Búnaðarrit - 01.01.1995, Blaðsíða 67
Landnýting, sauðfé, geitfé, búfjárhald
Olafur R. Dýrmundsson
Skrifstofu- og nefndarstörf. Þau voru með
svipuðum hætti árið 1994 og áður svo sem
símtöl, bréfaskriftir og viðtöl á skrifstofu auk
setu í ýmsum nefndum. Samin voru nokkur
erindi fyrir fundi og ráðstefnur og skrifaðar
greinar til birtingar á prenti (sjá skrá um helstu
ritstörf í lok starfsskýrslunnar). Eg kom þrisvar
á árinu fram í viðtalsþáttum í útvarpi og tók þátt
í gerð fræðslumyndbands um sauðfjárrækt og
lífrænan landbúnað. Eftirfarandi voru helstu
nefndir, stjómir og ráð sem ég sat fundi í á liðnu
ári: Sauðfjárræktamefnd og svínaræktamefnd
sem ritari beggja, fagráð í sauðfjárrækt sem
ritari og í framkvæmdastjórn þess, tilraunaráði Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins, ritnefnd Búvísinda, stjórn Sauðfjárverndarinnar, markanefnd, samstarfs-
nefnd um ullarmál, nefnd á vegum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem leggur
mat á umsóknir um námsstyrki til framhaldsnáms, nefnd sem fjallar um orku- og
próteinmatskerfí, nefnd landbúnaðarráðuneytisins sem vann að samningu nýrrar
reglugerðar um búljársæðingar og flutning fósturvísa (nr. 561/1994), nefnd land-
búnaðar-ráðuneytisins sem vinnur að samningu nýrrar reglugerðar um lífræna
landbúnaðarframleiðslu, nefnd landbúnaðarráðuneytisins sem vinnur að faglegu
stöðumati á lífrænum búskap, nefnd landbúnaðarráðuneytisins sem á að gera
tillögur um verndun íslenska Qárhundsins (varamaður Kristins Hugasonar), nefnd
sem vinnur að endurmati á ítölu fyrir Skútustaðahrepp, starfshópi umhverfis-
ráðuneytisins sem vann að skýrslu um umhverfismál og landbúnað, nefnd umhver-
fisráðuneytisins sem vinnur að undirbúningi og framkvæmd Náttúruverndarráðs
Evrópu 1995, nefnd sem undirbýr samningu alhliða kennslubókar í sauðfjárrækt
og nefnd sem undirbjó kynningu á starfsemi Búnaðarfélags fslands. Sem fyrr er ég
formaður stjómar Minningarsjóðs dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra.
65
L