Heilbrigðismál - 01.04.1953, Page 8

Heilbrigðismál - 01.04.1953, Page 8
8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Tjara úr sígarettum veldur krabbameini Eins og oft hefur verið getið um í þessum bréfum er mikil vinna lögð í rannsóknir á lungnakrabbameini og orsökum þess, einkum hvernig á því stendur að það hefur aukizt svo gífurlega sem raun ber vitni í flest- um löndum. Mest hafa böndin borizt að sígarettunum og koma allar staðreyndir lieim við það, að aukinni sígarettuneyzlu sé fyrst og fremst um að kenna hve mjög krabbamein í lungum er orðið tíðara en áður. Nýlega hefur Dr. Ernest E. Wyner í Chicago skýrt frá tilraunum, sem hann hefur staðið fyrir að framkvæma og tekið hafa tvö ár. Sérstakar vélar eru látnar reykja sígarettur, 60 í einu, til þess að ná í tjöruna sem menn anda ofan í sig með sígarettunum. Úr 200 sígarettum fást 9 gr. af tjöru, sem veldur krabbameini. Tjörunni hefur verið smurt á húð tilraunamúsa og eftir 12 til 22 mánuði var næstum helmingur músanna orðinn sýktur af krabbameini, eða 45%. Ekki er hægt að segja að hér sé fengið endanlegt svar við því hvaða samband er milli sígarettureykinga og krabbameins, en víst má telja að í sígarettunum sé efni sem geta valdið krabameini, og þar sem margar aðrar líkur benda til orsakasambands milli sígaretta og krabbameins í lungum, verður að telja sígarettur til þeirra efna sem eru krabbameins- vekjandi (carcinogen), þrátt fyrir allar óskir sígarettuframleiðenda og reykingamanna um að sanna sakleysi þeirra. Minningarspjöld Krabbameinsfélags íslands fdst nú á þessum stöðum: Öllum póstafgreiðslum landsins. Öllum lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (neraa Laugavegsapóteki). Skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Lækjargötu 10B. Verzluninni Remedia, Austurstræti. Verzluninni Háteigsveg 52. Elliheimilinu Grund. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfólagi íslands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Niels Dungal, prófessor. Kemur út 9—10 sinnum á ári. Árs- gjald er kr. 30.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir krabbameinsfélaga landsins fá Frétta- bréfið fyrir kr. 25.00. Pantanir sendist til Krabbameinsfélags íslands, pósthólf 673, Reykja- vík, ásamt ársgjaldinu. — Prentað í Prentsmiðjunni Hólum h.f.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.