Heilbrigðismál - 01.04.1953, Page 6
6
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
sem betur í'ór virtist þessi fluga ekki hafa lyst á neinu nema fíkjukaktus.
Þegar það var fullreynt var henni sleppt lausri og hverjum sem vildi
gefið tækifæri til þess að útbreiða hana. í maí 1925 komu nokkrir vís-
indamenn frá Uruguay og Argentínu með 2750 cacatoblastis-egg til
til Queenslands. Frá þessum eggjum var svo ræktaður heill her af möl-
flugum í búrum næstu 18 mánuðina. Síðan var tekið til óspilltra mál-
anna. Menn voru sendir út um allt til jjess að festa egg flugunnar á ör-
litlum pappírssnepli með títuprjóni á kaktusplöntur út um allt land.
Kostnaður við þessa herferð varð hverfandi lítill, aðeins 25000 pund.
Strax á næstu mánuðum fór árangurinn að sjást. Lirfan át upp kaktus-
blöðin og nam ekki staðar við þau, heldur gerði sér einnig að góðu
bæði stöngul og rætur. Kaktusskógarnir fóru að láta á sjá. í júní 1930
var auðséð að þessi aðferð mundi bera árangur. Á því ári frelsuðust
200.000 hektarar frá kaktusnum, svo að landið varð á ný hæft til rækt-
unar. Síðan hefur kaktusinn orðið að lúta í lægra haldi. Miljónir hekt-
ara hafa aftur orðið ræktanlegir og bændurnir hafa á ný getað tekið við
jörðum sínum og haft nytjar af þeim. Að vísu hefur mölflugan ekki út-
rýmt öllum fíkjukaktus í Ástralíu, en hún heldur honum algerlega
niðri, svo að liann verður engin plága lengur.
Þetta dæmi er lærdómsríkt til þess að sýna hve hættulegt það getur
verið að flytja inn nýjar tegundir af jurtum og dýrum, ef ekki er tekið
tillit til náttúrufræðinnar. Mölflugan heldur kaktusnum í skefjum, en
í Ástralíu höfðu aðeins verið fluttar inn kaktusplöntur, en ekki möl-
ílugan, sem þarf að stjórna viðkomu hennar eins og lögregla.
Hér á landi kunnum við ekki enn að meta náttúrufræðirannsóknir
og er j^að engan veginn vansalaust að ekki skuli fyrir löngu vera komin
upp náttúrufræðideild við háskólann.
Mjólkurbanki
var stofnaður 1941 1 Brússel. Konur, sem hafa mjólk afgangs og vilja
miðla öðrum af henni, koma úr öllunt stéttum þjóðfélagsins og ganga
í gegnum nákvæma læknisrannsókn. Þær fá 100 belgiska franka (33 kr.)
fyrir lítrann af mjólk sinni. Að meðaltali geta þær látið mjólk 1 85 daga.
Þessi mjólk er eingöngu afhent handa veikum, veikluðum eða börnum
fæddum fyrir tímann og þarf ítarlegt læknisvottorð með nákvæmri
greinargerð til að fá slíka mjólk. Á hálfsmánaðarfresti verður að endur-
nýja vottorðið. Mjólkin er seld á 30 til 200 franka (10—70 kr.) lítrinn,
allt eftir því hvað mikinn styrk líknarfélagsskapur fyrir barnavérnd
greiðir af verðinu. Mjólkinni er safnað með bíl til stöðva, sem prófa