Heilbrigðismál - 01.04.1953, Síða 7

Heilbrigðismál - 01.04.1953, Síða 7
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7 mjólkina, m. a. sýrugráðu og hvort hún liafi verið blönduð vatni cða kúamjólk. Síðan er hún pasteuriseruð á pelaflöskum og hraðfryst. Önnur slík stöð er í Liége og virðast báðar hafa reynzt vel, samkvæmt skýrslu senr dr. Depamv flutti nýlega fyrir flæmsku lækna-akademíunni. Kobalt-geislun við krabbameini Ríkur maður í Canada, J. W. McConnell, hefur nýlega gefið Krabba- meinsfélagi Bretlands (British Empire Cancer Campaign) voldugt kó- balt-GO-geislalækningatæki, sem er það fyrsta af því tæi, sem notað er í Bretlandi. Verður því aðallega beitt gegn djúpum meinsemdum, sem illa eða ekki næst til með öðru móti, án þess að hætta fylgi geisluninni. Kóbaltnámur miklar eru í nánd við Ontario í Canada. Með því að geisla náttúrlegt kóbalt í atómhlaða myndast isotop, kóbalt 60, sem er geislavirkt og breytist smám sarnan við geislunina í nikkel. Þessi geisl- un er að langmestu leyti gammageislar, aðeins lítið eitt af betageislum með, svo að ekki þarf að sía geislana, sem er mjög mikill kostur. Á 5.3 árum hefur geislamagnið minnkað um helming, eyðist því miklu fyiT en radium, en tiltölulega ódýrt er að fá nýja hleðslu, því að kóbalt kost- ar ekki nema lítið brot af því sem radium kostar. Með kóbalt-tækjunum er liægt að gefa miklu stærri geislaskammta en með radium og röntgen, einbeina þeim að æxilsvefnum án þess að spilla heilbrigðum vef. Til þess að fá sambærilega verkun út úr röntgentækjum þyrfti a. m. k. 2 miljón volta spennu, en slík tæki eru mörgum sinnurn dýrari og þunglamalegri í meðförum, auk þess dýrari í rekstri. Kóbalt-tækið, sem nú er verið að setja upp í Englandi, í Mount Ver- non Hospital í Northwood, kostar £25000, eða um 1.150.000 kr. Getur það ekki talizt mikil upphæð. Það er ekki nema brot af þeirri upphæð sem nýtízku orustuflugvél kostar. Ef ríkisstjórnin vildi undanjDÍggja gjafir til krabbameinsfélaganna frá skatti, mundi vera hægðarleikur að afla fjár til kaupa á slíku tæki hér. Búast má við að fimmti hver maður, sem legði fram fé til J^ess, þyrfti einhverntíma að njóta gagns af því sjálfur. í ýmsum menningarlöndum eru gjafir til vísinda- menningar- og líknarstarfa undanþegnar skatti. Mörg lög hafa verið afgreidd sem minna gagn hafa gert, heldur en slík lög mundu gera, ef J:>ingið fengist til Jíess að samþykkja þau. Vill ekki einhver ábyrgur stjórnmálaflokkur gefa loforð um slík lög nú fyrir kosningar? Og kannske jafnvel halda það á eftir?

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.