Heilbrigðismál - 01.01.1955, Blaðsíða 2

Heilbrigðismál - 01.01.1955, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL verk. En það er nýtt verkfæri í baráttunni við krabbamein, sem unnt er að beita gegn sérstökum tilfellum af krabbameini svo að áhrifin verða árangursríkari en með öðrum geislunartækjum. Á fyrsta fundi þessarar samkomu skýrðu læknarnir Ivan Smith og Stewart Lott frá London, ásamt dr. Clifford Ash frá Toronto frá reynslu sinni um meðferð á krabbameini í lungum, vélinda, þvagblöðru og leg- hálsi. Kóbalt60 hefir reynzt bezt gegn völdum tilfellum af krabbameini í þessum líffærum. Læknarnir T. A. Watson og Harold Jolms gerðu grein fyrir því sem kallað er hringsnúnings-meðferð í geislalækningum. Þá er geislunum stefnt að æxli sem Uggur djúpt í líkamanum, en jafnframt er annað- hvort geislagjafanum eða sjúklingnum snúið stöðugt í hring. Með þessu móti dreifast geislarnir sem lenda á hörundinu, en svo fyrir séð, að geisl- arnir safnist, þrátt fyrir snúninginn, að æxlinu. Nýjustu kóbalt-tækin, sem framleidd hafa verið af atómorkunefnd Canada, geta snúist í kring um sjúklinginn. Eðlisfræðingarnir, sem þennan fund sóttu, efuðust um að eining sú, sem geislar eru mældir með, nl. ,,röntgen“-einingin, hefði verið nógu nákvæmlega ákveðin fyrir þessa tegund geislaorku, og þar sem reynsl- an benti til þess að slíkri mælingu væri ábótavant, var ákveðið að gera gangskör að því að nákvæm mæling yrði tekin upp. Tveir læknar frá Winnipeg, John Gemmel og Dick Walton, bentu á þann möguleika sem fælist í að geisla heiladingulinn með kóbalti. Reynslan hefir sýnt að stundum getur verið gagn að því að nema heila- dingulinn í brott hjá sjúklingum með krabbamein í brjósti. Miklum erfiðleikum er bundið að komast að heiladingulnum fyrir skurðlækna, þar sem hann liggur inni í miðju höfði, undir heilanum. En með nógu sterkum og hentugum geislum má eyðileggja heiladingulinn, og eru taldar miklar líkur fyrir því að það geti tekizt með kóbalt-geislum. Sýnilegt er að kóbalt-geislalækningatækin eru komin yfir tilrauna- stigið og að þau eiga eftir að breiðast út um heiminn. Þau gera ekki kraftaverk, en þau eru drjúgt skref fram á við í baráttunni við krabba- meinið. Skattfrelsi á gjöfum til Krabbameinsfélags íslands Á Alþingi því sem nú stendur yfir, var í febrúar samþykkt að gjafir til Krabbameinsfélags íslands skyldu undanþegnar skatti. Mega slíkar gjaf- ir nema allt að 15.000 kr., en ef meira er gefið í einu verður það sem fram yfir er ekki frádráttarhæft. Þetta gildir í eitt ár, svo að menn geta gefið

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.