Heilbrigðismál - 01.04.1953, Qupperneq 1

Heilbrigðismál - 01.04.1953, Qupperneq 1
FRETTABREF UM HEILBRIGÐISMÁL f N APRÍL 1953 V________J Heilsuvernd í flugferðum Flugvélar eru að verða helztu samgöngutæki nútímans, einnig hér á landi, þar sem yfir 40.000 farþegar voru fluttir loftleiðis á s.l. ári. Þessi ferðalög eru farin mishátt í loftinu, þar sem lífsskilyrðin eru nokkuð önnur en á jörðinni og breytast því meira sem hærra er flogið. Er nauð- synlegt fyrir flugfarþega að vita nokkur skil á breytingunum, sem bú- ast má við að flugferðin valdi á líkamsstarfsemi þeirra og skal því það helzta gert að umtalsefni hér. Samsetning loftsins er hlutfallslega sú sama hvar sem er á jörðinni, en það þynnist því meira sem fjær dregur yfirborði jarðar, eða réttara sagt því fjær sem dregur yfirborði sjávar. Það sem mestu máli skiptir fyrir heilsu mannsins er súrefnisinnihald loftsins annars vegar og loft- þrýstingurinn hins vegar. Þegar komið er upp í 5500 metra (18000 fet) er loftið orðið hálfu þynnra en það er við sjávarflöt og í 12000 metra hæð er það fimm sinn- um þynnra. Þetta þýðir að súrefnið í því minnkar að sama skapi og loftþrýstingurinn sömuleiðis. Hraust fólk þolir súrefnisskortinn betur heldur en þeir sem veikbyggðari eru, einkum þeir sem eru blóðlitlir, þannig að þeir hafa ekki nægilega mikið af blóðkornum til að taka á móti súrefni loftsins. Hins vegar verður súrefnisskortur síður tilfinnan- legur þegar maður situr eða liggur kyrr í flugvélinni. Einkenni súrefnisskorts. Fáir finna til súrefnisskorts fyrr en komið er upp fyrir 3000 metra (10000 fet) og naumast fyrr en flogið hefur ver- ið nokkurn tíma svo hátt. Súrefnisskorturinn gerir vart við sig hægt og hægt og ekki óþægilega. Menn finna ekki til hans sem neina vanlíðan, heldur miklu fremur að þeir finni til vímu, sem líkist áfengisáhrifum. Og hér gildir sama og um áfengið, að dómgreindin slævist. Mönnum finnst þeir vera í fínasta lagi þótt þeir séu raunverulega illa haldnir af súrefnisleysi. Þetta gerir þó ekki vart við sig fyrr en í allmikilli hæð. Ef ekki er flogið hærra en 2400 metra (8000 fet) þola allir sem heilbrigðir eru að vera í þeirri hæð 10—12 klt., án þess að verða nokkuð meint af. í innanlandsflugi hér er sjaldan flogið hærra, og þar sem það tekur sjaldan meira en 1— 2klt., er yfirleitt alls engin hætta á súrefnisskorti í þeim ferðum.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.