Heilbrigðismál - 01.01.1955, Side 6

Heilbrigðismál - 01.01.1955, Side 6
6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL svo að bæta skal 30 einingum af A-vítamíni og 3 af D í hvert gramm smjörlíkis. Gilda þessi ákvæði frá 15. marz 1955. Meðan lúðulýsi var notað sem vítamíngjafi í smjörlíkið, var ávallt hætt við óbragði af smjörlíkinu, ef vítamínmagnið var aukið til nokk- urra muna. Nú er notað hreint A- og D3-vítamín í olíu og finnst þá ekkert óbragð að smjörlíkinu þótt vítamínin sé verulega aukin. Með þessum nýju ákvæðum skipar ísland sér á bekk með þeim lönd- um, sem gera kröfur til þess að smjörlíki jafngildi smjöri að vítamín- magni. Frá sjónarmiði krabbameinsvarnanna ber að fagna þessum nýju reglum. A-vítamín er nauðsynlegt til þess að halda slímhúðum líkam- ans heilbrigðum og er vel mögulegt að skortur á því geti átt sinn þátt í að framkalla krabbamein, t. d. í maga, eins og ýmsir hafa haldið fram. Sumir eru nú famir að nota A-vítamín í háum skömmtum gegn krabbameini, og virðist svo sem ýmis krabbameinssár hafist betur við og geti jafnvel gróið, ef sjúklingnum eru gefnir stórir skammtar af A-vítamíni. Langflest krabbamein eiga upptök sín í slímhúðum, eins og t. d. í vélinda, maga, legi og görnum. A-vítamín á verulegan þátt í að halda þeim heilbrigðum og þess vegna er mikils virði að fyrir þeirri þörf sé séð. Meðan fólk át bræðing, fekk það nóg af A-og D-vítamíni með lýsinu, sem blandað var í bræðinginn. Nú er komin önnur öld, bræð- ingurinn horfinn, og smjörlíkið tekið við. Með því að setja 30.000 einingar af A-vítamíni saman við hvert kíló smjörlíkis, er það gert að jafnoka sumarsmjörs að því leyti. D-vítamínið er nauðsynlegt til þess að beinavöxturinn verði eðli- legur og er það sérstaklega nauðsynlegt ungum börnum, til þess að verja þau fyrir beinkröm, en einnig fullorðnu fólki, einkum vanfær- um konum, sem Iiafa aukna kalkþörf. Með þessum endurbótum á smjörlíkinu er séð fyrir því að smjör- líkið gefi góðu smjöri ekkert eftir að því er til vítamínanna kemur. Geta menn orðiö gráhærðir af hræðslu? Ýmsar frásagnir eru til um það, að menn hafi orðið gráhærðir skyndilega og oft hefir verið um það deilt í læknatímaritum, hvort slíkar frásagnir gætu verið á rökum reistar. Venjulega hafa læknarnir ekki viljað viðurkenna þennan möguleika. Mér er minnisstæður ung- ur stúdent, sem ég hitti fyrir löngu síðan, sem hafði stórar, hvítar

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.