Alþýðumaðurinn - 15.12.1988, Qupperneq 13

Alþýðumaðurinn - 15.12.1988, Qupperneq 13
ALÞÝÐUMAÐURINN - 13 Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri Nefnd um sjávarútvegsfræði í mars sl. skipaði menntamála- ráðherra nefnd til þess að gera tillögur um kennslu og námstil- högun í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Nefndin lauk nýlega störfum og skilaði til- lögum sínum til menntamálaráð- herra. Nefndina skipuðu Pétur Bjarnason formaður, Sigfús Jónsson, Ásbjörn Dagbjartsson, Kristján E. Jóhannsson og Pétur Reimarsson. Hvað er sjávarútvegsfræði? Sjávarútvegsfræði er samkvæmt skoðun nefndarinnar þverfaglegt nám, sem byggir á mismunandi fræðigreinum, svo sem fiskifræði, matvælafræði, rekstrarfræði, tæknifræði, o.fl., og hefur að markmiði að fást við vandam ál tengd sjávarútvegi. Sjávarútvegs- fræði er þannig tilraun til þess að beina athyglinni að fiskinum, fiskveiðunum og fiskvinnslunni út frá mismunandi fagsjónar- hornum. Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd við nokkrar háskólastofn- anir undanfarin ár og áratugi, og hafa íslendingar stundað slíkt nám, aðallega í Tromsö. Hvers vegna sjávarútvegsfræði? Kennsla í sjávarútvegsfræði hef- ur það að markmiði að mennta fólk í þeim undirstöðum sem sjávarútvegur byggir á, og þjálfa það til þess að beita faglegum aðferðum við lausn vandamála í rannsóknum og við stjórnun inn- an sjávarútvegs, hvort sem um er að ræða í opinbera geiranum eða einkageiranum. Rekstur almennt og þar með rekstur sjávarútvegs er stöðugt vandasamari, og krefst stöðugt flóknari úrlausna. Það er því eðlilegt að boðið verði upp á menntun á háskólastigi sem sér- staklega fjallar um sjávarútveg. Hvers vegna á Akureyri? Akureyri og Eyjafjörður er ákjós- anlegt umhverfi fyrir menntun í sjávarútvegsfræðum. Fjörðurinn er langur og margbreytilegur. Pétur Bjarnason. Við hann eru fjölbreyttari sjávar- pláss en á nokkru sambærilegu svæði á landinu, og á svæðinu eru nrargvísleg fyrirtæki innan sjávar- útvegs, sem mörg hver skara fram úr á sínu sviði. Þess utan eru nokkur af öflugustu þjónustu- fyrirtækjum sjávarútvegsins stað- sett við Eyjafjörð. Greiðfært er til helstu þéttbýlisstaða norðan- lands og samgöngur við Reykja- vík eru góðar. Háskólinn á Akureyri er nýr skóli óbundinn hefðum, sem oft eru til trafala þegar komið er á fót nýju námi, sem ekki fylgir hefðinni. Auk þess er eðlilegt að skapa nýjum háskóla sérstöðu, sem felst m.a. í því að bjóða upp á aðrar námsbrautir en hægt er að læra annars staðar. Allt þetta gerir Akureyri eðli- legan og sjálfsagðan kost, þegar ákvarða þarf sjávarútvegsfræði stað. Er raunhæft að hefja kennslu í sjávarútvegs- fræði á Akureyri? Eðlilega hafa menn misjafnar skoðanir á því, hvort rétt sé að setja á stofn kennslu í sjávarút- vegsfræði við Háskólann á Akur- eyri. Sumar gagnrýnisraddirnar eru á miskilningi byggðar. T.d. er mjög hæpið að það hafi nokkurn aukakostnað í för með sér að ætla sjávarútvegsfræði stað á Akureyri í stað Reykjavíkur. Háskóladeildir eru í eðli sínu sjálfstæðar rekstrareiningar, og hafa því takmarkað hagræði af því að tengjast stærri nrennta- stofnunum. Miklu meira virði er slíku námi að vera í góðum tengslum við atvinnuveginn, og það er auðveidara á Akureyri en í Reykjavík. Þá óttast aðstand-, endur skólans ekki að erfiðara verði að fá kennslukrafta til Akureyrar en til Reykjavíkur. Þeir sem virkilega hafa áhuga á sjávarútvegi eru oftar en ekki utan af landi, og það hefur lengi vantað atvinnumöguleika utan Reykjavíkur fyrir þá sem hafa háskólamenntun á þessu sviði. Það er því skoðun greinarhöf- undar að Akureyri sé ekki bara jafngóður kostur og Reykjavík í þessu tilfelli heldur mun betri. Hvaða áhrif mun Háskólinn á Akureyri hafa? Það er von greinarhöfundar að sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri muni gagnast sjávar- útvegi vel, og er það megintil- gangur námsins. Hitt er jafn augljóst að ef vel tekst til mun skólinn hafa veruleg áhrif á þró- un byggðar á Akureyri og Norðurlandi almennt. Skólinn mun sjálfur veita mörgum atvinnu beint, en þess utan má reikna með að ýmis starfsemi fylgi í kjölfarið, svo sem að almennum rannsóknum í þjóð- félaginu verði í meira mæli beint til Háskólans eða samstarfsverk- efna sem hann er aðili að, hann mun standa fyrir ráðstefnum, hingað koma nemendur annars staðar að o.fl. Sennilega er ekk- ert jafn líklegt til þess að bæta samkeppnisstöðu landsbyggðar gagnvart höfuðstaðnum hvað varðar fólksflutninga en háskóli. Lokaorð Háskólinn á Akureyri er enn hvítvoðungur, sem hlúa þarf að. Jákvæður áhugi menntamálaráð- herra á því að koma sjávarút- vegsfræðinámi af stað sem fyrst hefur komið fram. Háskólinn mun hafa víðtæk og jákvæð áhrif á sjávarútveg og þróun byggðar á Akureyri, og allir sem hafa á því tök, ættu að beita sér fyrir því að Háskólinn á Akureyri nái að komast vel á fæturna hið fyrsta. Pétur Bjarnason. Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og fengið 1,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.