Heilbrigðismál - 01.04.1953, Síða 4
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
Fyrir hjartabilaða sjúklinga getur útþenslan á görnunum orðið til
óþæginda þegar þrýstingurinn leggst upp að þindinni.
Fyrir alla slíka sjúklinga og reyndar hvern sem vill forðast óþægilega
útþenslu á görnunum, er því heppilegt að tæma þær fyrir flugið með
því að hafa hægðir, og forðast mat sem veldur loftmyndun (brauð, kart-
öflur, baunir). Sum flugfélög bjóða upp á viðarkolakex í loftinu, til
þess að draga úr loftinu í görnunum.
Loft í blóðinu veldur engum truflunum við farþegaflug. Það er að-
eins hjá þeim sem verða fyrir mjög skyndilegum loftþrýstingsbreyting-
um, eins og þeim sem fljúga hraðfleygum orustuflugvélum nútímans,
sem slíkar truflanir geta gert vart við sig, þegar á örfáum mínútum er
flogið upp í mörg þúsund metra hæð, að loftþrýstingurinn í blóðinu
getur minnkað svo skyndilega, að loftið losnar í blóðinu, svo að „sýður“
í því. Af því geta miklar truflanir hlotizt, en þær koma ekki fyrir við
farþegaflug og verða því ekki raktar frekar hér.
Loftveiki er ekki nærri eins algeng og sjóveiki. Margir sem eru mik-
ið sjóveikir finna ekki til neinna óþæginda í flugvél. Yfirleitt er sjald-
gæft að sjá fólk veikt í flugvélum, miklu sjaldgæfara en á skipum. í
flugvélum sem fljúga fyrir ofan veðrin er sagt að loftveiki gæti ekki
nema hjá 6 af hverjum þúsund manns. En algengara er að menn verði
loftveikir ef flogið er í vondu veðri í skýjum og flugvélin lætur illa. Þó
eru ávallt miklu færri sem veikjast í flugvél, jafnvel þótt talsverð hreyf-
ing sé á henni, heldur en á skipi.
Bandaríski flugherinn hefur fengið þá reynslu, að hyoscin dugar bet-
ur við loftveiki heldur en dramamin og skyld lyf, sem hafa reynst vel
við sjóveiki. Þeir sem eru loftveikir taka 0.65 mg af hyoscin hydrobro-
mid hálftíma áður en þeir fara í loftið, en börn undir 15 ára aldri hálf-
an skammt.
Menn ættu að vera vel hvíldir þegar þeir fara að fljúga, en ekki lítt
sofnir og timbraðir. Áfengisneyzla meðan á fluginu stendur ætti að vera
mjög í hófi, því að áfengið brennur seint við súrefnisskortinn og ef
menn drekka svo nokkru nemur, er hætt við að þeir verði meira drukkn-
og seinna renni af þeim í lofti en á landi.
Minnismerki um mölflugu
Á lítilli járnbrautarstöð í Queensland í Ástralíu hefur verið reist
minnismerki, sem naumast á sinn líka í víðri veröld. Það er af möl-
flugu, sem á fagmálinu nefnist Cactoblastis cactorum. Ástralíubúar
telja sig eiga þessari mölflugu meira að þakka heldur en nokkrum