Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.04.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.04.1945, Blaðsíða 2
2 A L Þ Ý ? R M A Ð U R I N N Aímælisfagnaðnr - Alþýðuflokksfélagsins var hald- inn á Hótel KEA á Þriðjudaginn var. Var hófið hið ánægjulegasta. Til fagnaðar var sameiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld, upplestur og einsöngur. Ræður fluttu form. félagsins, Bragi Sigurjónsson, Erl- ingur Friðjónsson, Hafsteinn Hall- dórsson og Halldór Friðjónsson. Jón Norðfjörð og Heiðrekur Guð- mundsson lásu upp og Sverrir Magnússon söng einsöng með und- irleik Áskells Jónssonar, söngkenn- ara. Þetta var 13. afmælisdagur fé- lagsins. Var það stofnað 17. Apríl 1932, þá af nokkrum verkamönn- um. Nýlega hafa félaginu bætst margir nýir félagar, og ríkir mikill vorhugur innan þess. „Kæra á bröddana“. „Verkam.“ síðasti er alldrjúg- ur yfir því að nú sé búið að kæra ,,Alþýðuflokksbroddana“ fyrir sölu á húsum í Rvík. Mikil eru nú mannalætin! En hér'er um rógsmál að ræða, sem kommarnir hafa ver- ið með undanfarið fyrir og um all- ar kosningar, og Alþýðnflokks- menn í verklýðsfélögunum í Rvílc hafa nú pínt þá til að fara með fyr- ir dómstólana. Auðvitað vita kommaófétin það að þeir tapa mál- inu, enda er því spáð að þeir muni ekki reka það með meiri hraða en það, að dómur verði ekki látinn ganga í því fyr en búið verður að nota það við næstu bæjarstjórnar- kosningar, og þar á eftir við Al- þingiskosningar. En ef rekstur þessa máls verður allur eins dýr og byrjunin, mun það koma til að kosta Fulltrúaráð verklýðsfélaganna drjúgan skild- ing. Áður en sækjandi málsins, kommúnistinn Ragnar Ólafsson, var búinn að rita stefnuna, hafði hann, samkv. reikningum fulltrúa- Aðalfundur Kaupfálags Eyfirdinga verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. maí n.k. Fundurinn hefst í Nýja Bíó kl. 10 f.h. miðvikud. 2, maí DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörhréfa og kosning starfs- manna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reilmingar félagsins. Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna inn- lendra vörureikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. 7. Samþykktabreytingar. 8. Önnur mál. 9. Kosningar. Ákureyri, 10. apríl 1945, FÉLAGSST J ÓRNIN. ráðsins, verið búinn að kvitta fyrir fjögur þúsund króna greiðslu til sín upp í málskostnað. Með sama áframhaldi ætti allur málskostnað- urinn að geta seilst upp í 30—40 þús. krónur til sækjandans eins. SKUTULL, blað Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, er eitt af best rituðu blöð- um landsins. Verður bráðlega til sölu á afgr. Alþýðumannsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.