Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 9
Á ferð sinni um Mosfell- sveit hitti blaðamaður Tímans að máli Pétur Bjarnason skólastjóra Varmárskóla í Mosfell- sveit. Við spurðum Pétur um reynslu hans af grunn- skólalögunum og þá fyrst um það hvernig ákvæðin um fræðsluskrifstofurnar hefðu reynst. — Ég tel reynsluna af fræðslu- skrifstofunum mjög góða og ég held að ég mæli fyrir munn flestra skólastjóra hér i kjördæm- inu að við erum mjög ánægðir Pétur Rjarnason með starfsemi fræðsluskrifstof- unnar i Garðabæ og alla sam- vinnu við Helga Jónasson fræðslustjóra. Það sem brýnast er að fræðslu- skrifstofurnar fái fjármagn til að sinna er sálfræðiþjónusta og ráð- gjafarþjónusta sem auka þarf til mikilla muna. Skólarnir hafa al- mennt ekki tök á að sinna félags- ráðgjöf nú en nauðsynlegt er að þessum þætti fræðslunnar sé sinnt eins og grunnskólalögin gera ráð fyrir. Hvað er að segja um aðbúnað skólanna almennt? — Um þaö mætti margt segja en ég vil hér aðeins nefna eitt atr- iði. Vegna breyttra starfshátta skólanna og breytinga á kjara- samningum kennara er nauðsyn- legt að auka verulega stjórnunar- kvóta skólanna svo hægt sé að skipuleggja skólastarfið sem best og nýta alla starfskrafta og þá aö- stöðu sem til staðar er. Stórlega þarf aö draga úr tvf- og þrfsetn- ingu sem þvi miður þekkist enn all viöa hér I kjördæminu. Ég tel að i heild sé reynslan af grunn- skólalögunum jákvæð, þó vil ég taka fram, að um það má deila hvort rétt hafi verið aö binda skólaskylduna svo lengi, það er staöreynd að það hentar ekki öll- um nemendum. Á siðasta Alþingi voru sett lög um embættisgengi kennara. Hvað vilt þú segja um þá löggjöf? — Aöeins það, að brýnasta hagsmunamál kennara er að starfsréttindi þeirra séu metin til jafns án tillits til þess á hvaða tima þeir hafa lokið kennara- prófi. Auk þess er brýnt að þeim réttindalausu kennurum sem komiö hafa til liðs við okkur sé gertkleyft aö afia sér réttinda, en þegar i stað sé komið i veg fyrir Mosf ells s veit aö fleiri réttindalausir menn komi til kennslustarfa. Hvað vilt þú segja um fram- haldsskólafrumvarpið? — Ég tel að i megin dráttum sé stefnt i rétta átt meö ákvæðum frumvarpsins. Það er mikil nauð- syn aö efla verkmenntunina i landinu, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir og greining námsins i brautir eins og nú er farið að gera, auðveldar nemendum að gera upp hug sinn og marka stefnuna til frekara náms. Efla þarf fræðslu- skrifstofurnar ... Pétur Bjarnason, skólastjóri V ar már skóla Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavik: Að framleiða allt rafmagn á Suðurnesjum margt sameiginlegt. Þvi teljum við hér suðurfrá að eðlilegast væri að Suöurnesin verði gerð að sérstöku kjördæmi. Jóhann Einvarðsson - er nú von okkar Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavik var inntur eftir þvi hvort rétt væri að Suðurnes hafi verið afskipt um opinbert lánsfé. — Þá er rétt að sumu leyti, en ekki öllu. Atvinnumálin hafa orð- iðútundan hérna en aftur á móti höfum viö fengiö góða fjármagns- fyrirgreiðslu til hitaveitufram- kvæmdanna. En áætlað er að á næsta ári veröi hitaveitan komin til allra staöanna hérna á Suöur- nesjum. Samhliða hitaveitunni er nú hafin rafmagnsframleiösla, sem er mjög hagstæð, þvf um er að ræða tvinotkun á gufuorkunni. Nú þegar eru framleidd 2 megavött, en mætti framleiða 6 megavött, ef við nýttum alla gufuna. Vonir manna hér stefna I þá átt að hægt verði að framleiða það rafmagn sem þetta svæði þarf, en það er um 22 megavött og er nú verið að vinna að rannsóknum á, hvort til þess er næg orka. Það mundi spara lögn linu frá Landsvirkjun hingað suður. Strax með fram- leiðslu 6mv. mætti biða með linu- lögn i4til 5ár, sem gæti þýtt 1.000 milljóna kr. sparnað í vaxta- greiðslum á þeim tima. Þó held ég að menn hafi ekki ennþá gertsér fyllilega grein fyr- ir öllum þeim möguleikum sem skapast með hitaveitunni. Nefna má t.d. ilræktarver og útivistar- svæöi. Að ónefndum beinum sparnaði fólks i kyndingarkostn- aði, en áætlaö er að hann sé um 40% miðað við kyndingu með oliu. Má því telja þetta öbeina kjara- bót. Þessar miklu f ramkvæmdir eru þó aðeins eitt af því sem sveitar- félögin hér hafa gert i samvinnu, og mætti nefna margar fleiri. Þessi samvinna hefur gefið mjög góöa raun og á eflaust fleira eftir að koma i kjölfarið. Sveitarfélög- in hér standa þétt saman og eiga — Vfgsla minnismerkis Sjómanna I Keflavik. V________________________________ 9 Matti Ásbjörnsson: sem mörgu öðru Matti Ásbjörnsson i Keflavik hefur verið for- maður Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum frá stofnun þess 1974. — Hefur eitthvað áunnizt Matti? — Já það má segja að margt hafi verið gert og sé verið að gera. Starfsemin byrjaði með þvi, að við komum upp aðstöðu til föndurs einu sinni i viku yfir vet- urinn, sem fljótlega varð mjög vinsælt. Siðan höfum við staðið að skemmtunum og sólarlandaferð- um s.l. tvö ár, einnig með mjög góðri þátttöku. ! sambandi við þetta hafa margir sérstaklega konurnar unniö mikið og gott sjálfboðaliðastarf. Bæjarstjórnir og ýmiss fyrirtæki og félög hafa lika lagt okkur mikið lið með styrkjum og öðrum stuðningi. Fljótlega eftirstofnun félagsins fórum við einnig að hvetja bæjar- fulltrúana til að vinna að þvi að sett yrði á stofn vistheimili aldr- aðra. Þvi var allsstaðar mjög vel tekið, og nokkuð fljótlega fundið nokkuð heppilegt húsnæði. Gerðahreppur keypti þetta hús, sem upphaflega hafði verið byggt sem verbúð. Það var gert upp og tók þaðmiklustyttritimaen tekið hefði að reisa hús frá grunni. Hluti hússins var tekinn undir heilsugæzlustöð Suðurnesja i Garði. Rekstur heimilisins, Garð- vangs, er greiddur af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum i hlutfalli við fólksfjölda i hverju þeirra, og þar eru nd 24 vistmenn. Þá er einnig komin á fram- kvæmdastig viðbygging við heimilið, sem rúma á um 40 manns til viðbótar og gert er ráö fyrir i skipulagi að reist verði nokkur litil hús til viðbótar á staðnum. Hér i Keflavik er aftur á móti gert ráð fyrir að byggðar verði ibúðir ásamt þjónustumiöstöð fyrir aldraða, sem vilja minnka viðsig húsnæði eða vantar það af öðrum ástæðum. Það má þvi segja að vel hafi verið unnið að þessum málum á undanförnum árum og allt útlit er fyrir að þau verði komin í gott horf áður en langt um liður. Enda hafa sveitarfélögin hér á Suður- nesjum staöiö mjög vel saman að þessu sem mörgu öðru. — þeim er síst skildi að hún vill vinna að launajöfnun. Rikisstjórnin ræður bara ekki öllu.þvi að ailskonar þrýstihópar vaða uppi og taka ráöin af henni. Um efnahagsráöstafanirnar má deila, hverjar þær áttu að vera. En að nokkur rikisstjórn geri óvinsælar ráðstafanir að óþörfu rétt fyrir kosningar er fráleitt, þvi skyldi fólk átta sig á. — Er næg atvinna hér i Vogun- um? — Útlitið er ekki gott. Við höf- um algerlega verið afskipt af uppbyggingarfé. Það hefur farið til framkvæmda i öðrum lands- hlutum, meðan allt er látið drabbast niður á Suðurnesjunum. Siðan hefur aflaleysið rekið enda- hnútinn á þetta. Þrjú frystihús eru hér i Vogun- um, eitt er lokað, og það stærsta nú að stöðvast. Þá veit ég hrein- lega ekki hvert fólk á að snúa sér þvi aðra atvinnu er ekki að hafa. Þaðer þvi brýn nauðsyn á að fisk- vinnslan verði styrkt, og jafn- framt væri nauðsynlegt aö koma hérna upp einhverjum léttum iðn- aði. Nýja iþróttahúsið I Keflavfk. í stuttu spjalli við Helga Daviðsson i Vog- unum barst talið að launa- og efnahagsmál- um og um það sagði Helgi: — Launamismunur ergifurlega mikill, allt of mikill og þarf nauö- Barnaskólinn i Vogum i bygg- ingu. Það verður að hætta aö lita fram hjá Suðurnesjum i fram- kvæmd byggðastefnunnar. Til þess treysti ég framsóknar- mönnum bestallra, þvi uppbygg- ingin annars staðar á landinu er fyrst og fremst þeirra stefna i framkvæmd, þótt aðrir séu nú farnir að eigna sér hana. synlega að minnka. Láglaunafólk hefur allt of lágar tekjur, og er makalaust að það skuli geta lifað af þeim. Þarna hefur verkalýs- forystan algerlega brugðist beim er sist skyldi, þvi með þessum si- felldu prósentuhækkunum sem allt kapp virðist lagt á að við- halda, dragast láglaunastéttirnar sifeUt afturúr. Þetta eiga að heita veröbætur. En hvaða réttlæti er þá i þvi, að ef einhverjar nauð- synjarhækka,fái sumir það verð- bætt tifallt á við aðra. Rikisstjórnin hefur sýnt, og þá sérstaklega Ólafur Jóhannesson, S veitar f élögi (Cr m m m aMlV% 111 n á ouournesj un hafa staðið mjög vel san i ían — að málum aldraðra Helgi Davíðsson: Verkalýðs- forustan algerlega brugðist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.