Nýja blaðið - 06.01.1927, Qupperneq 1
NYJA BLAÐIÐ.^
97 d
éu
I. árg.
Siglufirði, Fimtudaginn 6. janúar 1927.
1. tbl.
Ginningafíflin.
Eg verð að segja það rjett eins
og er, að ósvífnari ásökun heíi eg
ekki oft heyrt slengt fram.an í al-
menning en þá, er forsprakkar Jóns-
túnsmanna ljetu sjer um munn fara
á bæjarstjórnarfundinum sæla, sem
haldinn var núna fyrir jólin. Peir
sögðu það tvímælalaust, að undir-
skriftaskjalið, sem rúmir 250 kjós-
endur höfðu með eigin hendi skrif-
að nöfn sín undir, væri að engu
hafandi og ekkert mark á takandi
sakir þess, að þessar sálir hefðu
verið ginnlar til þess með blekking-
um að skrifa þar á nöfn sín. Með
öðrum orðum: Allir þessir rúml.
250 kjósendur, og þar á meðal
meiri hluti gætnustu og göíugustu
borgara bæjarins, eru kallaðir ginn-
ingafífl — veifiskatar Sófúsar Arna-
sonar, sem bar að mestu skjalið
milli manna. Pað sem þessir heimsk-
ingjar áttu að hafa látið ginnast á,
og glapti þeim ráð og sýn, kváðu
þeir hafa verið það, að Sófús átti
að hafa „málað svo svart á vegg-
inn“, eins og Jón Guðmundsswn,
túneigandi, komst að orði, um auka-
kostnað þann er verða mundi ef
kirkjan yrði bygð á túni Jóns, að
öllum blöskraði, allir trúðu og allir
skrifuðu undir í krafti þeirrar út-
málunar Sófúsar. Mikill cr þinn
kraftur, Sófús minn! og skaði að þú
skyldir ekki finna Jónstún-herrana
líka, því sennilega eru ýmsir þeirra
litlu vitrari en surnir, er undir skjal-
ið skrifuðu, nje fastari í rásinni hvað
skoðanir snertir á opinberum mál-
um, nje ótalhlýðnari en margir
þessara 250.
Pað er nokkuð einkennileg máls-
vörn hjá leiðandi mönnum, er þeir
annað tveggja kalla allar varnir og
og mótbárur andstæðinga sinna
„vitleysu“ og „heimsku" eða „blekk-
ingar" og jafnvel „lýgi“. Er þetta
nú hyggileg aðferð til að vinna
málstað sínum gagn? Nei, því fer
fjarri! Allir, sem vilja vinna hug-
sjónum sínum og skoðunum gagn í
ræðu og riti og og hafa þroslca til
að koma fram í drengilegri baráttu,
fara ekki þannig að ráðí sínu. —
Peir reyna að færa fram skynsam-
leg rök fyrir sínum málstað, sem
hvortveggja í senn, styrkir þeirra
mál og veikir vörn andstæðinganna,
og því betur tekst þetta alla jafna,
sem menn eru kurteisari í garð
sinna andstæðinga. Pað er sjálfsagt
ekkert til, sem ber jafn greinilcgan
vott um klaufalega frammistöðu og
og rökþrqt eins ræðumanns einsog
það, þegar hann hreytir úr sjer ill-
yrðum í garð mótstöðumannanna,
og lengst kemst hann í klunnaskapn-
um, þegar hann grípur til þeirra
örþrifáráða reiðra manna að bríxla
andstæðing sínum um heimsku! vit-
andi þó vel, oftastnær, að andstæð-
ingurinn mundi standa honum fylli-
lega á sporði, og enda verða með
hærri einkunn, ef gáfnafar beggja
væri lagt á óskeikula sálfræðislega*
rannsóknarvog. Eru þessir og því-
líkir forustumenn ekki til hinsverra
fyrir þann málstað er þeir ljá fylgi
sitt með þvílíkri framkomu? Getið
þið hugsað ykkur nókkurt hlægilegra
fyrirbrygei, en að sjá æstan ræðu-
mann berja í borðið, sótrauðan af
ráðaleysi og reiði, og kalla hispurs-
laust andstæðinga sina heimskingja
og blekkingamenn, án þess svo mik-
ið sem gera tilraun til þess að finna
orðum sínum stað? Ef slíkur klaufa-
skapur og ánaháttur getur ekki leitt
meðaumkvunarbros ffarn á varir á-
heyrendanna, þá veit eg ekki hvað
til þess þarf. En það er á allra vit-
orði, að ekkert gerk einn foringja
lítilmótlegri en einmitt það, þegar
hann gerir sjálfan sig hlægilegan
með fruntaskap og framÍFleypni. Ef
mótstöðumaðurinn gerir sig beran
að heimsku, þarf andmælandinn
ekld að vera að eyða orðum sínurn
og skarpleik til að lýsa því. Aheyr-
endurnir eða lesendurnir finna það
sjálfir kannske betur.
Ekki er eg ræðumaður og eklti
er eg líklegur til þess að gera mig
að foringja eða leiðandi manni í
þessum bæ, en þó ann eg [sjálfstæði
rninu og sóma svo mikils, að eg
kann því illa að rnenn, hvort sem
þeir eru „háttvirtir bæjarfulltrúar“
eða ekki, kalli mig ginningafífl og
heimskingja, þótt jeg skrifi nafn
mitt undir það, sem jeg tel rjett
og viturlegast ráðið, ef það heyrir
undir mitt atkvæði. Egget tekið undir
með Jóni Brandssyni og sagt: „Eg
hefi aldrei þurft að láta aðra gefa
mjer s^irinfæringu nje heldur hefi
jeg látið aðra ginna mig til að skrifa
nafn ’mitt undir það, sem eg hefi
talið rángt“. Honum fór.st eitthvað
þessu líkt orð, er hann hafði lesið
„Frjettir og auglýsingar", er út ko nui
eftir borgarafundinn. Og það fanst
á, að þessi gamli hciðursmaður
þóttist grátt leikinn, að vera talinn
ginningafífl, þótt lrann skrifaði nafn
sitt undir áskorun, er eftir lians
sannfæringu var í alla staði rjettmæt
og kurteislega orðuð. Ogsvoerfyrir
þakkandi, að til eru í Siglufirði
menn og konur, sem þykir nafn
sitt og lieiður og sannfæring meira
virði en svo, að þeir þoli það
þykkulaust, að vera svífvirtur þótt
þeir láti uppi skoðun sína og sann-
færingu. Eg var einn af þessum
„ginningarfíflum“ og tel mjer það
vansalaust að vera í þeim hóp. En
eg kann því illa að vera svívirtur
fyrir það. En það kalla eg svívirð-
ingu, frá bæjarfulltrúum, sem menn
ættu að vænta af sæmilegar kurteisi,
þegar svo er um mælt, að ekki sje
takandi mark á þessum undirskrift-
um, vegna þess annaðtveggja, að
menn hafi verið gintir til að skrifa
þar á nöfn sín með blekkingum,
eða þá. að menn hafi skrifað undir
af því, að þeim hafi verið sama
um kirkjustæðið, — verið áhuga-
lausir fyrir málinu. Eg endurtek
það, að þetta kalla eg svívirðileg
ummæli, og litilsvirðingu á hæsta
stigi fyrir borgurum þeim, er undir
skjalið rítuðu, og ekki síst, þegar
þau koma frá þeim mönnum, sem
fjöldi þessara sömu „ginningafífla"
hafa áðu^ þokað upp i virðingar-
stöðu með atkvæði sínu. Og þakk-
irnar komu ekki vonum seinna.