Heilbrigðismál - 01.01.1962, Side 6

Heilbrigðismál - 01.01.1962, Side 6
Æðakölkun, manneldi, atvinna, likamsbygging. Gerð hefur verið athugun á mataræði, starfsháttum og æðakölkun, eða dauðsföll- um úr hjartasjúkdómum í fjölmennri stétt manna í London, strætisvagnastarfsmönn- um. Fyrirfram var vitað um dánarorsakir inn- an stéttarinnar um marga tugi ára. IJað þótti mjög athyglisvert, að vagnstjórarnir og vagnverðirnir höfðu gerólíka dánartölu af völdum hjartasjúkdóma. Dauðsföll úr hjartasjúkdómi var 2—4 sinnum algengari á meðai vagnstjórnnna heldur en varðmannanna (conductors). Hvað olli þessum mikla mismun? Þrennt kom til greina: 1. Mataræði. 2. Starfshættir. 3. Meðfætt líkamsbygging eða arfgengir eiginleikar. I. Mataræðið var rannsakað með því að fyigjast nákvæmlega með vikufæði. Allt var vegið og mælt, sem í magann fór eins og tíðkast við slíkar rannsóknir, og auðvelt við það að fást, þar sem um greinargott fólk var að ræða, með svipaða menntun og mjög líka fjárhagslega afkomu. F.fnasamsetning fæðunnar var einnig at- huguð og kom í Ijós, þegar á allt var litið, að fæði vagnstjóra og varða var mjög svip- að. Morgunverður var hafragrautur, mjólk og brauð og te. Aðalmáltíðin var venjulega kjöt eða fiskur, egg eða ostur ásamt græn- meti. Ávaxtakökur eða ávexti, hráa eða soðna, var algengast að hafa í ábæti. Flestir drukku te eða mjólk, þegar þeir komu heim frá vinnunni en nokkrir bjór. Til uppjafnaðar drukku menn 7 bolla af te á dag, og er það nálægt þjóðarmeðaltali Breta. Bjór drakk þessi starfsstétt ekki að neinu ráði, aðeins —1 lítra á viku, og er það langt fyrir neðan meðaltal þar í landi, sem er 2,3 lítrar vikulega miðað við fulltíða karlmann. Vagnstjórarnir notuðu 2850 hitaeiningar og verðirnir 2790 hitaeiningar. Af hvítu notuðu mennirnir 83 gr til uppjafnaðar og 125 gr af fitu, og voru um 2/5 hlutar af fit- unni úr dýraríkinu. Hitaeiningarnar, sent notaðar voru um- frani eyðslu, skýra að nokkru leyti meiri fitusöfnun hjá vagnstjórunum heldur en vörðunum. En annað kom þar einnig til greina sem ekki var hægt að skýrá með starfinu einu, því að vagnstjórarnir voru þegar við byrjun starfsins þyngri en verð- irnir og gildari um mittið. Það kont í ljós, að vagnstjórarnir voru til uppjafnaðar 8 kg þyngri en verðirnir og samanlögð húðþykkt á upphandlegg, baki og læri var 47 mm hjá vagnstjórunum en 37 mm hjá vörðunum. Blóð-kólesteról var 250 mg-% hjá vagn- stjórunum, á móti 238 mg-% hjá hinum. Beta-lípópróteínin, sem hafa háan sam- eindaþunga og innihalda um 45% kóles- teról voru svipuð að magni í báðum hóp- um, en önnur lípó-próteín, sem innihalda minna en 25% kólesteról, voru þriðjungi minni í vörðunum. Niðurstöður I jteim tillellum, sem hér lágu fyrir var auglj(')st, að fæðið réði engu um 2—4 sinn- um meiri hjartadauða í vagnstjórahópnum heldur en vagnvarðahópnum. Ekki þótti ólíklegt, að nokkuð meira lík- amlegt erfiði, sérstaklega meiri hreyfing FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL f)

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.