Brautin


Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Til lesendanna. Um leið og Brautin þakk- ar fyrir þær ágaetu viðtökur sem hún hefur fengið jafnt hjá konum sem körlum, leyf- ir hún sér að vekja athygli kvenna á auglýsingum í blað- inu og treystir því að kónur láti þá kaupmenn sitja fyrir viðskiftum sínum, sem styðja silja mál vor með því að auglýsa í blaðinu. Brot. Þ;ið var komið kvöld. Húmið læddist hægt um jörðina og breiddi blævæng sinn yfir láð og lög. Hlutirnir óskírðust ineir og meir og dagurinn dró sig í hlé. Það var eitt af þessum indælu vetrarkvöldum, þegar þakklætið i hugum mannanna tvöfaldast við það, að þeir búast við því gagnstæða. Það blaktaði ekki hár á höfði manns og það var eins og öll náttúran stæði á önd- inni af ótta við að rjúfa hina hátíðlegu kyrð. '— Jafnvel nið- urinn i ánum var ekki eins há- vær og venjulega, en heyrðist þó endrum og eins, — eins og nið- urkæfður ekki frá harmþrungnu hjartra, eða stundum eins og þakkarávarp þess, er finnur kraftinn hjá scr og er ánægður með hlutskifti sitt.----Himin- inn var víða hulinn þokuskýj- Ungmennaskólinn í Rvík starfar frá 1. okt. næstk. til 1. maí. Skólanum er ætlað að veita almenna, hagnýta fræðslu, bóklega og verklega, bæði piltum og stúlkum. Námsgreinir verða þessar: íslenzka, danska, enska, bókmentafræði: saga, landafræði, náttúru- fræði, hagfræði, félagsfræði, reikningur, söngur, íþróítir og eftir því, sem við verður komið, smíði, netabæting, saumar og matreiðsla. Inntökuskilyrði í 1. bekk er fullnaðarpróf samkv. fræðslulögunum. Ef nægilega margir nemendur óska að cetjast í 2. bekk, verður þeim gefinn kostur á að ganga undir próf í haust til að svna, hvort þeir eru færir um það. Skólagjald verður ákveðið og auglýst innan skamms. Umsóknum sé skilað sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir 15. sept,. til mín, og gef ég allar nánari upplýsingar. Verð fyrst um sinn til við- tals á Laugavegi 44 uppi kl. 12V2—U/2 og kl. 8—9 sími 763. Æskilegt, að þess sé getið í umsókn, hvort nemandi óskar frem- ur eftir kenslu fyrri eða síðari hluta dags. Reykjavík, 2. júlí 1928. Ingimar jónsson settur skólastjóri. um, er þyntust eftir því sem nær dró norðrinu, og tunglið svam í þokuþykninu og horfði hreik- ið til jarðar, eins og það vildi segja við skýin: „Eg er nú eldri en tvævetur og varla munuð þið verða mér þrándur i götu, ef mig Iangar til að skína“. En þó horfði það með áhyggjusvip til suðurs, því þar hnöppuðu ský- in sig saraan, eins og vel skipað herlið í orustu og sveipuðu himininn ógagnsærri slæðu, myrkri eins og skilrúmið inilli lífs og dauða. Haflæðan læddist um fjallsræturnar, grunsamleg og reikandi, eins og óvissan á heiðríkum hamingjudegi lífs- ins. Hugurinn laugaði sig i 1 jós- bylgjum hins deyjandi dags- roða og sál mín kraup í auð- mýkt frammi fyrir hinni dá- samlegu náttúru.------ En, þey! — Hvaða þytur var þetta? Jú, þarna sé ég það. — Vetrarrjúpa ryður sér veg gegn- um loftið og sveiflar vætigjun- um örugg og ákveðin, eins og maður, er gengur áhyggjulaus um baðstofugólfið heima hjá sér. Eg horfði öfundaraugum á mjallhvíta vængina, sem báru hana óðfluga áfram. Ef ég ætti mér slíka vængi, vissi ég hvert ég myndi stefna í kvöld. — — En, hvað er þetta? Alt i einu kastaðist rjúpan til í loftinu og steyptist þráðbeint niður. Hvað gat það verið, sem hindraði hinn frjálsa loftfara? Eg flýtti mér þangað sem hún datt. Hún hreyfði vængina lítið eitt, en gerði enga tilraun til að flýja. Á bi-jóstinu var blæðandi sár og nú lá hún þarna í dauðateygj- unum. Án þess að hugsa um nokkra hættu, hafði hún flogið beint á simavír, sem þannig varð henni að aldurtila. Vesa- lings rjúpa! Þú varst fórnardýr óvissunnar, og það erum við öll. Gálaus göngum við veginn, en vitum aldrei hvað hin komandi stund hefir að færa okkur. — Kyrlátur skógur geymir úlfaþyt og yndisleg náttúra ótal hættur, en á myrkustu stöðum Ieynist lýsigull gleðinnar. Dularfulla ó- vissa! Mig langar ekki til að skygnast inn í leyndardóma þína, en uppfyltu eina ósk mína: „Gefðu mér vængi, hvíta vængi, svo ég gæti svifið burt með kvöldroðanum og geislarn- ir yfirgefi mig ekki“. Þá væri mér sama hvað yrði á veginum, því þá gætu örlög rjúpunnar jafnvel ekki ógnað mér, þvi að myrkrið næði ekki til mín. H. S. Þ. Sannleikanum er likt farið og korktappa. Báðum má halda í kafi, en upp koma þeir fyr eða siðar. 4 einlæg ósk hans að hlaupa undir bagga með þeim, einkum af því að hann harmaði rnjög fjármissi þeirra, og lét sér nú enn miklu annara um efnahag þeirra, og kom með nýjar tillögur og ný ráð. Hann sá ný. ráð til að auka eignina í verði, og lagði fram fé til endurbóta, er hann hafði stungið upp á, gegn þvi að fá frekari hlutdeild í námunum. En með því að það hlaut að líða nokkuð á löngu, þangað til endurbæturnar gætu gefið nokltuð af sér, fór efnahagur majórsins sífelt versnandi og varð hann því æ háðari Gissler. Loks var svo komið, að Fallsta var eign hans aðeins að nafninu til, en Gissler sanni eigandinn. Um þessar mundir fór majórinn að furða sig á, að alt gengi niður á við, og hann sem til þessa hafði trúað vini sínum svo vel, fór nú i fyrsta sinn að gruna, að fláttskapur og eigingirni lægi að baki hjá honum. Frú Gripenstam mundi vel samræður þeirra hjóna um þær mundir, er þetta var að gerast, og ekki var löngu um liðið. Hún inundi, hversu þau höfðu reynt að hrinda frá sér þessari bitru grunsemd, hversu þau höfðu lagt sig fram um, að halda dauðahaldi í trúna á það, að óhöppin ein, en ekki Gissler, væru orsök þess, hvernig nú væri komið fyrir þeim. En er Gissler fór að sýna þeim fram á, að sjálfur mundi hann geta gert jarðeignina og námurnar miklu verðmætari, fengi hann fullan eignarrétt, og þess vegna væri það ætlan sín að kaupa alt saman, brast traust Otto Gripenstams að fullu á ósérplægni vinar hans. Söluna gat hann ekki komið í veg l'yrir; svo gersamlega Guð hennar mömmu. Eftir Elísabeth Beskow. I. Frú Gripenstam sat í litlu herbergi, er vissi út að húsa- garðmum, i íbúð sinni við Málmgötu. Hélt hún á bréfi í hendi sér og var mjög óróleg í skapi. Bleikan sólarglampa lagði inn í herbergið og varpaði daufri birtu yfir íjörlegt andlitið, þar sem hún sat í fullum sorgarbúningi. Hún var 40 til 50 ára gömul, en hárið, sem lá lauslega og snyrtilega yfir enninu, var þegar orðið al- grátt, en augnabrúnirnar voru enn dökkar. í þungum hugs- unum rendi hún augunum niður á bréfið, en þó mátti vel greina að augun voru stór, og að augnaumgerðin var ó- venju fögur og sviphrein. Þótt hún væri í órólegu skapi að þessu sinni, duldist ekki, að hún var í fullu jafnvægi. Væri munnurinn athugaður, mátti ólíklegl virðast, að hún mundi nokkru sinni slöngva frá sér hvassyrðum, eða láta út úr sér auvirðilegt þvaður; sjálfir drættirnir um munninn lýstu mildi, góðmensku, liugg- un. Ekki þurfti annað en líta hana augum, til þess að sann- færast um, að hún var ein þeirra, er jarðneskur missir auðgar að innra lifi og krafti. Sorgarbúningurinn einn benti þegar á, að hún hafði orðið fyrir inissi. Og væri búningurinn athugaður, mátti renna grun í, að hún hefði mist fleira, en ástvininn, er hún syrgði. *

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.