Brautin - 29.06.1928, Síða 3
Ritstjórar:
Sigurbjðrg Þorláksdóttir.
Stmi 1385.
Marta Einarsdóttir.
Sfmi 571.
Brautin.
Útgefendur:
Nokkrar konur
í Reykjavík.
Afgrciöslueímí:
491.
1. árgangur.
Föstudaginn 29. júní 1928.
1. tðlublað.
Ávarp.
Háttvirtu konur!
Við leyfum okkur hér með
cið ávarpa ykkur og bera fram
fyrir ykkur sameiginleg á-
hugamál okkar.
Við höfum oft fundið til
þess livað konur þessa lands
eru dreifðar og standa fjarri
lwor annari, ekki aðeins hvað
vegalengdir og strjálbygð
landsins snertir, heldur líka
að hugarþekkingu. Hið vana-
lega afl, er flytur hugi manna
saman, er ritmálið. Á þessu
landi cr til mikill blaðakost-
ur, en að mestu leyti er hann
í höndum karlmanna. Kven-
þjóðin hefir þar ekki nú
nema eitt ársrit (Hlín), mán-
aðarrit (19. júní) og Ljós-
mæðrablað, sem kemnr út
annanhvern mánuð, eða 6
sinnum á ári. Þetta er að visu
nokkur bót, en þó vantar mik-
ið á, að starfssvið kvenna
njóti sin eða að áhrifa þeirra
á hin sameiginlegu þjóðfélags-
mál gœti sem vera skyldi.
Nú viljum við reyna að
bæta úr þessu með því að
koma á fót vikublaði sem
ræða megi i áhugamál ein-
staklingsins, heimilanna og
þjófíarinnar. Vifí þörfnumst
stuðnings kvenna og karla til
þessa. Ekki einasta til að
kaupa blaðið, heldur tit að
scnda hngsjónirnar og áhuga-
málin úl um landið i blað-
inu.
Blaðinu liefir vcrið valið
nafnifí BRAUTIN. Við vonum
og óskum afí það vcrði til að
ryðja okkur konum braut að
sameiginlegu þroska- og þekk-
ingarmarki. Við viljum mæt-
ast á miðri braut með áhuga-
mál okkar, áhuga- og nauð-
synjamál þjóðarinnar. Við
viljum vekja sameiginlega at-
hygli þjöðarinnar á uppeldis-
°g mentamálum og fá að
heyra sem flestar raddir um
þau stórmál. Við viljum ræða,
og styðja cftir megni fram-
gang samgöngumálanna, sem
eru þungamiðja alls fram-
faralífs, ekki síður á okkar
afskekta landi en annarsstað-
ar um heim. Meinum við i. d.
að járnbrautarmálið, með
uppgræddu engi öðru megin
heiðar, en fjölmennasta bæ
tnndsins hinumegin, sé eilt af
þeim stórmálum, sem aldrei
má þagna um fyr en fram-
kvæmd fæst á.
Alt vill Brautin flytja, sem
álíst að vera landi og þjóð til
heilla.
Við höfum von um nokkuð
af góðum starfskröftum við
blaðið, en við þurfum meiri
og fleiri. Brautin vill komast
inn á hvert heimili. Hún vill
vinna hug og hjörtu lands-
manna. Hún vill flytja hug-
næm og hjartfólgin mál og
ræða þau með gætni og vin-
semd.
Vtgefendur.
3 árnbrautarmálið.
Samgöngumálin eru hjá öll-
um menningarþjóðum talin i
röð hinna merkustu mála.
Allar helstu þjóðir heimsins
verja ógrynni fjár árlega til að
auka og bæta samgöngur innan
lands og við útlönd og horfa
hvorki í fé eða erfiði ef þær
sjá sér leik á borði, til að
tengja mikil og frjósöm héruð,
sem afskekt eru, við aðal sam-
gögnumiðstöðvarnar, . þar sem
því verður við komið.
Þær vita af reyslunni að
bættar samgöngur eru liætt við-
skifti, aukin vchnegun, meiri
samkeppnisrnaltur.
Hingað til hafa íslendingar
verið mjög eftirbátar annara
þjóða um auknar og bættar
samgöngur og verður vart met-
ið það tjón, sem þjóðin hefir
beðið vegna tómlætis og deyfð-
ar i þessum málum.
Þó hefir á síðari árum nokk-
uð verið reynl að bæta úr þessu
með auknum strandferðum,
stofnun Eiinskipafélags íslands,
vegalagningum i sveitum, brúm
yfir ár o. s. frv. Og þó þetta sé
enn á byrjunarstigi, eru miklar
líkur fyrir að reynt verði að
halda áfram á þessari braut.
En einn landshluti er það,
sem frámar öðrum hefir orðið
út undan í samgöngumálum, og
það er Suðurlandsundirlendið.
Að visu hafa þar verið lagðir
vegir og brýr yfir verstu árnar.
En þessi landshluti er svo illa
settur, að ómögulegt er að koma
þar við skipaferðum vegna
hafnleysis meðfram allri strand-
lengjunni.
En vegna ófærðar á vetrum
yfir Hellisheiði, koma vegirnir
ekki að góðum notuin, nema
lítinn hluta árs.
Hinn hlutann eru samgöng-
ur mjög erfiðar og stundum al-
gjörlega bannaðar vegna snjó-
þyngsla og ófærðar.
Þar sem hjer er um að ræða
stærsta og mesta undirlendi á
íslandi, er hjer úr miklu vanda-
máli að ráða.
Þvi það er augljóst mál, að
nær algjör samgönguteppa lang-
an tíma á hverju ári, hlýtur að
hafa lamandi áhrif á alla af-
komu þeirra bænda sem við slík
kjör eiga að búa og valda þeim
miklu tjóni og erfiðleikum,
auk þess, sem það hindrar
mjög afnot stórra og byggilegra
svæða og veldur með því beinu
þjóðartjóni.
Það er því síst að furða þó
margir menn hafi þegar fyrir
löngu séð nauðsyn þess að bæta
úr þessu og komið fram með
þá uppástungu að járnbraut
yrði lögð frá Reykjavik yfir
Hellisheiði og austur að Ölfusá.
Þetta inikla þjóðþrifamál er
því lengi búið að vera á döfinni
og margir menn léð því liðs-
yrði sitt og stutt það með ráð-
um og dáð.
Meðal þeirra manna, sem á
síðari árum hafa einkum bar-
ist fyrir framgangi þess má
nefna: Magnús Arnbjarnarson
lögfræðing, Jón Þorláksson fyr-
ver. ráðherra, Guðm. Björnson
landlækni, Eirik Einarsson
bankastjóra, Magnús Kristjáns-
son ráðherra, Gunnar Sigurðs-
son alþm., Magnús Guðinunds-
son fyrv. ráðherra, Ágvist
Helgason óðalsbónda og Geir
G. Zoega vegamálastjóra.
Starf þessara manna og ann-
ara góðra járnbrautarvina hefir
þegar borið þann árangur, að
búið er að fá góða og nákvæma
rannsókn á málinu, áætlun um
kostnað hennar og val heppi-
legustu legu (sjá skýrslu
Sv. Möllers, járnbrautarverk-
fræðings í Tímariti verkfr.fél.
íslands 1924, 9. árg. 5. hefti).
En þó baráttan fyrir járn-
brautarmálinu hafi verið löng
og ströng og mikið hafi þegar
unnist á, þá á þó hér við, að
betur má ef duga skal.
Þörf brautarinnar verður
brýnni með hverju ári og sókn-
in þarf að harðna jafnt og þétt.
Það mun því gleðja alla járn-
brautarvini, að þegar hvað mest
riður á góðum stuðningi, kem-
ur málinu mikil og óvænt hjálp,
þar sem ísl. konur ætla nú að
fara að beita sér fyrir þessu
máli og heita því stuðningi sin-
um í fyrsta vikublaðinu, sem
þær hafa ráðist i að gefa út.
A það að vera einn þátturinn
í því þjóðþrifastarfi þeirra að
vinna að auknum og bættum
samgöngum til sveitar og sjá-
var viðsvegar á landinu. Og er
það mest um vert, að þær hef j-
ast fyrst handa þar sem þörfin
er mest.
Járnbrautarmálið er stærsta
samgöngubótamálið, sem nú er
á dagskrá ineð þjóð vorri.
Það er ekki aðeins stórnauð-
synlegt fyrir Suðurlandsundir-
lendið, heldur einnig fyrir höf-
uðborg landsins og nágrenni
hennar.
Það. er ekki ofmælt, að um
fjórir tugir þúsnnda af öllum
landsmönnum hafi beint gagn
af þessari miklu samgöngu-
bót, sem tengja á stærsta og
voldugasta landbúnaðarsvæði
Islands við bestu og fiitlkomn-
ustu höfn á landinu.
Það verður því tæpast tölum
talið það tjón, sem þjóðin bakar
sér með því að draga fram-
kvæmdir i þessu máli áratug
eftir áratug. Auk þess, sem það
má teljast þjóðarminkun, aS
láta heiðarspotta, sem auðvelt
er að leggja braut yfir, loka nær
algjðrlega inni mikinn hluta árs
það landbúnaðarsvæði, sei*
langmesta framtíðarmöguleika
hefir að geyma, og sem lniið er
að verja miljónum króna til að
rækta og bæta.
Mundi vart nokkur önnur
menningarþjóð telja sig hafa
ráð á slíkri vannotkun dýr-
mætra landeigna.
Baráttan fyrir járnbrautinni
er því barátta fyrir þjóðarhag
og þjóðarsóma. Hún er barátta
fyrir því að gera framtíð is-
lensku þjóðarinnar sem trygg-
asta og öruggasta menningar-
lega og efnalega.
Það hlýtur því að vera ísl.
konum til sóma, að þær vilja
vinna að því að hraða fram-
gangi þessa máls.
Það er von min að starf þeirra
beri góðan árangur og þær eigi
eftir að lifa það, að mesta og
frjósamasta undirlendi á land-
inu verði Ieyst úr læðingi og
fái að blómgast við töframátt
bættra samgangna.
Ingvar Sigurðsson.
Þetta land verður ekki land
hamingjunnar fyrir neinn af
okkur, fyr en við gerum það
land hamingjunnar fyrir alla.
Thodore Roosvelt.