntin-
gar sem af því spretta
skipta sköpum.
orðsins. Staðfest er að húsnæði
selst betur ef þar lyktar af nýlöguðu
kaffi og nýbökuðu brauði. Tökum
við þetta með inn í helgihald og
samkomur? Svangt fólk sem
kemur inn í kirkju og finnur lykt af
nýbökuðu brauði, skilur hungrið
eftir lifandi brauði betur en aðrir.
Austurkirkjan er mun duglegri en
við við að höfða til þessara þátta
og gefa fólki andlega reynslu og
venjur til að byggja á.
Og hvað var svo þrið/a atriðið?
Það er eftirvæntingin, að vænta
breytinga. Ekki breytinganna vegna
heldur fagnaðarerindisins vegna.
Okkur hættir alltaf til að staðna og
sætta okkur við óbreytt ástand.
Fólk sem biður og væntir lækningar
er miklu líklegra til að verða heilt en
það sem ekki gerir það. Þetta er
staðfest af rannsóknum fræði-
manna. Fyrirtæki vaxa ef á meðal
starfsmanna eru væntingar um að
það gerist. Bæn um vöxt Guðs ríkis
og væntingar sem af því spretta
skipta sköpum. Vöxtur kirkjunnar í
Suður-Kóreu er vegna mikillar
áherslu á bænina, bænastarf,
bænasamkomur, bænafjöll, bæna-
göngur og svo má áfram telja.
Hvernig getum viö
notað myndir og dæmi?
Við notum myndir og dæmi til að
mynda tengsl við fólk, til þess að
úr verði samfélag. Jesús dó til þess
að koma á samfélagi og sambandi
við Guð. Hann kom til að koma því
í lag. Skipulag, atriði og framsetn-
ing skiptir meiru máli i gyðingdómi
og islam en í kristinni trú. Við
trúum ekki á kerfi heldur á lifandi
persónu. Jesús er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Allir aðrir
segja: Fylgdu minni kenningu,
Jesús segir: Fylgdu mér!
Hver er staða kirkjunnar í dag -
hvað þarf þá að breytast?
Kirkjan er að breytast. Hún hefur
verið hvít en er að verða brún, hún
hefur talað latínu og ensku en er að
25